Minnir á Andy Warhol

Þessi málningarmyndverk sem hafa birst á hinum og þessum húsum svokallaðra útrásarvíkinga og bankaræningja.

Enda var Warhol þekktur fyrir að nota ljósmyndir í verk sín og fara yfir þær með smá málningarslettum.

Í þessum tilfellum er um hús að ræða, en samlíkingin góð fyrir það.

Ég segi það hreint út að ég vorkenni þessum víkingum og ræningjum ekki hið minnsta...ekki einu sinni smá...eða oggulítið.

Svo mikið hefur almenningi fengið að blæða vegna athafna þeirra og illa ígrundaðra aðgerða...eða voru þær það ekki. Hmmm (hugs, hugs)

Sveim mér þá, ég hef á tilfinningunni að í mörgu hafi svo ekki verið.

Hver hefur afleiðingin orðið. (Hugs hugs hugs) Jú skuldirnar mínar hafa hækkað um 100% ... Matvörurnar hafa hækkað, bensínið, just name it.

Húsgögn...fatnaður...bækur...námsgögn...leikföng.... just name it again.

Mér dettur ekki í hug að fordæma þessar aðgerðir Warhol sinna meðan Ríkisstjórnin aðhefst ekkert í málum Víkinga og ræningja.

Í fangelsið með þá sem stunduðuðu þessi viðskipti sem hafa komið okkur á kaldan klakkann...og eftir það skulu þeir brottrækir af landinu. For ever.

 

 


mbl.is Nágrönnum auðmanna líður illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Mér fannst þetta flott nafngift sem ung stúlka gaf verkinu í fréttatímanum í kvöld.....Blóð þjóðarinnar!!!

Anna Margrét Bjarnadóttir, 16.9.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: brahim

Já ég varð svolítið hrifin af því sem þessi unga stúlka sagði.

Og sérstaklega þessari setningu frá henni sem þú nefnir.

brahim, 16.9.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband