Hér er eitthvað bogið við þessa frétt !

1) Ökuhraði verður samræmdur í 90 km á klukkustund.  Það er í góðu lagi...enda aka Íslendingar svona almennt ekki undir þeim hraða á stofnbrautum hvort eð er.

2) bílprófsaldur verður hækkaður í 18 ár í áföngum til ársins 2014 ! Hér er eitthvað bogið við þetta. Hvernig í ósköpunum á að fara að þessu ? 17 ára - 17 og 3ja mánaða - 17 ára og 4ra mánaða o.s.f.v.....Þetta er einum of undarleg aðferðafræði fyrir minn smekk...Myndi frekar halda að þarna ætti að standa 20 ár í áföngum...þá væri þetta skiljanlegra...og mætti alveg miða bílprófsaldurinn við þann aldur.

Enda sína sína tölur tryggingafélaga sem annarra sem hafa gert úttekt á þessum málum...að mesta slysatíðnin er hjá ungum ökumönnum á aldrinum 17 ára til 20 ára...þó algengast sé það á aldursbilinu 17 ára til 18 ára aldurs.

Annars er ég sammála þessari tillögu almennt og styð að henni verði komið í framkvæmd.


mbl.is Bílprófsaldur hækkaður í 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Blessaður. Ég er sammála þér að það mætti hækka bílprófs-aldurinn enn meira eða til 20 ára.  Samt finnst mér þetta jákvætt skref að hækka aldurinn og herða lögin.  

Elle_, 20.7.2009 kl. 12:49

2 identicon

ef að þú værir núna unglingur að fara fá bílpróf, pæliði bara aðeins í því hvað þið yrðuð svekkt ef að þetta væri að gerast við ykkur . maður er að deyja úr spenningi að fá bílpróf og svo er bílprófsaldurinn hækkaður . og svo er líka bara rugl að hækka hann í 20 ára ! það er bara kjaftæði .

silja (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 12:56

3 identicon

"Enda sína sína tölur tryggingafélaga sem annarra sem hafa gert úttekt á þessum málum...að mesta slysatíðnin er hjá ungum ökumönnum á aldrinum 17 ára til 20 ára...þó algengast sé það á aldursbilinu 17 ára til 18 ára aldurs."

Þá spyr ég hvort að það má ekki rekja þá slysatíðni til reynsuleysi fólks á þeim aldri, og hvort að það yrði ekki sama sagan ef að bílprófs aldurinn væri hækkaður? Nema hvað auðvitað að það yrði haldið ökukennslu til lengri tíma.

Stefán Freyr (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 13:07

4 identicon

Spurning hvort það ætti ekki frekar að herða ökunámið heldur en að hækka aldurinn. Held að reynsla spili nú stærst inní töllur tryggingafélaga. En ætli þessi vitleysa sem virðist vera einkennismerki þessara ríkisstjórnar haldi ekki bara áfram því miður.

Rúnar Freyr Þorsteinsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 13:09

5 Smámynd: brahim

Silja. Ég sjálfur tók ekki bílpróf fyrr en 19 ára...og fannst það bara í góðu lagi.

Stefán. Myndur þú ekki álíta sem svo að 20 ára maður/kona sé ekki orðin dálítið þroskaðri en 17 - 18 ára ökumaður?

Rúnar. Jú svo sannarlega bætti herða ökunámið (hefur reyndar verið gert til muna frá því að ég tók prófið) Einnig væri tilvalið að hafa gott æfingasvæði með hinum ýmsu þrautum...þar sem nemendur væru látin æfa sig í nokkra daga áður en kenslan væri færð út í almenna umferð. Slíkt er nú þegar gert í nokkrum löndum ef ég man rétt.

brahim, 20.7.2009 kl. 13:23

6 identicon

Þó þú sért mögulega þroskaðari þá breytir það því ekki að þú ert ekki ögn vanari því að keyra bíl hvort sem þú byrjar að læra á hann 17 ára eða 20. Þú kannt enn ekki almennilega að stjórna honum, hefur ekki öðlast reynslu á ökutæki. Það er án efa helsta orsök bílslysa, frekar en aldur eða þroski.

Benedikt (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 13:53

7 identicon

Silja, okkur er alveg sama.

Annars finnst mér mest kjánalegt hvað þessi lög verða flókin. Bannað að aka frá 23:00 föstudags og laugardags með FLEIRI en einn farþega, NEMA hann sé barn og NEMA um neyðartilvik sé að ræða (neyðartilvik örugglega skilgreind á álíka þvældan hátt).

Eru ekki betri leiðir til þess að leysa þessi vandamál, en að setja einhver ótrúlega sérhæfð, og flókin lög, sem enginn sem yfirhöfuð er að brjóta gömlu lögin á eftir að framfylgja hvort eð er, og restin af okkur á ekki eftir að muna þau, skilja þau, eða hafa tíma til að pæla í þeim?

Það er einhver alvarlegur misskilningur á orsök og afleiðingu í gangi hérna.

Þetta er bara vesen. Að öðru leyti finnst mér þó allt í lagi að bílprófsaldurinn sé hækkaður upp í 18. Ég efast ekki um að reynsluleysi sé stærri þáttur í þessu en aldur, en 17 ára krakkar ERU 17 ára krakkar eftir allt saman.

Danni (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 14:12

8 identicon

það sem vantar er betri ökukensla. æfinga brautir fyrir ökukenslu áður en farið er í umferðina, þar sem 16-17 ára geta komið og æft sig án endurgjalds, hafa brautina frátekna á ákveðnum dögum og þá geta þau æft sig eins og þau vilja.

það að taka bílpróf er dírt og þeir sem hafa minna milli handana eiga ekki að gjalda fyrir það að fá lakari kenslu(get ekki keyft nema lámarkið af ökutímun sem þarf).

það að hækka aldurinn um 1 ár hefur voðalega lítið að seigja ef ekki á að bæta kensluna því það er reinslu leisi og óöryggi sem veldur flesum slisum

eitt svona aðeins off topic er ekki þá komin tími til að lækka áfeingis aldurinn niður í 18 ár, þá ertu sjálfráða,fjárráða og mátt gifta þig en ekki treist til að opna þér einn bjór. held að það að vera treist fyrir að stjórna bíl í umferðini sé meiri ábyrð en að neyta áfeingis á ábyrgan hátt.

Bjöggi (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 14:31

9 identicon

Já, sýna tryggingarfélögin að það séu mest slys hjá þeim sem eru nýbúnir að fá bílpróf, þ.e. 17 til 18 ára. What a shock.

Ég ætla að leyfa mér að gerast svo djarfur að giska á að næsti aldur sem valdi flesti slysum eftir að þessi breyting er farin í gegn verði 18-19 ára. Ég skal éta þessa bloggsíðu ef það verður rangt hjá mér. En já, þá verðum við væntanlega komin með fín rök til hækka aldurinn í 19 og svo koll af kolli. Asnar.

Birgir (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 16:27

10 Smámynd: brahim

Það sem hafði í huga þegar ég talaði um þroska...er að um 20 ára aldur skyldi maður halda að fólk hefði betri stjórn á skyndiákvörðunum í sambandi við hraðakstur...hefði mátt koma því að áður, að orsök þessara háu slysatíðni hjá ungu fólki 17 - 18 ára er hraðakstur...og kann að orsakast eins og Silja commentaði...af þeim mikla spenningi við að fá prófið 17 ára gamall/gömul...og þá er það víst mikið sport að sýna öðrum vinum hvað maður er orðin cool og flottur...með því að spæna og spóla á malbiki...og reina síðan fyrir sér í hraðakstri og jafnvel spyrnukeppni. Þetta er því miður of algengt að þann veg fari þetta hjá mörgum ungmennunum...og þá helst hjá strákum...stúlkur virðast vera rólegri að þessu leiti en strákarnir. (er ekki enda sagt að stúlkur þroskist hraðar en strákar fram að 18 ára aldri )

brahim, 20.7.2009 kl. 20:41

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

18 ára ertu orðin sjálfráða og lögráða. ef þið teljið að einstaklingar séu ekki nóga færir til þess að keyra bíl 18 ára, þá eiga þeir ekki heldur að fá að kjósa til alþingis, fá sjálfræði í fjármálum eða verða lögráða. þessi lög eins og þau lýta út í dag eru skýrt brot á jafnræði og jafnrétti borgara íslands. 

þetta er bara forræðishyggja hjá fólki sem getur ekki hugsað sér að aðrir standi ekki og sitji eins og það vill og skipar til um. 

Fannar frá Rifi, 20.7.2009 kl. 22:35

12 Smámynd: Arnar Guðmundsson

RÍKISTJÓRNIN SKILAR GODIU VERIK

Arnar Guðmundsson, 20.7.2009 kl. 22:41

13 Smámynd: Elle_

Forræðishyggja getur gengið of langt.  Hinsvegar eru 17 ára krakkar bara 17 ára krakkar eins og vel kom fram að ofan.

Elle_, 21.7.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband