Á Rás með Grensás.

Sjónvarpsþátturinn Á Rás með Grensás í kvöld er búinn að vera frábær, á ég þá við hvað safnast hefur gríðarleg upphæð. Sem og þeir skemmtikraftar, símsvörunarfólk sem og aðrir sem að þættinum komu.

Enda ekki þörf á, sé litið til aðstöðunnar á Grensásdeild. Hún er hreint hörmuleg svo ekki sé sterkar tekið til orða.

Yfir 113.000.000 milljónir hafa safnast þegar þetta er skrifað, og það fyrir utan alla þá aðstoð sem og aðrar gjafir sem gefnar hafa verið.

Þær má meta á þó nokkrar milljónir í viðbót við þær peningagjafir sem komnar eru.

Og enn á eftir að safnast...hreint frábært framtak Íslendinga á þessum krepputímum. Innilega til hamingju Íslendingar með góðvild ykkar.

Ég spái að heildarupphæðin verði um 150.000.000 milljónir, peningar sem aðrar gjafir þegar upp verður staðið. Held að það sé met á Íslandi.

Enda mjög göfugt verkefni um að ræða. Að lokum vil ég segja þetta.

Heil sé þér Edda Heiðrún Backman, mín gamla skólasystir.


mbl.is Rúmlega 113 milljónir safnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband