mán. 21.9.2009
Tittirnir teknir,en hvað um hina ?
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi og 15,2 milljóna króna sekt fyrir stórfelld skattalagabrot.
Vissulega á þessi maður að hljóta sekt, en hann hefði líka átt að fá óskylorðsbundið fangelsi í 2 ár í það minnsta.
En hvað með stórlaxana, útrásarvíkingana sem og bankaræningjana svokölluðu ? (fyrir sín innherjasvik, undanskot fjármuna, sýndarviðskipti, skattalagabrot ofl. ofl. ofl.)
Ekkert virðist bóla á því að þessir kappar þurfi að standa skil á sýnum verknuðum, þótt svo að flestir séu sammála um sekt þeirra.
Þeir ganga lausir enn og lifa sýnu lúxuslífi áfram. Er ekki einn bankamaður að byggja sér lúxus villu þar sem t.d. einn sturtuhaus er sagður kosta 700.000 kr.
Hverskonar rugl virðist enn vera í gangi hér ? ef marka má þessa frétt um þennan bankamann myndi ég flokka þetta undir veruleikafirringu.
Kæmi mér ekki á óvart ef þessir Warhol sinnar slettu nú ekki smá málningu á hús hans, svona eins og Warhol var vanur að sletta á ljósmyndir og selja fyrir tugi milljóna.
Hef sagt það áður og segi það enn. Ísland er bananalýðveldi.
15,2 milljóna sekt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.