Er vinnusukk í gangi á Íslandi?"

Nú er svo komið að fyrirtæki eru farin að skera niður vinnutíma fólks, um svo og svo mörg prósent, nú eða hreinlega segja fólki upp. Ég þekki til hjá ýmsum fyrirtækjum í gegnum ættingja sem lent hafa í þessum niðurskurði. Og í því sambandi hefur það vakið furðu mína að þeir sem lægst eru settir innan fyrirtækis, og hafa lægstu launin lenda verst út úr þessu öllu saman. Það eru þeir sem verða fyrir skerðingu allt að 50% eða látnir bara taka pokann sinn, meðan þeir sem mun hærri laun hafa, taka á sig einungis 10% lækkun launa/starfshlutfall. Eins og vélstýran orðar það hún Anna K K. " Er vinnusukk í gangi á Íslandi?" Það er og hefur verið landlægur andskoti hjá þeim sem vinna á skrifstofu og/eða bera einhversskonar titil í sinni vinnu, að álíta sem svo að þeir lægstlaunuðu sé heppilegur hópur til að fórna þegar illa árar, þrátt fyrir að það sé sá hópur sem vinnur vöruna til þess að koma henni út " framleiðslufyrirtæki " svo fyrirtækin geti nú sent út reikninga og fengið greitt fyrir sína vöru. Þætti gaman að sjá skrifstofu og titla liðið fara í þau störf, yeah right. Langar að taka eitt dæmi um fyrirtæki sem ekki gerir þessa hluti, að lækka starfshlutföll um 50% hjá sumum en aðeins 10% hjá yfirmönnum og þeim hæstlaunuðu. "svo er mér sagt í.þ.m." En það er MS. Þar er 10% lækkun á línuna nema hjá þeim sem lægstu launin hafa, þeir missa ekkert. Þetta er dæmi um vel rekið fyrirtæki. Og eins og einn verslunareigandi sagði. Ef fyrirtæki eru vel rekin, þá þarf ekki að nota þá aðferð sem mörg fyrirtæki nota og ég hef nefnt hér að ofan. Lykilorðið er "hagræðing" á kostnað allra en ekki bara sumra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: brahim

" Er vinnusukk í gangi á Íslandi?"  Þessi lína er fengi frá Önnu vélstýru.

brahim, 2.11.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband