fös. 4.9.2009
Ljóða getraun.
Spurningarnar eru, hvað heitir ljóðið, hver samdi ? og í hvaða tilefni ?
Þú ert eins og fugl,
sem flýgur um loftin blá.
Þú ert eins og ugla,
sem vakir um nætur.
Þú ert eins og blóm,
sem blómstrar á vorin.
Þú ert eins og bíll,
sem brunar um götur.
Þú ert eins og andlit,
sem brosir svo blítt.
Þú ert eins og mús,
sem tístir um nætur.
Þú ert eins og sól,
sem skín svo glatt.
Þú ert eins og fjóla,
sem lyktar svo vel.
Þú ert eins og ljóð,
sem hljómar svo vel.
Reyndar hljómar fluttningur þessa ljóðs mjög vel...þar að segja þegar sá sem kann að fara með ljóð les það upphátt.
Athugasemdir
Veit ekki, það er ekki hægt að gúggla þetta.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.9.2009 kl. 15:45
Er ekki undrandi á því Ásdís mín að ekki sé hægt að googla það. Á reyndar við um flest ljóð.
brahim, 4.9.2009 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.