Heillandi söngkona.

Barbra Streisand leikkonu og söngvara öðlaðist þá upphefð nýverið að gerð hefur verið leikfangadúkka í hennar "mynd". Sem sést hér neðar á síðunni.

Ég hef alla tíð haldið mikið upp á Streisand bæði sem gamanleikkonu en ekki síst sem söngkonu.

Hún hefur þessa mjúku, seiðandi en jafnframt sterku rödd þegar það á við. Rödd sem hefur alla tíð fallið vel að mínum eyrum.

Mér hefur alla tíð fundist hún afskaplega aðlaðandi kona, og er ekki frá því að ég hafi verið hreinlega skotin í henni hér á yngri árum.

En Streisand hefur nú ekki verið talin fegurðardrottning hingað til, orðin "fallega ljót" heyrðist oft sagt um hana. En í mínum augum hefur hún ávallt verið afskaplega heillandi kona.

2BS4      BSMG%20home%20main


Streisand sá lokaeintakið af dúkkunni í spjallþættinum hjá Oprahu Winfrey og var ekki alveg ánægð með útkomuna.

Get ég alveg tekið undir þau orð hennar. Þó Streisand sé með stórt nef af kvenmanni að vera, þá er það ekki svona þykkt og rúnnað eins og á dúkkunni né svona svona breiðleit í andliti, helgast kanski af því að munnur hennar er ekki hafður nógu stór, ekki alveg sáttur við augun heldur.

En Streisand er svipsterk kona, þannig að hún þekkist af dúkkumyndinni, Það er ekki spurning. En hefði mátt vanda örlítið betur til verks.

 


mbl.is Leikur sér að dúkkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er nefið af Cher  annars er dúkkan ljót þó svo Barbara sé góð leikkona, dúkkuna vantar karakter.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2009 kl. 16:13

2 Smámynd: brahim

Já ég held að það sé nú bara rétt hjá þér að þetta sé nefið hennar Cher fyrir nokkrum lýtaaðgerðum síðan

brahim, 28.9.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband