fös. 19.9.2008
Hrottalegt ofbeldi gagnvart börnum sínum
Grunur um hrottalegt líkamlegt ofbeldi,
Það vill svo til að mér er kunnugt um hver þessi maður er sem talað er um í þessari frétt. Ég taldi reyndar að börnin hefðu verið tekin af honum fyrir mörgum mánuðum síðan, og að foreldrar hans hefðu fengið forræðið. Sem varð reyndar um síðir. Hann var giftur þeirri konu sem nefnd er í fréttinni í mörg ár, en það gekk því miður ekki vegna ofbeldis eiginmannsins gagnvart eiginkonunni. Sem reyndi þó alltaf að fela ofbeldið, þó að sægist á henni. Hún er þó ekki saklaus í þessu máli. Eftir skilnaðinn, var konan með börnin en því miður féll hún í gryfju alkahóls og fíknar. Þegar það hafði gengið um tíma fékk faðirinn fullan umráðarétt yfir börnunum, og hélt fólk að nú væru málin komin í góðan farveg, en því miður var svo ekki. Því hann var og er haldin geðrænum kvillum sem engin hafði gert sér grein fyrir, fyrr en of seint. Mér er kunnugt að honum var vikið úr starfi því sem hann hafði gegnt um nokkurra ára skeið, en þó ekki fyrr en honum hafði verið gefið tækifæri til að leita sér lækninga, sem virðist ekki hafa gengið upp. Þetta er maður sem alltaf kom vel fyrir í fjölskylduboðum sem og annarsstaðar, svo vel gat hann falið kvilla sinn fyrir öðrum. En sem betur fer komst upp um hann og ofbeldi hans gagnvart börnum sínum, sem því miður munu bera þess merki um þetta ofbeldi um langan tíma, ef ekki alla æfi. Því ofbeldið byrjaði ekki eftir að hann fékk forræðið, heldur þegar hann var enn giftur móður barnanna, sem því miður virðist ekki verða fær um að annast börnin sín um ókomin tíma. Þetta mál er ein sorg frá upphafi til enda. Ég vona svo sannarlega að börnin nái jafnvægi í höndum afa síns og ömmu. Og að foreldrar þeirra komist aldrei nálægt þeim.
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið yfirheyrður af lögreglu vegna gruns um hrottalegt ofbeldi gagnvart þremur börnum sínum, tveimur stúlkum og dreng sem eru á aldrinum átta til fjórtán ára. Börnin bjuggu hjá föður sínum.
Málið kom inn á borð rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins frá barnaverndarnefnd í sveitarfélaginu þar sem brotin komust upp. Líkt og í fréttum Stöðvar 2, þar sem fyrst var greint frá málinu á miðvikudagskvöld, verður bæjarfélagið þar sem maðurinn hefur búið með börnum sínum ekki gefið upp vegna hugsanlegra afleiðinga þess fyrir fórnarlömb ofbeldisins, að öðru leyti en að það er á höfuðborgarsvæðinu.
Börnin búa nú hjá ömmu sinni og afa. Móðir þeirra hefur ekki búið á heimilinu um nokkurt skeið en hún hefur átt við vímuefnavanda að stríða og því hafa börnin búið hjá föður sínum einum.
Samkvæmt heimildum 24 stunda er málið litið alvarlegum augum. Áverkar eftir eggvopn voru á einu barnanna en talið er að hnífum hafi verið kastað í það. Þá er einnig uppi grunur um langvarandi hrottalegt líkamlegt ofbeldi. Engar vísbendingar hafa komið fram um að börnin hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu föður síns. Því hefur Barnahús ekki haft afskipti af málinu en einungis kynferðislegt ofbeldi kemur inn á borð þess.
Rannsókn á málinu er stutt á veg komin og verst lögregla frekari frétta af því. Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa beitt börn sín ofbeldi er ekki í haldi í lögreglu þar sem vísbendingar barnaverndarnefndar um hrottalegt ofbeldi gagnvart börnunum hafa ekki verið rannsakaðar að fullu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.