þri. 22.9.2009
Stokkað upp í ríkisstjórn.
Fulltrúar þjóðanna eru að tala saman og ég er að vona að við getum fengið einhverja niðurstöðu í málið fyrir lok þessarar viku,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra aðspurð um stöðu Icesave-málsins á stuttum blaðamannafundi á Hilton hótel Nordica fyrir stundu.
Hún útilokar hins vegar ekki að stokkað verði upp í ríkisstjórninni.
Ég vil nefna einn ráðherra sem Jóhanna ætti að skipa út, og það strax.
Það er Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra.
Sá maður á ekki heima í þessum ráðuneytum...af mínum kynnum við hann (gegnum email) sýndi hann svo ekki varð um villst hversu hjartalaus og gersneyddur þeirri hugsun hann er að aðstoða þá sem á þurfa að halda.
Fríaði sjálfan sig frá málefni sem tilheyrir ráðuneyti hans, og hefur ekki séð sóma sinn í að svara aftur emaili frá mér þar sem ég benti honum á þetta.
Gripið til aðgerða fyrir áramótHins vegar væri alveg ljóst að gripið yrði til aðgerða til handa heimilunum fyrir áramót. Á því væri enginn vafi.
Hvaða aðgerðir skyldu það verða ? Verður þeim sem minnst meiga sín bætt sú kjaraskerðing sem þeir hafa orðið fyrir síðan núverandi stjórn settist á þing ? Efast stórlega um það.
Forsætisráðherra boðar jafnframt frekari skattahækkanir og auknar álögur til að stoppa í það mikla gat sem hrunið hefur skilið eftir í fjárlögunum.
Hvar hefur hingað til verið skorið mest niður ? Jú í heilbrigðismálum sem og þar sem garðurinn er lægstur.
Hjá ellilífeyrisþegum og öryrkjum...kæmi ekki á óvart ef einnig yrði skornar niður atvinnuleysisbætur fólks.
![]() |
Lausn í Icesave í sjónmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála nafni minn er algör viðbjóður.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 20:28
Hann verður vonandi einn af þeim sem Jóhanna skiptir út.
brahim, 22.9.2009 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.