mán. 3.8.2009
Verður andlit Jacksons selt á marga milljarða?
Andlitsmynd listamannsins Andy Warhol af poppstjörnunni Michael Jackson verður seld á uppboði á næstunni. Lágmarksboð í mynda eru 500 þúsund pund, eða um hundrað milljónir króna. Ef tekið er mið af því sem fékkst fyrir mynd Warhols af Liz Taylor, eða 2,8 milljarða króna, er ljóst að myndin mun að öllum líkindum ekki vera ódýrari.
Andlitsmyndin var máluð árið 1984 en Warhol lést árið 1987. Myndin verður fyrst sýnd opinberlega í o2 tónleikahöllinni í London, áður en hún fer á uppboð í haust.
Er fólk hreint út sagt bilað að ætla að greiða svo mikið fé fyrir mynd sem er ekki einu sinni Málverk...
Myndir Warhols eru bara ljósmyndir unnar í Photoshop eða öðrum álíka myndvinnsluforritum...
og þetta kallar fólk list (svokallaða popplist...öllu má nafn gefa)
þvílíkt rugl.
http://www.youtube.com/watch?v=3oqUd8utr14
Athugasemdir
Brahim: Listasafn íslands keypti nýlega svarthvíta ljósmynd af gjörningi á litlar 10 milljónir íslenskar, og stjórn safnsins var alveg að rifna af monti yfir hve góð kaup þeir höfðu gert?, geri þín orð að mínum " þvílíkt rugl".
Magnús Jónsson, 3.8.2009 kl. 09:52
Þetta er algjört rugl, ég gæti örugglega útbúið svona mynd í photoshop, en fólk er stundum svo vitlaust.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2009 kl. 12:18
Takk fyrir bloggvináttu.:)
Halla Rut , 3.8.2009 kl. 13:24
Já Magnús orðið "þvílíkt rugl" á vel við...LÍ hefur greinilega nóg af peningum...og hafa ekki fattað enn...að það er ekki árið 2007 núna.
brahim, 3.8.2009 kl. 15:04
Ásdís. Hvernig væri nú bara að taka þessa (Ó)vitlausu hugmynd upp og gera svona myndir með útrásarvíkingunum!?...þeir myndu líklega kaupa þær sjálfir á morðfjár...með peningum úr sjóræningja kistum sínum sem þeir hafa falið...í einhvrjum útnáranum.
brahim, 3.8.2009 kl. 15:11
Takk sömuleiðis Halla Rut.
brahim, 3.8.2009 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.