fim. 26.6.2008
Herbert Guðmundsson tapar dómsmáli
Alveg er maður gáttaður á þessu blessaða dómskerfi okkar hér á Íslandi. Hvernig er hægt að dæma mann til að taka þátt í þakviðgerðum á raðhúsi því sem hann býr í þegar hann hafði þegar sjálfur látið gera við sinn hluta af þakinu ! Ef ég man þá frétt sem kom í blöðin á sínum tíma, þá sagði Herbert að hann hefði látið gera við sinn hluta.Og samkvæmt þessum dómi þá skiptir það ekki nokkru máli þó að það þurfi ekki að laga hans hluta af þakinu aftur. Hann skal gera það samkvæmt þessum dómi. Af hverju höfðu nágrannar hans ekki hugsun á að gera slíkt hið sama þegar Herbert stóð í því að láta gera við sitt þak? Hverskonar fólk á hann sem nágranna ! Þau virðast vera að reyna að sleppa ódýrara sjálft frá þessum viðgerðum, og það á kostnað nágranna síns. Svona fólk myndu flestir kalla #.%"#. En ef ég fer með rangt mál um að Herbert hafi gert við sinn hluta af þakinu, þá að sjálfsögðu á hann að taka þátt í viðgerðinni. En ég held að ég muni þetta þó rétt sem Herbert lét frá sér fara þegar málið byrjaði. Og því er þessi dómur samkvæmt því í hæsta máta ósanngjarn.
Herbert Guðmundsson tapar dómsmáli - boðar til blaðamannafundar
Dómur er fallinn í þakmálinu" svokallaða, en þar stríddi Herbert Guðmundsson söngvari við nágranna sína og neitaði að taka þátt í viðgerðum á raðhúsalengjunni sem hann býr í. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Herbert ætti að greiða 3,9 milljónir króna til húsfélagsins auk málskostnaðar. No comment," sagði Herbert þegar Vísir hafði samband við hann. Við erum að fara yfir dóminn og ætlum ekki að tjá okkur um hann strax. Þetta er algjör skandall og við munum boða til blaðamannafundar á næstunni," sagði söngvarinn.
Málið snérist um að Herbert og eiginkona hans neituðu að klæða þakið á raðhúsi sínu í Breiðholtinu. Nágrannar hans í raðhúsalengjunni voru hins vegar á því að aðgerðin væri nauðsynleg og stofnuðu húsfélag til að halda utan um framkvæmdina.
Herbert benti á að ekkert væri að sínu þaki og því óþarfi að klæða það að nýju. Hann neitaði því að borga sinn hluta af kostnaðinum og fór svo að lokum að nágrannarnir drógu hann fyrir rétt sem tók afstöðu með stefnendum í málinu. Herbert og kona hans voru því dæmd til að greiða 3,9 milljónir til húsfélagsins auk þess sem 1200 þúsund króna málskostnaður fellur á þau.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 22.6.2008
Sorgleg frétt.
Einungis fjórir fundir á lífi eftir ferjuslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
lau. 14.6.2008
Dýr dráttur.
Hann varð dýr drátturinn hjá henni Maríu Monaco á Ítalíu. Kostaði hana 18 ár af frelsi hennar. Ég var að hugsa . Datt engum í hug í þessu blessaða þorpi að spyrja um hana Maríu þegar hún hvarf bara sisvona dag einn fyrir 18 árum ? Það eru greinilega mörg dimm skúmaskotin í henni veröld okkar. Annars getið þið lesið um þetta sem og séð myndir af aðbúnaði hennar Maríu Monaco, sem og myndir af kvölurum hennar með því að klikka á linkinn hér að neðan.
Lokuð inni í 18 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 12.5.2008
Madonna ættleiðir barn
Styður Madonnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 7.5.2008
Ætti að vera létt verk að finna kauða
Myndir birtar af bankaræningja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 4.5.2008
Leikmenn Barcelona hrukku heldur betur í gang
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)