mán. 17.8.2009
Artic Sea er fundið.
Þýtt af KE/brahim.
"Týnda skipið" er fundið...Að sögn Varnarmálaráðherra Rússa Anatoly Serdjukov tóku Rússar skipið sem er í eigu Finnsks skipafyrirtækis úti við ströndu Cape Verde eyjar.
Áhöfnin, 15 Rússar er sögð við góða heilsu og er nú um borð í Rússneska skipinu að sögn Ráðherrans.
Hvarf skipssins Artic Sea hefur verið lögreglu sem og yfirvöldum í Evrópu og Norður Afríku mikið umhugsunarefni eftir að það hvarf úr Sænskri lögsögu þann 30 Júlí sl.
Eigendur skipsins sem eru Rússnesk ættaðir höfðu ekki haft samband við Finnsk eða Sænsk yfirvöld fyrr en nokkrum dögum eftir hvarf skipsins.
Skipið sem siglt hefur undir Maltneskum fána var ætlað að koma til Alsír þann 4 ágúst með timburfarm metinn á nokkrar milljónir dollara...en eins og flestir vita þá kom það aldrei þangað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.