fim. 10.9.2009
Danskur Bond á 300 km hraða.
Lögreglan á Norður-Jótlandi hafði á sunnudag hendur í hári vélhjólamanns sem mældist á hvorki meira né minna en 300 kílómetra hraða á klukkustund. Maðurinn náði að stinga lögregluna af á ógnarhraða og tókst lögreglumönnum ekki að ná skráningarnúmeri hjólsins. Það var engin furða því þegar maður, sem svaraði til lýsingarinnar á ökuþórnum, var stöðvaður nokkru síðar kom í ljós að hann hafði komið litlum mótor fyrir á hjólinu sem dró númeraplötuna upp og undir sætið þegar ýtt var á hnapp, vafalítið innblásið af hinum góðkunna njósnara, James Bond.
James Bond...007.
Segið svo að það sé ekki hægt að læra nýtilega hluti með því að horfa á kvikmyndir....hluti sem geta komið að gagni eins og sá Danski útbjó á mótorhjólið sitt...Snilld fyrir þá sem vilja brjóta hraðaksturslögin
Skyldi einhver taka uppá þessu með bílinn sinn, svo hann verði ekki nappaður fyrir ofsaakstur .
Hver veit....eeeh bara smá pæling.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.