Færsluflokkur: Bloggar

Könnun fréttablaðsins .

Ætti frekar að setja fé í að minnka skuldir hinna verst stöddu en skuldir allra?

könnun

Eins og sést er þessi könnun þeim verst settu í óhag...dæmigert fyrir Íslendinga þegar þeir svara nafnlaust.

Ef þetta sama fólk væri spurt auglitis til auglitis eða fyrir framan sjónvarps myndavél...þá er nokkuð öruggt að útkoman myndi verða gjörólík.

Meirihlutinn myndi svara...jú að sjálfsögðu á að hjálpa þeim sem verst eru staddir...frekar en þeim sem vel eða betur eru staddir.

Hræsni Íslendinga ríður ekki við einteyming í þessu frekar en svo mörgu öðru...hef alltaf sagt það og segi það enn, að Íslendingar eru yfirborðskenndir og eiginhagsmunaseggir nánast upp til hópa.

Þetta er að sjálfsögðu mín skoðun og þarf ekki að endurspegla skoðun annarra Íslendinga...Svo notaður sé breyttur frasi sem oft heyrist.


Að flýja sökkvandi skip...

Ýmsir hafa gert það eins og sannast hefur á undanförnum mánuðum...samanber útrásarvíkingar og margur bankaræninginn sem svo er kallaður.

Þeir hafa flúið land með tugi og jafnvel hundruð milljóna af illa fengnu fé. Fleiri en þeir hafa gert það...eins og sést á þeim tölum um fólk sem almennt yfirgefur landið.

En því miður er maður bundin átthagafjötrum vegna ástandsins hér...ég hef mínar skuldir eins og margur annar (yfir 90% af ráðstöfunartekjum...hjá mér) örugglega fleiri í sömu sporum og ég.

Gæti svo sem flúið þær ábyrgðir...en það er bara ekki ég...gæti ekki haft það á samviskunni að láta skuldir falla á ábyrgðarmenn.

Þó er til fólk sem vílar sér ekki fyrir slíku og flýr land...en það fólk verður að hafa það á sinni samvisku...og að sjálfsögðu er til fólk sem lætur slík smámál ekki á sig fá...og lætur öðrum um að borga fyrir sig skuldirnar...engar andvökunætur þar yfir slíkum smámunum.

En að sjálfsögðu á þetta ekki við um alla sem yfirgefið hafa landið...vonandi að það séu sem fæstir sem hafa skilið eftir sig brunarústir einar.


mbl.is Íslendingar sagðir flýja sökkvandi skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Duhh

Halda menn að þetta séu einhverjar nýjar fréttir ?...hef vitað þetta í um 30 ár eða lengur...

Og alkahól er ekki það eina sem er bundið genatískum áhrifum...sama má segja um kókaín og tóbak.

Held að flestir þekki fjölskyldur þar sem fleiri en 2 eða 3 eru háðir þessum efnum ?

Sama má segja um fjölskyldur þar sem ekkert af þessu er "vandamál"

Svo segið okkur eitthvað nýtt !


mbl.is Vínhneigðin í genunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Féll af "sínum" háa hesti

gth0403l

Fall er farar heill segir einhversstaðar...veit ekki um forseta vor...ekki í fyrsta sinn sem hann fellur af hesti í þeirri eiginlegu merkingu...

Hann hefur einnig fallið af þeim háa hesti sem hann sat á þegar hann mærði útrásarvíkingana hér áður...lesist "fyrir hrun"

Enda heyrst lítt í blessuðum forseta okkar síðan þá...enda vilja menn síður að lofgjörðir þeirra um glæpamenn séu um of í hávegum hafðar eftir að hafa fallið úr þeim söðli. Whistling


mbl.is Ólafur Ragnar slasaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ræna sökkvandi skip ?

bonus

Ég held að það eigi engin nógu sterk lýsingarorð yfir framkomu og ætlun þessara manna..Sick

Svo ég spyr...má segja að þeir séu illa haldnir af...
 
Alvarlegum ranghugmyndum...

Veruleikafirringu...

Óskammfeilni...

Spilltu siðferði...

Skítlegu eðli...

Viskuþurrð...

Heila leka...

Æruleysi...

Siðleysi...

Græðgi...

Svari nú hver fyrir sig.


mbl.is Stjórnendur vilja milljarða í bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin skeinipappír á Kúbu

no toilet paper 123675

Þá held ég að fari nú að fækka bókum og blöðum á Kúbönskum heimilum.

Hef grun um að óvenju mikið verði um útlán bóka og tímarita í Kúbönskum bókasöfnum á næstunni...sem verður víst óhægt um vik að skila aftur eins og gefur að skilja Crying

Ja ekki nema hinn eini sanni vinur Kúbu, hann Hugo Chávez sendi þeim eins og einn skipsfarm af skeinipappírsrúllum Tounge

Hann gefur þeim jú 100.000 olíuföt á mánuði svo Kúbverjar geti ekið um á dráttarvélunum sínum.

Því ekki er til bensín á Amerísku bensínhákanna þeirra.

 


mbl.is Fokið í flest skjól á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hverja er Matarklúbburinn á Skjá 1 ?

Hann er í það minnsta ekki fyrir félítið fólk...svo mikið er víst. T.d. Atvinnulausa - Öryrkja - Eldri borgara né lágtekjufólk.

Enda rekur matreiðslukonan veitingastaðinn Fish Market sem telst nú ekki sá ódýrasti í bænum.

hrefna2 Um kokkinn

Maturinn sem og annað hráefni sem hún notar er svo sannarlega ekki af ódýrasta taginu.

Humar - Lambalundir - Kálfaribeye - Stórlúðusteik - Lambakótilettur.

Fyrir mína parta er þessi þáttur eingöngu fyrir þá sem hafa slatta af fé milli handanna...sem og góðan tíma til að elda.

en ekki okkur hin sem rétt skrimtum á bótum og lífeyrisgreiðslum.

Þetta er það sem ég myndi kalla ´2007 þátt...Þáttur sem er algerlega á skjön við allt á árinu ´2009.

Annars getið þið séð uppskriftirnar Hér.

bon appetit.

 


Hræsni og ekkert annað.

506927A

Skyldi þessi hópur hafa mótmælt ef að Írakinn hefði ekki átt barn með Íslenskri konu ?

Er stórlega efins um það...Þetta er ekkert annað en hræsni af verstu sort.

Nema þetta hafi verið ættingjar konunnar.


mbl.is Tveir handteknir vegna mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

15 ára stúlku nauðgað

8d04f5874fac4565b83ab53abdbeff69 DSC 0067

þýtt:KE/brahim

2 menn, 26 og 22 ára voru handteknir fyrir að nauðga 15 ára stúlku í Randers seint á Föstudagskvöld. Þetta upplýsti Lögreglan í Østjyllands.

Stúlkan var með 4 vinkonum sínum í miðbæ Randers, þar sem hátíð var í gangi.

Um ellefu leitið þetta Föstudagskvöld gáfu 2 menn sig að tali við stúlkurnar úr bíl sínum við St.Morten Stræti í miðbæ borgarinnar.

Munu stúlkurnar hafa spjallað við mennina um stund þar til ein stúlknanna þáði boð mannanna um að aka um bæinn.

Eftir um 1 og hálfan tíma skiluðu mennirnir henni aftur til Randers að sögn Rannsóknarlögreglumannsins Frits Kjeldsen.

Eins og staða málsins er núna mun aðeins annar mannanna hafa nauðgað stúlkunni meðan hin stóð hjá og fylgdist með að sögn Lögreglumannsins.

 


Artic Sea er fundið.

a3a8337b17944fc7a5de5407a90439a6 arcticSea

Þýtt af KE/brahim.

"Týnda skipið" er fundið...Að sögn Varnarmálaráðherra Rússa Anatoly Serdjukov tóku Rússar skipið sem er í eigu Finnsks skipafyrirtækis úti við ströndu Cape Verde eyjar.

Áhöfnin, 15 Rússar er sögð við góða heilsu og er nú um borð í Rússneska skipinu að sögn Ráðherrans.

Hvarf skipssins Artic Sea hefur verið lögreglu sem og yfirvöldum í Evrópu og Norður Afríku mikið umhugsunarefni eftir að það hvarf úr Sænskri lögsögu þann 30 Júlí sl.

Eigendur skipsins sem eru Rússnesk ættaðir höfðu ekki haft samband við Finnsk eða Sænsk yfirvöld fyrr en nokkrum dögum eftir hvarf skipsins.

Skipið sem siglt hefur undir Maltneskum fána var ætlað að koma til Alsír þann 4 ágúst með timburfarm metinn á nokkrar milljónir dollara...en eins og flestir vita þá kom það aldrei þangað.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband