Þvílíkur hroki í einum manni.

Það verður ekki tekið af Didier Drogba, leikmanni Chelsea, að hann hefur gríðarlegt sjálfstraust. Drogba segir að hann sé óeigingjarnasti framherjinn í boltanum í dag og það sjáist best á því hversu góðri varnarvinnu hann skilar.

Það er gott að hafa gott sjálfsálit...en hvað D Drogba varðar þá er þetta hroki og ekkert annað.

„Hafið þið einhvertímann sé annan frábæran framherja sinna jafn góðu varnarhlutverki og mig?,“ er haft eftir honum í enskum fjölmiðlum í dag.

Ef einhver á skilið að vera talinn óeigingjarnasti leikmaður Ensku deildarinnar sem og að berjast um allan völl...vörn...miðju og sókn, þá er það Wayne Rooney í Manchester United.

„Ég fórna mér oft fyrir liðið og horfi ekki á tölfræðina yfir hversu mörg mörk ég skora. Við (Chelsea) erum fullir sjálfstrausts og afslappaðir. Carlo Ancelotti nýtur líka mikillar virðingar og hann er einn af hópnum. Þess vegna held ég að andinn í liðinu sé góður,“ segir kokahraustur Drogba.

Nei Drogba...þessa nafnbót sem þú gefur sjálfum þér, verður aldrei þín.

Hún tilheyrir Wayne Rooney...og er á engan hallað hvað það varðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband