mán. 13.7.2009
Segir ríkisborgaraprófin mismuna á margan hátt
Hafsteinn Gunnar Haukson skrifar á Vísir.isÞegar ráðuneyti segir að prófin eigi að vera hjálpartæki fyrir innflytjendur til að aðlaga sig en ekki sía, þá fellur það náttúrulega um sjálft sig," segir Ingibjörg Hafstað, yfirmaður íslenskukennslu í Alþjóðahúsinu. Hún er afar óánægð með ríkisborgaraprófin í íslensku sem lögð voru fyrir í fyrsta sinn í júní og ætlar að fá þá sem féllu til að kæra prófin.
Alls féllu tólf umsækjendur á prófinu og fá því ekki ríkisborgararétt líkt og þeir stefndu að. Ingibjörg segir prófið mismuna umsækjendum á margan hátt.
Það er verið að sigta út ákveðinn hóp fólks sem ekki fær ríkisborgararétt," segir Ingibjörg.
Hún nefnir sem dæmi að Asíubúar sem tali svokölluð tónamál eigi mun erfiðara með að læra íslensku en Evrópubúar, enda tungumál málsvæðanna í grundvallaratriðum ólík og stafróf þeirra sömuleiðis. Því til stuðnings segir hún meirihluta þeirra sem féllu á ríkisborgaraprófinu vera Víetnama, þó dómsmálaráðuneytið hafi enn ekki staðfest það.
Þá segir hún illa menntað og fullorðið fólk eiga erfiðara með að ná prófinu en aðrir. Ingibjörg gagnrýnir einnig reglugerðina um prófin og segir hana útiloka ólæsa frá því að fá ríkisborgararétt.
Það er stefna stjórnvalda að ólæsir fái ekki ríkisborgararétt. Það er ekki hægt að túlka þessa grein öðruvísi," segir Ingibjörg og vísar til fimmtu greinar reglugerðarinnar.
Þar segir: Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðstoð í próftökunni við þá sem eru óskrifandi eða ólæsir á latneskt letur ef ætla má að þeir gætu náð þeirri færni með hefðbundnu lestrar- og skriftarnámi."
Það þýðir ekki að segja við ólæsan einstakling: Reyndu samt."
Alls féllu tólf umsækjendur á prófinu og fá því ekki ríkisborgararétt líkt og þeir stefndu að. Ingibjörg segir prófið mismuna umsækjendum á margan hátt.
Það er verið að sigta út ákveðinn hóp fólks sem ekki fær ríkisborgararétt," segir Ingibjörg.
Hún nefnir sem dæmi að Asíubúar sem tali svokölluð tónamál eigi mun erfiðara með að læra íslensku en Evrópubúar, enda tungumál málsvæðanna í grundvallaratriðum ólík og stafróf þeirra sömuleiðis. Því til stuðnings segir hún meirihluta þeirra sem féllu á ríkisborgaraprófinu vera Víetnama, þó dómsmálaráðuneytið hafi enn ekki staðfest það.
Þá segir hún illa menntað og fullorðið fólk eiga erfiðara með að ná prófinu en aðrir. Ingibjörg gagnrýnir einnig reglugerðina um prófin og segir hana útiloka ólæsa frá því að fá ríkisborgararétt.
Það er stefna stjórnvalda að ólæsir fái ekki ríkisborgararétt. Það er ekki hægt að túlka þessa grein öðruvísi," segir Ingibjörg og vísar til fimmtu greinar reglugerðarinnar.
Þar segir: Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðstoð í próftökunni við þá sem eru óskrifandi eða ólæsir á latneskt letur ef ætla má að þeir gætu náð þeirri færni með hefðbundnu lestrar- og skriftarnámi."
Það þýðir ekki að segja við ólæsan einstakling: Reyndu samt."
Ef þú ert illa læs á þitt móðurmál og þarft svo að læra nýtt letur, þá er eiginlega ómögulegt að verða sæmilega læs á mál sem þú kannt ekki.," segir Ingibjörg. Hún gerði að eigin sögn athugasemdir við reglugerðina þegar hún var samin sem ekki voru teknar til greina.
Ingibjörg reynir nú að hafa uppi á þeim einstaklingum sem féllu á ríkisborgaraprófinu og fá þá til að kæra prófið til umboðsmanns alþingis fyrir brot á jafnræðisreglu.
Athugasemdir
Ég verð að taka undir það sem þú skrifar hér brahim. Ég hef ekkert á móti fólki af erlendum uppruna og þekki sjálf slatta (enda þó nkkuð mikið af erlendu fólki búið að vera hér sem ég bý og næstu nágrannar mínir)..
Það sem ég hef aldrei skilið er þetta:
Hvernig virkilega er hægt að ráða fólk sem talar ekkert annað en sitt eigið tungumál í vinnu?
Það ætti þá að þurfa að ráða túlk á alla vinnustaði líka en við vitum að svo er nú ekki fyrir að fara.
Það eru svo sem námskeið fyrir þetta fólk en þeim er svo sem ekkert endilega kynntur réttur sinn til að sækja þau..
En ef þú skilur ekki tungumálið sem er talað í andinu sem þú ert kominn til að vinna í..þú kannt ekki ensku ..sem jú flestir í dag kunna þó svo fyrrverandi austan tjalds búar séu á eftir þar enda ekki skrítið þar sem það mál var svo gott sem bannað...
Ég vil enn og aftur taka undir þetta sem þú segir hér en að það sé skylda að læra íslensku í 3 mán áður en þú ferð að vinna..og mér finnst líka að eigi að kenna um leið lög, reglur og skyldur sem eru í landinu og hver réttindi þeirra eru...
Held að þetta verði að vera tekið upp núna ekki síst þegar orðið er nóg af íslendingum sem hefur tapað atvinnunni síðustu mán eftir fjárans banka krassið...
Agný, 13.7.2009 kl. 21:50
Ég er sammála þér Agný, en gleymdi aðeins að minnast á það sjálfur að auðvitað á um leið og fólki er gert að læra tungumálið, að það skal upplýst um lög og reglur sem og skyldur og rétt þeirra hér. Og eins og þú segir, þá er hér ekki um að ræða að vera á móti fólki af erlendum uppruna. Var sjálfur giftur konu frá Írak. Ég get reyndar nefnt hér dæmi um erlendar konur er starfa á ákveðnu elliheimili í austurborg Reykjavíkur. Þær tala ekki íslensku, eða sama og ekkert. Kanski eins og orðaforði 2ja ára krakka myndi vera, og varla það. Konur sem þar vinna og eru mér kunnugar eru alveg fjúkandi reiðar yfir þessu, vegna þess að með því að tala ekki málið þá eru þær ekki færar um að hugsa um gamla fólkið á þessu elliheimili eða skilja það sem það biður um, sem vanalega er nú ekki mikið að mér skilst. En halda samt vinnuni!! viðkvæði þeirra er ávallt "Ég ekki skilja" þegar reynt er að tala við þær um að læra málið og sinna gamla fólkinu betur. Þessi 3 orð geta þær þó sagt mjög skírt ! einkennilegt.
brahim, 14.7.2009 kl. 13:18
Útlendingar sem vilja búa hér eiga að geta lært Íslensku,þeir sem geta það ekki eiga ekki heima hér.
Útlendingar sem vinna hér eiga að þjóna hagsmunum Íslands fyrst og fremst , Ísland á ekki þjóna hagsmunum útlendinga
Alexander Kristófer Gústafsson, 14.7.2009 kl. 23:22
Sammála...við eru ekki hér til þess að breyta okkar högum fyrir þá...hvað þá að þurfa að tala annað tungumál en okkar eigið...til þess eins að geta gert okkur skiljanleg við þá innflytjendur sem vilja vera/koma hér til að vinna og búa.
brahim, 15.7.2009 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.