Í djúpum skít

fll  klaki jpg 550x400 q95

Þetta kallar maður að sitja í djúpum skít...eða þannig.

Fílsungi var notaður sem vinnuafl við vegavinnu í Rayong-héraðinu í Taílandi en fíllinn kom litlu í verk. Hleri yfir klóaksholu sem fíllinn stóð á gaf sig nefnilega með þeim afleiðingum að fíllinn féll ofan í holuna með rassinn fyrst.

Það tók björgunarfólk þrjá tíma að koma fílnum úr þessari óþægilegu stöðu en það gerði það með því að gera holuna stærri og toga síðan fílinn upp. Sem betur fer slasaðist fíllinn ekki neitt en óvíst er hvort hann verður notaður sem starfskraftur aftur í nánustu framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Litla skinnið, ósköp vorkenni ég honum. Gott að allt fór vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2009 kl. 12:32

2 Smámynd: brahim

Já það fór vel þarna...Um Fílsunga var að ræða svo spyrja má sig hvort að þarna sé ekki um dýraþrælkun að ræða.

brahim, 13.8.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband