Afrískir símasvindlarar

Kona í Reykjavík sem lenti í símasvindli frá Túnis í síðasta mánuði segir að dóttir sín sé nú farin að fá hringingar úr skrýtnum númerum. Eftir nokkra rannsóknarvinnu komst hún að því nú væru það óprúttnir aðilar frá Sierra Leone sem væru að hrella fjölskylduna. Hún varar fólk við að svara erlendum símanúmerum sem það þekkir ekki. Sérstaklega númerum sem byrja á 232 og 216.

Til hvers er fólk að hringja í þessi númer til baka !? Ég bara spyr.

Hverslags heimska er þetta ? Ef fólk á ættingja erlendis ætti það að þekkja þau númer, þó ekki væri nema bara landsnúmerin.

Ég hef margoft fengið slíkar upphringingar, en svara þeim aldrei, hvað þá að hringja til baka...af hverju ?...jú ég þekki landsnúmerin og síðustu stafi númersins hjá þeim sem ég þekki erlendis.

Ég vorkenni þessu fólki sem svarar þessum hringingum bara akkúrat ekki neytt. Slíku fólki er rétt í rassgat rekið. (gamalt spakmæli ef þú þekkir það ekki)

Það getur sjálfu sér kennt um háa símreikninga vegna slíkrar heimsku.

Lærið símanúmer þeirra sem þið þekkið erlendis (hafið þau skrifuð niður) í það minnsta lærið landsnúmerin og í það minnsta 2 síðustu stafi númersins.

Þá þurfið þið ekki að lenda í slíku svindli sem að ofan greinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband