Að flýja sökkvandi skip...

Ýmsir hafa gert það eins og sannast hefur á undanförnum mánuðum...samanber útrásarvíkingar og margur bankaræninginn sem svo er kallaður.

Þeir hafa flúið land með tugi og jafnvel hundruð milljóna af illa fengnu fé. Fleiri en þeir hafa gert það...eins og sést á þeim tölum um fólk sem almennt yfirgefur landið.

En því miður er maður bundin átthagafjötrum vegna ástandsins hér...ég hef mínar skuldir eins og margur annar (yfir 90% af ráðstöfunartekjum...hjá mér) örugglega fleiri í sömu sporum og ég.

Gæti svo sem flúið þær ábyrgðir...en það er bara ekki ég...gæti ekki haft það á samviskunni að láta skuldir falla á ábyrgðarmenn.

Þó er til fólk sem vílar sér ekki fyrir slíku og flýr land...en það fólk verður að hafa það á sinni samvisku...og að sjálfsögðu er til fólk sem lætur slík smámál ekki á sig fá...og lætur öðrum um að borga fyrir sig skuldirnar...engar andvökunætur þar yfir slíkum smámunum.

En að sjálfsögðu á þetta ekki við um alla sem yfirgefið hafa landið...vonandi að það séu sem fæstir sem hafa skilið eftir sig brunarústir einar.


mbl.is Íslendingar sagðir flýja sökkvandi skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband