Listmálarinn Hitler.

 Það hefði betur farið svo að Adolf Hitler hefði komist inn í listaakademíuna í Vín eða þýskalandi í stað þess að snúa sér að pólitík og verða það sem hann varð síðar meir...

Einræðisherra Þýskalands og algert nutcase eins og sagt er og sem flestir vita sem komnir eru til vits og ára...nema kannski þeir sem búa í svokölluðum vanþróunarríkjum.

Ég er engin listmálari eða þykist vita mikið um málverkalist...en mér þykja þessar myndir hér að neðan nokkuð góðar sem og aðrar sem ég hef séð eftir hann.

Tel hann hafa haft nokkuð glöggt auga fyrir smáatriðum ef marka má þær myndir sem ég hef séð...en það er að sjálfsögðu bara mitt álit.

 

hitlerart2

 

 

 

 

 


mbl.is Myndir Hitlers fóru á 42 þúsund evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Get vel verið sammála þér hvað það varðar, en það slær mig svolítið að þessi efri  mynd hjá þér er ákaflega lík einhverri borg sem er í rútstum, t,d, eins og eftir loftárás!! sá kallinn eitthvað í spilunum?

Guðmundur Júlíusson, 5.9.2009 kl. 23:17

2 Smámynd: brahim

Það er spurningin...Kannski borg sem hann lét sprengja í loft upp til að fá mótíf...held þó ekki.

Sjálfsagt rústir frá fyrri heimstyrjöld.

brahim, 5.9.2009 kl. 23:52

3 identicon

Ætli það hafi ekki frekar verið Fyrri heimsstyrjöldin sem losaði um skrúfurnar í karlinum....

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 00:56

4 identicon

Kauði hefði líklegast endað í hernum hvort eð er.

Steini (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 01:45

5 Smámynd: brahim

BB: Ætli hann hafi ekki bara fæðst sem nutcase.

brahim, 6.9.2009 kl. 02:01

6 Smámynd: brahim

Steini: Liklegt er að hann hefði lent þar hvort eð er eins og þú segir, sem og hann gerði auðvitað. Spurning bara hvort hann hefði náð þessum áhrifum ef hann hefði verið í listaskóla og síðan hvaddur í herinn.

brahim, 6.9.2009 kl. 02:06

7 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hann hefdi betur lent  listaskolamum.... þar voru þo hæfileikar.  Eg spurdi einu sinni konu um Hitler....hun var i Hitlersæskunni.... og eg spurdi hana um hvernig stædi á ad Þyska þjodin sem a heimsfræga lista og andansmenn ...hefdi fundið sig i þvi ad elta Hitler..... eins og hvolpar og hlytt honum i einu og ollu.

Hun svaradi ad Hitler hefdi farid vel af stad.....enda vissi hun og margir fleiri ekki til ad Hitler hefdi gert neitt rangt.  Þetta heitir vist Heilaþvottur.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.9.2009 kl. 09:22

8 Smámynd: brahim

Sóldís: Góður punktur hjá þér með heilaþvottinn...Hitler var sérfræðingur í því með því að skapa múgsefjun meðal fólks...og þá er ekki sökum að spyrja... allir elta eins og kindahjörð í rekstri.

brahim, 6.9.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband