mið. 5.11.2008
Ég er orðin afi :)
Jæja kæru blogg vinir, ég er orðin afi loksins. Það fæddist lítil heilbrigð og falleg dama kl. 00.29 eftir miðnættið í nótt, 16 merkur og 51 cm. Algert krútt. Mitt fyrsta afabarn
. Hún var svo róleg og skýr, horfði bara á þetta fólk sem í kringum hana var, og hefur sjálfsagt haldið að hún væri komin í geggjaða veröld, eins og við létum nú í kringum hana. Lét það nú samt ekkert á sig fá. Gæti trúað að hún hafi bara viljað fara í holuna sína hlýju aftur
. Jæja ég verð nú að fara að kaupa skírnargjöf, því daman verður skírð uppi á spítala í dag.
Athugasemdir
Innilegar hamingjuóskir gaman af þessum litlu krílum
Kristberg Snjólfsson, 5.11.2008 kl. 13:27
Innilegar hamingjuóskir með litlu dömuna, þetta er yndislegt.
Þú kemur nú til með að dekra hana út í eitt.......
Lauja, 5.11.2008 kl. 13:28
Já hún verður sko dekruð, enda fyrsta barnabarnið . Hlakka til að heyra nafnið sem hún verður skírð í dag.
brahim, 5.11.2008 kl. 13:36
Gleymdi einu. Takk fyrir hamingjuóskina Lauja.
brahim, 5.11.2008 kl. 13:39
Innilega til hamingju með afa prinsessuna þína,skiljanlega stoltur af þessu litla kraftaverki
ps. þú verður nú að sýna okkur mynd og segja okkur nafnið
Líney, 5.11.2008 kl. 14:10
Til hamingju......ég heyri á þér að þú ert að springa úr stolti
Solla Guðjóns, 5.11.2008 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.