sun. 2.11.2008
Eru vasar Jóns Ásgeirs botnlausir ?
Alveg er það ótrúlegt hvað þessi maður hefur mikið milli handana í þessari kreppu sem nú ríkir, og það þrátt fyrir að hafa misst svo mikið að eigin sögn . Og hverskonar plott stundar þessi maður með því að kaupa af sjálfum sér hlut úr fyrirtæki sem hann var og er stór eigandi að . Ég hef því miður ekkert viðskiptavit að ráði, og er þessi gjörningur því ofar mínum skilningi . Sem og flestra annarra að ég tel.
Og nú er fjölmiðlafrelsið farið norður og niður, eða halda menn að umræðan um þátt Jóns Ásgeirs í útrásinni verði sanngjörn á Stöð 2 ? Ekki láta það hvarfla að ykkur að svo verði .
Félag Jóns Ásgeirs keypti fjölmiðla 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er bara eigna tilfærsla....... ekkert annað.
Kærleiksknús
Vilborg Auðuns, 2.11.2008 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.