Brillíant sigur stelpur.

        12 - 0

69  107

Það verður ekki af þeim tekið, stelpunum í Íslenska landsliðinu að þær leggja sig ávalt 110 % fram í leikjum sínum.

Í kvöld léku þær á móti Eistlendingum, og það var ekki að sökum að spyrja. Eftir aðeins átta mínútna leik var staðan orðin 3 - 0 Margrét Lára með 1sta á 4 mínútu og 3ja markið á 9 mínútu, þar af annað úr vítaspyrnu. Dóra María skoraði annað markið á 7 mínútu.

Á sextándu mínútu skoraði Katrín Jónsdóttir gott mark, og endurtók það síðan á átjándu mínútu aftur, og þá skallamark. Staðan orðin 5 - 0.

Algerir yfirburðir Íslenska landsliðsins gegn Eistnesku stelpunum. Hefðu þess vegna getað komist í 7 - 0 sé tekið mið af færunum sem þær fengu fyrstu 25 mínúturnar.

Eistnesku stelpurnar komast varla fram yfir miðju og það kæmi mér ekki á óvart þó Íslenska liðið ynni með 8 - 10 mörkum.

MARK. Edda Garðarsdóttir skorar með langskoti á 34 mínútu. Staðan orðin 6 - 0. alveg ótrúleg frammistaða hjá stelpunum. Ætti í raun að vera 10 - 0.

MARK. Margrét Lára með annað skallamark sitt á 38 mínútu og sitt 3ja mark. Staðan 7 - 0. Hvar endar þetta. Margrét Lára er komin með 51 mark í 58 leikjum, þvílíkur markaskorari.

Hólmfríður er búin að fá nokkur tækifæri til að skora, en ekki heppnast það hingað til, hlítur að koma að því í síðari hálfleik.

Markametið hjá Íslensku stelpunum er 10 - 0 gegn Pólverjum, þannig að þær eru á góðri leið með að slá þetta met. Stelpurnar hafa átt 27 skot að marki Eista, 10 á markið, 2 varin og 1 í stöng. og 17 framhjá, flest mjög nærri markinu. þær Eistnesku aðein 2, 1 á markið sem var varið og 1 framhjá.

                            Hálfleikur komin og staðan 7 - 0

Íslensku stelpurnar byrja meða boltan og fara beint í sókn, og uppskera hornspyrnu.

MARK. Það kom að því að Hólmfríður skoraði. Og það á 49 mínútu, og staðan því orðin 8 - 0. Hólmfríður vel að þessu marki komin.

MARK. Sara Björk skorar á 54 mínútu, og staðan því orðin 9 - 0. Brillíant alveg. Eistnesku stelpurnar eru orðnar aðeins ásæknari, en heldur seint í rassinn gripið.

Mark. Hólmfríður skorar sitt annað mark á 64 mínútu. Og staðan orðin 10 - 0, og Íslensku stelpurnar búnar að jafna markametið gegn Pólverjum hér um árið.

Hef trú á að þær bæti markametið um 1 - 2 mörk áður en yfir líkur.

MARK. Hólmfríður með 3 mark sitt á 74 mínútu og þar með markametið slegið. 11 - 0,  Og ég hafði rangt fyrir mér, ég spáði 8 - 10 marka sigri.

MARK. Rakel Hönnudóttir skorar 12 markið í leiknum á 76 mínútu. Staðan 12 - 0.

Dóra María fer út af og Kristin Ýr kemur inn, á 84 mínútu. Stærsti sigur Íslenska landsliðsins er í höfn, spurning hvort þær nái að setja 1 mark enn.

En nei, Ísland sigrar Eistlendinga 12 - 0, stærsti sigur Íslensk landsliðs fyrr og síðar. Landsliðið allt og þjálfari sem og aðrir í kring um liðið eiga mikið hrós skilið.

Innilega til hamingju stelpur með sigurinn.


mbl.is Fáheyrðir yfirburðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband