Átti í ástarsambandi við frægan föður sinn

Leikkonan Mackenzie Phillips segir í nýrri sjálfsævisögu sinni að hún hafi átt í löngu ástarsambandi við föður sinn, tónlistarmanninn fræga John Phillips úr Mamas and the Papas. Vefútgáfa tímaritsins People hefur komist yfir eintak af bókinni og lekur upplýsingunum í dag.

Ég spyr, hvað rekur fólk til að gefa út bók um svona lagað...Syfjaspell !

Mackenzie Phillips hefur nú ekki verið mjög þekkt á sviði kvikmyndaleiks... reyndar mjög lítið þekkt á því sviði.

Þekktust hefur hún verið fyrir að vera dóttir John Phillips úr mamas and the papas.

Svo ég álít að hér sé eingöngu verið að leita eftir peningum með því að upplýsa sifjaspellsmál sem kannski og kannski ekki hefur átt sér stað.

Flestir sem lent hafa í slíku og vilja tala um slíkt leita til samtaka/stofnana sem geta hjálpað í slíkum tilvikum.

En ekki Mackenzie Phillips. Hún gefur út bók í peningaskyni og til að ófrægja látin föður sinn sem getur ekki svarað fyrir slíkar ásakanir.

Faðir hennar, John Phillips, lést árið 2001. Svo að maður spyr ? var arfurinn búinn fyrst að hún gefur út bókina núna, 8 árum eftir lát föður síns.

Og af hverju sagði hún ekki frá þessu fyrir löngu síðan, meðan faðir hennar var á lífi ? Það er ólykt af þessu máli.

Auk þess að vera að gefa út bókina hefur hún verið bókuð í viðtal hjá Opruh Winfrey þar sem hún greinir frá frekari smáatriðum í ótrúlegri sögu sinni.

Jahá, meiri peningar fyrir að koma fram í slíkum þætti.

Maður fær velgju við að lesa svona fréttir um fólk sem kann greinilega ekki að skammast sín, og með siðferðiskend á afskaplega lágu plani.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Biblían sér ekkert að svona... check it.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: brahim

Mun gera það. Datt kanski í hug að þú myndir nefna fleiri trúarbækur um þetta.

Koranin sem og Torah.

brahim, 23.9.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband