Ég er orðin afi :)

Jæja kæru blogg vinir, ég er orðin afi loksins. Það fæddist lítil heilbrigð og falleg dama kl. 00.29 eftir miðnættið í nótt, 16 merkur og 51 cm. Algert krútt. Mitt fyrsta afabarn InLove . Hún var svo róleg og skýr, horfði bara á þetta fólk sem í kringum hana var, og hefur sjálfsagt haldið að hún væri komin í geggjaða veröld, eins og við létum nú í kringum hana. Lét það nú samt ekkert á sig fá. Gæti trúað að hún hafi bara viljað fara í holuna sína hlýju aftur Woundering . Jæja ég verð nú að fara að kaupa skírnargjöf, því daman verður skírð uppi á spítala í dag. Heart InLove Heart

Ég verð afi í nótt :)

Eldri sonur minn hringdi rétt áðan og sagði mér að hann og unnusta hans væru komin upp á fæðingardeild. 6 cm útvíkkun og 5 mín milli verkja, svo ég vona að ég eignist mitt fyrsta barnabarn í nótt eða um morgunsárið Smile. ÉG ER AÐ VERÐA AFI Happy. Svo glaður með það. Ég að verða afi, búin að bíða lengi eftir því. Tralla tralla lei.

Sonur minn er að koma heim :)

Mikið er gott að vita til þess að sonur min er að koma heim frá Palestínu Smile, þar sem hann hefur verið síðastliðna 3já mánuði sem sjálboðaliði, og kennt ensku í háskólanum í Nablus, sem og hjálpað bændum við að taka inn olífu uppskeru þeirra. Það verður mikið gaman að hitta hann aftur eftir þessa veru hans þarna úti. Það segja þeir sem verið hafa þarna úti, að þeir hafi komið mikið breyttir heim. Það er upplifun þeirra eftir að hafa verið þarna, að lífssýn þeirra hafi breyst til muna, og að það sem áður var tekið sem sjálfsagðan hlut hefur breyst í að ekkert er svo sjálfsagt né sjálfgefið í þessu lífi.

Heimskar rjúpnaskyttur týnast.

Hvernig væri nú að skylda þessar rjúpnaskyttur til að hafa leiðsögutæki í handraðanum þegar þeim er úthlutað veiðileyfi, og að þeir sýni fram á eign á  slíkum tækjum til að fá veiðileifi. Svo ekki þurfi á hverju ári að kalla út björgunarsveitir til að leita að þessum heimskingjum sem vaða upp um fjöll og firnindi og hafa ekki hugmynd um hvert þeir eru að fara. Þessar leitir að þeim kosta mikinn pening. og fynst mér að það ætti að sekta þá sem fara af stað án fullnægjandi búnaðar.
mbl.is Leitað að rjúpnaskyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er vinnusukk í gangi á Íslandi?"

Nú er svo komið að fyrirtæki eru farin að skera niður vinnutíma fólks, um svo og svo mörg prósent, nú eða hreinlega segja fólki upp. Ég þekki til hjá ýmsum fyrirtækjum í gegnum ættingja sem lent hafa í þessum niðurskurði. Og í því sambandi hefur það vakið furðu mína að þeir sem lægst eru settir innan fyrirtækis, og hafa lægstu launin lenda verst út úr þessu öllu saman. Það eru þeir sem verða fyrir skerðingu allt að 50% eða látnir bara taka pokann sinn, meðan þeir sem mun hærri laun hafa, taka á sig einungis 10% lækkun launa/starfshlutfall. Eins og vélstýran orðar það hún Anna K K. " Er vinnusukk í gangi á Íslandi?" Það er og hefur verið landlægur andskoti hjá þeim sem vinna á skrifstofu og/eða bera einhversskonar titil í sinni vinnu, að álíta sem svo að þeir lægstlaunuðu sé heppilegur hópur til að fórna þegar illa árar, þrátt fyrir að það sé sá hópur sem vinnur vöruna til þess að koma henni út " framleiðslufyrirtæki " svo fyrirtækin geti nú sent út reikninga og fengið greitt fyrir sína vöru. Þætti gaman að sjá skrifstofu og titla liðið fara í þau störf, yeah right. Langar að taka eitt dæmi um fyrirtæki sem ekki gerir þessa hluti, að lækka starfshlutföll um 50% hjá sumum en aðeins 10% hjá yfirmönnum og þeim hæstlaunuðu. "svo er mér sagt í.þ.m." En það er MS. Þar er 10% lækkun á línuna nema hjá þeim sem lægstu launin hafa, þeir missa ekkert. Þetta er dæmi um vel rekið fyrirtæki. Og eins og einn verslunareigandi sagði. Ef fyrirtæki eru vel rekin, þá þarf ekki að nota þá aðferð sem mörg fyrirtæki nota og ég hef nefnt hér að ofan. Lykilorðið er "hagræðing" á kostnað allra en ekki bara sumra.


Eru vasar Jóns Ásgeirs botnlausir ?

Alveg er það ótrúlegt hvað þessi maður hefur mikið milli handana í þessari kreppu sem nú ríkir, og það þrátt fyrir að hafa misst svo mikið að eigin sögn . Og hverskonar plott stundar þessi maður með því að kaupa af sjálfum sér hlut úr fyrirtæki sem hann...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband