þri. 8.9.2009
Fjárkúgunarfnykur af þessu máli.
Ég hef ekki nokkra trú að þessir menn verði teknir af lífi hvað þá að þeir þurfi að sitja í fangelsi í langan tíma.
Þetta mál lyktar af fjárkúgun og engu öðru...þeim vantar peninga þarna í Kongó og þessir tveir norðmenn voru hentugir til að nota í því skyni að ná sér í peninga sem þeir þurfa ekki að borga, enda er Kongó ekki lánað fé í dag.
Hér má lesa um þetta mál í VG í Noregi og ég sé ekki betur en menn þar hafi fengið á tilfinninguna að um fjárkúgun sé að ræða...þótt ekki sé tekið þannig til orða að sjálfsögðu.
Norðmenn dæmdir til dauða í Kongó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tjostolv Moland og Joshua French tóku ljósmyndir af sér með líkinu og þegar þeir voru að þrífa blóðið úr bílnum.
Þeir voru dæmdir vegna þess að þeir eru sekir, en ekki fjárkúgun.
Hjalti Garðarsson, 8.9.2009 kl. 13:25
Þetta var tilfinning mín fyrir þessu máli eftir að hafa lesið fréttina. Heirði reindar svo í fréttum á Rás2 eftir að ég skrifaði pistilinn að yfirvöld í Kongó hafi sagt það við yfirvöld í Noregi að þeir yrðu ekki líflátnir og fengju líklega að taka út dóm sinn í Noregi.
Af hverju skyldu þeir gera það ef þetta er allt rétt og satt sem þeir eru ákærðir fyrir ? Eitthvað skrítið við það finnst mér.
Hvar er þessi mynd og frétt sem þú vísar í ?
brahim, 8.9.2009 kl. 13:37
Ég er búsettur í Noregi og þessar fréttir hafa tröllriðið fjölmiðlum hér. Þessar myndir voru í myndavél sem félagarnir áttu. Kannski er hægt að finna þetta ennþá á vg.no
Hjalti Garðarsson, 8.9.2009 kl. 13:45
Kongo vil presse Norge for penger. Er fyrirsögn VG...sama og ég hélt fram.
- Dette utfallet skyldes helt klart økonomiske motiver, sier Jo Thori Lind, postdoktor ved Økonomisk institutt ved Universitetet i Oslo, til E24.
Men det er økonomiske prioriteringer som har veid tyngst når French og Moland blir dødsdømt. Landet er ekstremt fattig, sier Lind
Lind mener at kongolesiske myndigheter prøver å presse Norge til å betale, enten direkte eller indirekte, for at de to nordmennene skal slippe henrettelse.
Hvað er þetta annað en fjárkúgun Hjalti ? Þó það sé ekki nefnt beinum orðum...er það sterklega íað að því eins og hægt er að lesa í þessari grein.
Þannig að það er ekki bara ég sem hef fengið þetta á tilfinninguna...heldur Norðmenn einnig.
brahim, 8.9.2009 kl. 15:04
Það má sjá myndina hér: http://www.vg.no/uploaded/image/bilderigg/2009/08/10/1249922936578_5.jpg en hvað sannar þessi mynd af að ég má spyrja ?
Kv. Óðríkur
Óðríkur algaula (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:06
Óðríkur: Þessi mynd sannar akkúrat ekkert...og sýnir ekki annað en að maðurinn er að þrífa blóð úr bílnum t.d.
brahim, 8.9.2009 kl. 15:16
Einmitt myndin sýnir mann sem að er að hreinsa blóð úr bílsæti. Ég sé ekkert lík á myndinni og heldur enga byssu. Getur s.s. ekki verið að mennirnir séu bara að segja SATT ?
En ég ætla ekki að skipta mér meira af þessu en vildi bara sýna ykkur þessa meintu mynd sem að átti víst að sanna eitthvað en gerir það einmitt EKKI.
Kv. Óðríkur.
Óðríkur algaula (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 15:36
Óðríkur: Takk fyrir innlegg þín .
brahim, 8.9.2009 kl. 15:39
Þið vitið að þessir menn störfuðu sem málaliðar.
Ekki saklausasta starf í heimi.
Inginn (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 17:05
Nei ekki veit ég neitt um það, en aftur á móti þá kemur fram í Norskum fjölmiðlum að þeir hafi verið með skilríki frá Norska hernum.
brahim, 8.9.2009 kl. 17:08
Það sem kemur mest á óvart er að norska ríkið er gert að greiða 7,5 milljarða eða 60 milljón dali, sá hluti hljómar ekki í samræmi við neitt.
Karl (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 00:15
Karl: Það er einmitt eitt af því undarlega í þessu...og segir manni því að hér sé megn fjárkúgunarfnykur, eins og kemur fram í Norskum fjölmiðlum...þó svo að sjálfsögðu geti þeir ekki notað slíkt orð opinberlega. En þeir gefa það í skin svo sannarlega.
brahim, 9.9.2009 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.