sun. 6.7.2008
Eftirför og Hasar jibbý.
Eftirför og hasar, nú komust óreindir lögreglumenn í feitt. Maður á ofsahraða eftir suðurlandsvegi og þeir á eftir, þar til þeir gátu ekið utan í bílinn og velt honum ! Var það ætlunin ? var pælt í því að ökumaðurinn hefði getað stórslasast eða látið lífið ? Auðvitað þarf að stöðva svona ökumenn, en þarf að gera það á þennan hátt ? Held ekki. Annað hvernig var ökulag/hraði þessa manns áður en lögreglan varð var við hann og setti sírenurnar á ?
"Um tíuleytið í gærkvöldi var tilkynnt um aðfinnsluvert aksturslag á Toyota Landcrusier jeppa á Suðurlandsvegi. Er lögreglan gaf bifreiðinni stöðvunarmerki við Rauðavatn sinnti ökumaður því engu og jók hraðan, ók suður Breiðholtsbraut, fram úr bílum öfugu megin og inn í Árbæinn. Þar var ekið á ofsahraða eða allt að 100 km / klst þar sem hámarkshraði er 30km klst ökumenn og gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa að forða sér frá."
Sagt er í fréttinni að lögreglan hafi sett upp lokanir og hindranir eins og það kallast en ekki útlistað nánar. Ég velti því fyrir mér að fyrst þeir höfðu tíma til þess í þessu tilfelli sem og mörgum öðrum svipuðum, að afhverju í drottins nafni eru þeir ekki búnir að fá sér það tæki sem að ég held að lögreglan víðast hvar í nágrannalöndum okkar hefur fengið sér og notar með mjög góðum árangri, en það er svokallað GADDA/NAGLA TEPPI sem lagt er yfir vegi til að stoppa ökuníðinga af. Því þegar ekið er yfir þessi teppi þá springur á öllum hjólbörðum og eftirleikurinn yfirleitt auðveldur eftir það að ná þrjótnum. Hvernig væri að Lögreglan færi nú að fá sér slíkt teppi ! áður en þeir drepa einhvern í heimskulegum eltingarleik, því það mun koma að því einhvern daginn.
Líkamsárásir og eftirför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef mig minnir rétt að þá eiga þeir svona eða voru með svona og hafa beitt því einu sinni,en það var einhvern tímann er þeir stöðvuðu ökumann á vörubíl einum.
Landi, 7.7.2008 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.