Hafnarfjarðarbrandari #1

Hafnfirðingurinn sagði við vin sinn að nú hefði hann sloppið naumlega.

Ég vaknaði í nótt og fannst ég sjá einhvern á ferli úti við, svo ég greip haglabyssuna og dúndraði úr báðum hlaupunum.

Svo þegar ég fór að athuga þetta nánar sá ég að þetta var bara skyrtan mín á snúrunni úti.

Og hvað meinarðu með að segja að þú hafir sloppið naumlega!

Ja, hugsaðu þér ef ég hefði nú gleymt að fara úr henni í gærkvöldi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég elska Haffnarfjarðarbrandara.  Hefurðu heyrt þennan um rónann sem löggan hitti á Strandgötunni, róninn var með mörgæs sem hann hafði fundið, löggan sagði honum að fara strax með hana í Sædýrasafnið sem hann og gerði, nokkrum dögum seinna hitta sama löggann rónann aftur og enn var hann með mörgæsina með sér, löggan hvessti sig og sagði "var ég ekki búin að segja þér að fara með hana í Sædýrasafnið"? jú svaraði róninn, og henni fannst mjög gaman, í dag ætlum við að skoða Hellisgerði.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2009 kl. 11:53

2 Smámynd: brahim

Góður þessi

brahim, 30.7.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband