fös. 14.8.2009
Fær fólk drullu yfir máli Þráins sem og .......
Málefnum BH þessa dagana eða hvað ?...Bréf Margrétar tel ég ekki vera merki um undirferli...róg...eða tilraun til að sverta Þráinn á nokkurn hátt...hvað þá mannorðsmorð...eins og Þráinn vill halda fram.
(Tek fram að ég kaus ekki XO)... Þeir sem fylgst hafa með Þráni undanfarin 2 ár hljóta að hafa séð breytinguna á manninum...
s.b. mæli hans og yfirbragði, greinilegur munur á honum í dag sé litið um 1 - 2 ár aftur í tímann...
Og að hann skuli hafa hunsað öll boð um að koma á fundi eða yfir höfuð tala við samflokksmenn sína segir meira en fólk heldur.
"Ég lít á þetta bréf sem tilraun til að draga úr trúverðugleika mínum sem opinber persóna, þingmaður og listamaður, með öðrum orðum sem tilraun til mannorðsmorðs - sem ég lít jafn alvarlegum augum og ef um væri að ræta tilræði gegn lífi og líkama. Að vísu er þessi tilraun ekki mjög sannfærandi, en það er ekki vegna þess að bréfritara hafi vantað illviljann heldur aðeins andlegt atgervi."
Þetta er úr bréfi Þráins til formanns Borgarahreyfingarinnar sem og stjórn.
Hvað kemur listamaðurinn Þráinn þessu við (Hef reyndar aldrei litið á Þráinn sem listamann...heldur pistlahöfund sem og rithöfund) og þarna er Þráinn sjálfur að gera atlögu að andlegu atgervi samherja síns...! Hvað segir það um hann sjálfan ?
sem ég lít jafn alvarlegum augum og ef um væri að ræta tilræði gegn lífi og líkama.
Síðan hvenær hafa orð verið til jafns við aðgerðir...alvarleg ásökun hjá Þráni. Þegar litið er til þess að hann sjálfur hefur viðurkennt að vera haldinn þunglyndi...og meira að segja gefið út bók um það.
Ennfremur áskil ég mér allan rétt til að lögsækja þig fyrir róginn fyrir dómstólum ef mér og lögmönnum mínum þykir ástæða til þess, og grípa til allra aðgerða sem ég tel nauðsynlegar til að vernda orðspor mitt og mannorð fyrir hinum "góðviljaða" rógburði þínum.
Samanber ég áður sagði...þá hefur Þráinn sjálfur skrifað bók um sín andlegu veikindi...og því hefur hann engan rétt til að lögsækja nokkurn fyrir eitthvað sem hann hefur viðurkennt sjálfur á opinberum vettvangi að hrjái hann.
Til stjórnar Borgarahreyfingarinnar.
Það bréf sem hér fer á eftir barst ykkur fyrir nokkru síðan - eða hinn 7. ágúst. Ekkert ykkar hreyfði legg né lið til þess að láta mig vita af þessu fáheyrða rógsbréfi fyrr en varaformaður BH Lilja Skaftadóttir sagði mér af tilveru þess í símtali frá Frakklandi nú fyrir skemmstu. Fyrir þann heiðarleika hefur Lilja mátt sæta aðkasti.
Hvaða aðkasti hefur Lilja orðið fyrir ?...svarið er...engu.
Þessi þétta yfirhylming og tilraun til að þagga niður svívirðilegan verknað segir mér að þótt þið hin viljið skarta og skreyta ykkur með fjöðrum eins og "sannleika" og "hreinskilni" þá eru það orðin tóm - og þið eruð ekki þess verð einu sinni að taka ykkur slík orð í munn. Með yfirhylmingu eruð þið samsek rógberanum, Margréti Tryggvadóttur.
Held að þessi orð Þráins segi meira um hann sjálfan en nokkurn annan...Það verður engin lögsókn af hendi Þráins gegn Margréti...einfaldlega vegna þess að það er engin grundvöllur fyrir slíku.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.