Kyrkislanga í klósettinu

Mynd 510523

Eftir þriggja mánaða eltingarleit hefur loksins tekist að handsama þriggja metra langa kyrkislöngu sem lifað hefur í klóaklögnum í íbúðarhúsi einu Manchester í Bretlandi.

Skyldi fólk hafa notað klósettin sín mikið í þessa 3 mánuði eða farið eitthvað annað Tounge

Nýverið tókst hugrökkum íbúa hússins loks að lokka slönguna ofan í fatakörfu. 

Nú er spurning, sat hann á klósettinu þegar slangan birtist, eða var hann stöðugt á vakt Cool

Eitt gott hefur þó komið út úr þessu ferðalagi slöngunnar, hún hefur rutt lagnirnar örugglega mjög vel, þannig að ekki ætti að stíflast þarna á næstunni Smile


mbl.is Klósettslanga loks handsömuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju var ég að lesa þessa frétt ???

Þó svo að ég telji litlar sem engar líkur á að eitt svona stykki sé í lögnunum hjá mér, þá eiga næstu klósettferðir eflaust  eftir að vera einstaklega stuttar hjá mér, þar sem þetta á eflaust eftir að vera mér ofarlega í huga næst þegar að ég fer á "dolluna"

Solla Bolla (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 17:35

2 Smámynd: brahim

Ja, það skyldi þó aldrei verða svo að þessi frétt komi ekki upp í huga einhvers þegar á dolluna þeir setjast

brahim, 22.9.2009 kl. 17:38

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þessi frétt er fjögra ára gömul...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.9.2009 kl. 12:41

4 Smámynd: brahim

Ef það er rétt hjá þér...þá virðist mbl.is hafa á lager gamlar fréttir til að fylla upp með þegar ekkert virðist að gerast út í hinum stóra heimi

brahim, 23.9.2009 kl. 14:35

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þú getur fundið hana á BBC, þetta var 17. 08. 05.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.9.2009 kl. 15:22

6 Smámynd: brahim

Takk fyrir á bendinguna.

brahim, 23.9.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband