mán. 27.7.2009
Afhverju er þessir menn ekki sendir rakleiðis úr land ?
Í stað þess að dæma þá í 30 daga fangelsi með tilheyrandi kostnaði !?... Kostnaðurinn vegna þessara 6 manna sem hér að neðan greinir er 604,826 kr...sem er aðeins málskostnaðurinn...
Að minnsta kosti sex dómar hafa verið kveðnir upp frá áramótum.
8. maí 2009: Sómalskur ríkisborgari, sem kom frá Ítalíu, framvísaði sænsku vegabréfi í Leifsstöð. 30 daga fangelsi - Málskostnaður 87.150 krónur.
10. júní 2009:Ríkisborgari frá Sri Lanka sem kom frá Osló, framvísaði Singapore vegabréfi. Eins mánaðar fangelsi - Málskostnaður 125.000 krónur.
10. júní 2009: Íraskur ríkisborgari sem kom frá Osló, framvísaði sænsku vegabréfi. Eins mánaðar fangelsi - Málskostnaður 125.000 krónur.
12. júní 2009: Afganskur ríkisborgari sem kom frá Kaupmannahöfn, framvísaði sænsku vegabréfi. Eins mánaðar fangelsi - málskostnaður 85.408 krónur.
12. júní 2009:Moldóvskur ríkisborgari sem kom frá Kaupmannahöfn, framvísaði ísraelsku vegabréfi. Eins mánaðar fangelsi - Málskostnaður 85.407 krónur.
18. júní 2009:Nígerískur ríkisborgari sem kom frá Alicante, framvísaði kanadísku vegabréfi. 30 daga fangelsi - Málskostnaður 96.861 króna.
Ef ég man rétt er kostnaður á hvern fanga um 20.000 kr. á sólarhring...þannig að fyrir þessa 6 menn í 30 daga fangelsi er kostnaðurinn 6,3 milljónir + málskostnaðurinn 604,826 kr. gera samtals = 6,904,826 kr.
þá er óupptalinn annar kostnaður við veru þessara manna hér...hún er með ólíkindum þessi vitleysa í yfirvaldinu hér á Íslandi...
Tökum upp sömu lög og Danir gerðu nýverið varðandi svona fólk sem og innflytjendur sem gerast brotlegir við hegningarlög...Handtökum þá...dæmum...og sendum úr landi...innan 24ura stunda...með ævilöngu komubanni til landsins.
Með stolið vegabréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Viðkomandi ætti náttúrulega að fara með næstu vél beint til baka, með lágmarksgeymslukostnaði (í mesta lagi fangaklefi eina nótt). Hef grun um að hér blandist Schengen ruglið inní. Við getum þakkað Halldóri Ásgrímssyni fyrir aðild okkar að Schengen. Hvílíkt rugl.
Hvumpinn, 27.7.2009 kl. 16:45
Nú segir í lögum að heimilt sé til að senda þetta fólk rakleiðis til baka til síns heimalands eða upprunalands...Þess vegna skylur maður ekki afhverju þessi háttur er hafður á í svona tilfellum hér .
brahim, 27.7.2009 kl. 16:52
Tek undir að fangelsisvist fyrir að koma inn í landið á stolnum eða fölsuðum skilríkjum er tilgangslaus. Það væri áhugavert að sjá útreikninga á kostnaði ríkisins við vistun þessara manna. Þarna má eflaust skera niður í ríkisútgjöldum.
Arndís (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 16:54
Klárlega mætti skera niður þennan kostnað hjá ríkinu...1 farmiði á haus beint úr landi er ódýrasta lausnin. Nú eða láta fólkið borga það sjálft ef það getur...þá er kostnaðurinn 0 kr.
brahim, 27.7.2009 kl. 17:00
Hvernig væri aðeins að hugsa málið...
Ef þú kíkir á uppruna þessa fólks þá sérðu hvaðan það kemur ....frá löndum þar sem fólk nýtur ekki mikilla mannréttinda og/eða stríðsástand ríkir
Fólk sér þá kannski að möguleikar sínir til að halda sig frá heimalandinu aukist með annað vegabréf en sitt eigið. Auðvitað á að kanna aðstæður viðkomandi einstaklings heima fyrir áður en hann er sendur með frímerki á rassgatinu þangað aftur
Eða finnst fólki við ekki eiga neinar skyldur við t.d fólk sem flýr Írak?
Heiða B. Heiðars, 27.7.2009 kl. 17:10
Ef þú skoðar listann frá hvaða löndum fólkið kemur... þá eru það Skandinavía...Ítalía og Spánn.
Þessi lönd geta séð um þetta fólk...eða tekið aðrar ákvarðanir vegna þess.
Íslensk yfirvöld hafa fullan rétt á að senda þetta fólki beint til þessara landa. Og það verður gert hvort eð er...hef enga trú á öðru...betra að gera það strax í stað þess að sóa fjármunum á þennan hátt sem gert er.
brahim, 27.7.2009 kl. 17:32
1 annað...það virðist eitthvað athugavert við vegabréfaskoðun þessara landa...fyrst þau sáu ekkert athugavert við vegabréf þessa fólks...en Íslenskir tollverðir sáu það...enda greinilega mjög árvökulir...Hrós fyr þá.
brahim, 27.7.2009 kl. 17:39
Auðvitað á að senda þetta fólk tilbaka með næstu vél. Við höfum nóg af aukakostnaði nú um stundir.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 27.7.2009 kl. 18:04
Já Guðrún nægan kostnað höfum við núna sem og enn meira síðar...ef fram fer sem horfir á okkar ísalandi...þurfum ekki á þessum aukaútgjöldum að halda...þó smámunir séu miðað við það sem virðist bíða okkar.
brahim, 27.7.2009 kl. 18:25
Það er auðvitað af og frá að fólk geti framvísað fölsuðum pappírum sem PLAN A en síðan breytt í tígul þegar það er böstað og skipt yfir í PLAN B, þ.e. að sækja um hæli. Þeir einir eiga að eiga möguleika á hæli sem eru heiðarlegir með það "up front".
Arngrímur (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 18:48
Já Arngrímur...flestir ef ekki allir virðast svissa yfir á plan B þegar upp um þá kemst eins og þú nefnir...og reina að bjarga sér úr klípunni með því að sækja um pólitískt hæli þegar plan A bregst. Vona bara að yfirvöld fari nú að opna augun fyrir þessari tvöfeldni fólks og senda það til baka með 1stu.
brahim, 27.7.2009 kl. 20:22
Senda þetta fólk tilbaka á ljóshraða !
HG (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 01:06
Thad eru ekki jafn heppnir og blessudi Íslendingarnir ad faedast med sipfurskeid í munni sér, ótrúlega vanthakklát tjód!
Fólk traelar sér út til ad eignast vegabréf en Íslendingar....fara bara til sýslumannsins og fá thad thurfa eftil vill ad bída í nokkra daga á rassgatinu ad bora í nefid sitt.
inga (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 01:28
Inga: Vegabréf eru nú auðfenginn fyrir ríkisborgara langflestra siðmenntaðra þjóða, t.d. í Norður-Ameríku, Kanada og Evrópu, alveg eins og hér. Þú sækir um, borgar þjónustugjald sem dekkar kostnaðinn af framleiðslu vegabréfsins og svo nokkurra daga/vikna bið.
Arngrímur (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 02:07
Inga: Það getur verið að þú hafir setið heima hjá þér sitjandi á rassgatinu og borað í nefið á þér... meðan þú beiðst eftir þínu vegabréfi...eins og þú svo smekklega orðar það...held þó að fáir aðrir geri slíkt hið sama og þú.
Hvað mig varðar, þá er ég öryrki og fæddist ekki með silfurskeið í munni...og þó ég vildi fara erlendis, þá hefði ég ekki efni á því...hvað þá að borga fyrir vegabréf...má þakka fyrir að geta skrimt.
Þannig að ekki tala um vanþakklæti af minni hálfu.
brahim, 28.7.2009 kl. 03:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.