Frábær söngkona uppgötvuð allt of seint.

Hin magnaða Susan Boyle var uppgötvuð allt of seint sem frábær söngkona...Maður sér það sérstaklega þegar hlustað er á lagið Cry me a river frá árinu 1994 og kom út á cd opinberlega það ár.

Hef sett hér in 4 myndbönd sem spannar allt frá árinu 1984 í lífi Susan sem söngkonu. Tel að hún hafi ekki fittað inn hjá söngskríbentum sem virðast halda að útlit sem og sönghæfileikar þurfi að fara saman svo úr verði frábær og fræg söngkona.

Mikill misskilningur þar á ferð eins og hefur sýnt sig með Susan Boyle...hún á söluhæstu plötuna á Amazon vefnum, en þó er platan ekki komin út. Hlakka mikið til að heyra þá plötu þegar hún kemur á markað.

Spái því að platan hennar verði Jólagjöfin í ár, og ekki bara hér á landi.

 

Susan Boyle syngur á bar 1984 þar sem hún var gestkomandi. 

Susan Boyle's 1995 á einhverskonar sýningu "My Kind of People" Í lokin fær hún koss frá Michael Barrymore sem er sviðsnafn hans. Breskur grínari og uppistandari. (Michael Ciaran Parker (fæddur 4 Maí 1952) Susan hafði greinilega gleymt þessum eina kossi...því hún hefur sagt í viðtölum að hún hafi aldrei verið kysst.

Lagið Cry me a river sem kom út á góðgerðardiski árið 1994

Susan Boyle á úrslitakvöldinu í Britains Got Talent 2009. Frábær frammistaða hjá henni sem og frábærir dómar.


mbl.is Susan Boyle slær í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 5.9.2009 kl. 15:57

2 identicon

Gaman að sjá myndbandið frá 1984

Viktor Blöndal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 16:11

3 Smámynd: brahim

Takk fyrir innlitið Ásdís

brahim, 5.9.2009 kl. 17:03

4 Smámynd: brahim

Já Viktor myndbandið frá 1984 er ágætt þótt hljóðgæðin séu ekki upp á það besta.

brahim, 5.9.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband