fös. 18.9.2009
Sönn saga, en brandari þó. Bannað innan 18 ára.
Æsku vinur minn einn kom upp í huga mér í gærkvöldi. Ekki veit ég af hverju, en um leið minntist ég sögu sem hann sagði mér fyrir mörgum árum síðan. Réttara væri að segja, áratugum síðan.
En hún er á þá leið að einu sinni sem oftar fór hann út á lífið eina helgina til að skemmta sér á skemmtistað sem í dag er ekki lengur til. Glæsibær hét hann fyrir ykkur sem ekki þekktuð þennan stað, og oft nefndur notað og nýtt.
En hvað um það, hann fer á þennan stað ágætlega hreifur og í góðu stuði til að skemmta sér sem og reina að krækja sér í pussu eins og hann kallaði það.
Jú jú, allt gekk vel fyrir sig, hann skemmti sér vél og náði að krækja sér í eina dömu. Og eitt leiddi af öðru og þau ákveða að þau skuli bara fara heim til hennar og halda áfram að skemmta sér þegar ballið væri búið.
Þau ná sér í bíl og halda inn í teigahverfi þar sem daman bjó. Þegar þangað er komið og inn í íbúð hennar leist vini mínum ekkert á blikuna þegar inn var komið, því það var eins og ár hafi liði síðan síðast var tekið til og lyktin ekkert sérstaklega aðlaðandi.
Jæja skítt og lagó með það hugsaði vinur minn með sér, ég fór nú bara með henni með eitt í huga.
Þau fá sér í glas og hlusta aðeins á músík, eða þar til daman fer að verða ástleitin og vill að vinur minn fari að aðhafast eitthvað í málunum, sem og hann gerir.
Eftir smá kelerí, kossa og slíkt fara þau inn í herbergi hennar til þess að halda áfram skemmtuninni. En vá...hvur djöf...hugsaði vinurinn. Það er eins og að koma inn á ruslahaug þarna inni.
Hvað með það, í rúmið fóru þau, en vinur minn var viss um að lak og sængurver myndu líklega skríða sjálf af rúminu, því svo óhrein og krípí litu þau út. Heyrðu vina eigum við ekki að slökkva ljósin sagði vinurinn.
Ég get bara ekki hugsað mér að þurfa að horfa á rúmið eða herbergið. (Að sjálfsögðu sagði hann þetta ekki upphátt.)
Daman slekkur ljósið og í rúmið fara þau, og þar skellir vinurinn heilu glasi í sig í einum teig, svona aðeins til að deyfa hrollinn sem fór um hann inni í þessu herbergi.
Og byrjar þá gamanið. Franskir kossa, eyrnasneplaát,sogblettir á hálsa, þukl og káf. Daman nýtur þessa í botn og vill að vinur minn færi sig neðar. Svo brjóstin eru næst á dagskrá. Brjóstin kysst og sogin og daman murrar af ánægju, neðar neðar segir hún, kysstu mig á magann, naflann og pjölluna mína elskan mín.
Þegar vinurinn er komin að naflanum fer að heyrast úff púff frá honum, en daman murrar sem aldrei fyrr, oohh oohh neðar neðar elskan mín, likkaðu pjölluna mína elskan, ég elska það.
guð minn góður úff púff heyrist aftur í vini mínum, en daman þrýstir höfði vinar míns neðar og neðar í átt að pjöllunni.
Og þar sem vinur minn vill reina að geðjast dömu sinni, þá fer hann niður fyrir nafla í kossum og kjassi, en þá fer að heyrast meira af úffi og púffi, og guð minn góður.
Daman þrýstir höfði hans að pjöllu sinni og biður hann um að likka hana um leið og hún murra af enn meiri ánægju sem aldrei fyrr. En það er bara hennar ánægja. Því meira úff úff og púff púff heyrist frá vini mínum.
Hann hamast eins og hann getur í likkinu en á endanum gefst hann upp og ber fram eina spurningu á milli úffsins og púffsins, alveg að niðurlotum kominn, heyrðu elskan mín, geturðu gert mér greiða elskan.
Hvað er það elskan segir hún. Rektu við segir hann þá ! ha segir hún, af hverju ? Svo ég fái ferskt loft svarar hann.
Bloggar | Breytt 19.9.2009 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 18.9.2009
Konur geta ekki átt leyndarmál
Meðalkonan getur ekki haldið leyndarmál lengur en í 47 klukkustundir og fimmtán mínútur samkvæmt nýrri rannsókn. Er stórefins um að þær nái að halda út svo langan tíma . Þá er kærastinn, eiginmaðurinn, besta vinkonan eða móðirin líklegastir til að fá að heyra fyrst að leyndarmálinu samkvæmt rannsókninni.
Í niðurstöðunum kom það einnig fram að fjórðungur kvenna getur ekki haldið leyndarmál - sama hversu viðkvæm eða persónuleg þau eru. DV.
Mín reynsla sem og örugglega margra (flestra) karla er að þessar elskur, kvenfólkið, geta hreinlega ekki geymt leyndarmál með sjálfri sér .
Þær verða hreinlega að létta af sínu við einhvern. Vinkonan er sú sem ég tel að sé fyrst til að fá að heyra nýja leyndarmálið, eða slúðrið.
Því miður elskurnar, þið eruð nú bara einu sinni þessum (ó)hæfileika gæddar. Þið virðist bara hafa þetta í genunum ykkar dúllurnar mínar .
Þannig að þið karlmenn sem viljið virkilega að leyndarmál séu geymd.
Psss ekki þá segja kvenfólki frá þeim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
fös. 18.9.2009
Var þetta ET ?
Fjórir unglingspiltar drápu undarlega veru rétt utan við smábæinn Cerro Azul í Panama í Suður Ameríku. Unglingarnir ráku upp skaðræðisöskur er þeir sáu veruna sem virtist ætla að að ráðast á þá. Þeir köstuðu steinum í átt að verunni í von um að drepa hana. Þeir hlupu heim til foreldra sinna sem trúðu vart einu orði sem drengirnir sögðu þeim um veruna.
Foreldrunum brá þó heldur betur í brún er þeir sáu lík verunnar við árbakka. Dagblaðið The Sun segir sérfræðinga enn eiga eftir að skoða dýrið. Innfæddir í Panama kalla skrímslið Gollum líkt og persónuna úr Hringadróttinssögu.DV.
Sleppið öllum áformuðum ferðalögum til Cerro Azul, Panama, Á stundinni.
Í það minnsta þar til fundið hefur verið út hvaða skepna þetta var.
Skepnan birtist frá helli sem hulinn var bakvið foss þegar unglingarnir rákust á hana.
Unglingarnir börðu skepnuna til dauða með prikum en ekki steinum eins og segir í frétt DV...Þegar skepnan birtist undan fossinum og ærði næstum vitið úr unglingunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 17.9.2009
Brillíant sigur stelpur.
12 - 0
Það verður ekki af þeim tekið, stelpunum í Íslenska landsliðinu að þær leggja sig ávalt 110 % fram í leikjum sínum.
Í kvöld léku þær á móti Eistlendingum, og það var ekki að sökum að spyrja. Eftir aðeins átta mínútna leik var staðan orðin 3 - 0 Margrét Lára með 1sta á 4 mínútu og 3ja markið á 9 mínútu, þar af annað úr vítaspyrnu. Dóra María skoraði annað markið á 7 mínútu.
Á sextándu mínútu skoraði Katrín Jónsdóttir gott mark, og endurtók það síðan á átjándu mínútu aftur, og þá skallamark. Staðan orðin 5 - 0.
Algerir yfirburðir Íslenska landsliðsins gegn Eistnesku stelpunum. Hefðu þess vegna getað komist í 7 - 0 sé tekið mið af færunum sem þær fengu fyrstu 25 mínúturnar.
Eistnesku stelpurnar komast varla fram yfir miðju og það kæmi mér ekki á óvart þó Íslenska liðið ynni með 8 - 10 mörkum.
MARK. Edda Garðarsdóttir skorar með langskoti á 34 mínútu. Staðan orðin 6 - 0. alveg ótrúleg frammistaða hjá stelpunum. Ætti í raun að vera 10 - 0.
MARK. Margrét Lára með annað skallamark sitt á 38 mínútu og sitt 3ja mark. Staðan 7 - 0. Hvar endar þetta. Margrét Lára er komin með 51 mark í 58 leikjum, þvílíkur markaskorari.
Hólmfríður er búin að fá nokkur tækifæri til að skora, en ekki heppnast það hingað til, hlítur að koma að því í síðari hálfleik.
Markametið hjá Íslensku stelpunum er 10 - 0 gegn Pólverjum, þannig að þær eru á góðri leið með að slá þetta met. Stelpurnar hafa átt 27 skot að marki Eista, 10 á markið, 2 varin og 1 í stöng. og 17 framhjá, flest mjög nærri markinu. þær Eistnesku aðein 2, 1 á markið sem var varið og 1 framhjá.
Hálfleikur komin og staðan 7 - 0
Íslensku stelpurnar byrja meða boltan og fara beint í sókn, og uppskera hornspyrnu.
MARK. Það kom að því að Hólmfríður skoraði. Og það á 49 mínútu, og staðan því orðin 8 - 0. Hólmfríður vel að þessu marki komin.
MARK. Sara Björk skorar á 54 mínútu, og staðan því orðin 9 - 0. Brillíant alveg. Eistnesku stelpurnar eru orðnar aðeins ásæknari, en heldur seint í rassinn gripið.
Mark. Hólmfríður skorar sitt annað mark á 64 mínútu. Og staðan orðin 10 - 0, og Íslensku stelpurnar búnar að jafna markametið gegn Pólverjum hér um árið.
Hef trú á að þær bæti markametið um 1 - 2 mörk áður en yfir líkur.
MARK. Hólmfríður með 3 mark sitt á 74 mínútu og þar með markametið slegið. 11 - 0, Og ég hafði rangt fyrir mér, ég spáði 8 - 10 marka sigri.
MARK. Rakel Hönnudóttir skorar 12 markið í leiknum á 76 mínútu. Staðan 12 - 0.
Dóra María fer út af og Kristin Ýr kemur inn, á 84 mínútu. Stærsti sigur Íslenska landsliðsins er í höfn, spurning hvort þær nái að setja 1 mark enn.
En nei, Ísland sigrar Eistlendinga 12 - 0, stærsti sigur Íslensk landsliðs fyrr og síðar. Landsliðið allt og þjálfari sem og aðrir í kring um liðið eiga mikið hrós skilið.
Innilega til hamingju stelpur með sigurinn.
Fáheyrðir yfirburðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 17.9.2009
Misnotaði dóttur sína í 30 ár.
Maður sá sem að sögn nauðgað dóttur sinni nánast daglega í 30 ár, er sagður hafa í reynd haldið henni fanginni í húsi fjölskyldunnar 100 km frá Melbourne og er faðir þeirra fjögurra barna sem hún ól. Hann hefur verið ákærður af lögreglu Victorian.
Í tilfelli eins hryllilegu og áratuga misnotkun Josef Fritzl á dóttur sinni í Austurríki, hafa talsmenn barnaverndar yfirvalda kallað eftir fullri rannsókn og sakað stjórnvöld fyrir að rannsaka ekki þetta mál þrátt fyrir að hafa verið vöruð við fyrir 30 árum.
Aðilar sem standa nærri málinu segja að mál þetta gæti verið "jafn slæmt og...mál Josef Fritzl, sérstaklega vegna þeirri staðreynda að hún átti svo mörg börn með föður sínum."
Nágrannar fjölskyldunnar sögðust hafa haft grunsemdir um misnotkunina í um 4 ár, en ekki farið til yfirvalda vegna þess að þeir vildu ekki valda vandræðum.
Móðir fórnarlambsins segist ekki hafa verið kunnugt um misnotkunina, þrátt fyrir að deila húsi með dóttur sinni, eiginmanni og barnabörnum til ársins 2005. Hún segir mann sinn hafa verið orðljótan drykkjumann, þau hafi búið í stóru húsi og því hafi hún ekkert vitað um þessar nauðganir.
Það er talið að maðurinn hafi hótað dóttur sinni með ofbeldi gagnvart móður hennar og systkinum meðan hann nauðgað henni í húsum þeim sem hann á í Melbourne og Victoria. Nauðganirnar eru sagðar hafa hafist þegar fórnarlambið var á aldrinum u.þ.b. 11 ára 1970 og haldið áfram til 2007.
Lögregla hefur vitað um ásakanirnar um misnotkunina frá árinu 2005 þegar konan gaf sig fram, en ekkert getað gert þar sem konan hafi verið ósamstarfsfús við lögregluna vegna þess að hún var hrædd við föður sinn.
Þrátt fyrir að eitt barnið, stúlku, væri að deyja úr ýmsum sjúkdómum sem voru að hrjá hana sem og að hin þrjú börnin hafi átt við meiri háttar heilsuvandamál að etja, hafði engin faglegur heilsuráðgjafi greint frá áhyggjum sínum til lögreglu eða annarra yfirvalda vegna barnanna og konunnar sem nú er á fimmtugs aldri.
Faðirinn var ákærður í febrúar s.l. eftir að dóttirin gaf sig fram í annað sinn. Konan og eftirlifandi börn búa nú í öruggu húsi og eru undir eftirliti yfirvalda sem annast þau.
Heimildir segja að faðirinn hafi fyrst verið kærður til starfsmanna barnaverndar yfirvalda fyrir meira en 30 árum, en ekkert hafi verið aðhafst í málinu þá.
Faðirinn, sem er á sjötugs aldri bíður nú ákæru fyrir rétti í Victorian í nóvember n.k. þar sem hann mun svara til saka fyrir 13 brot, þar á meðal nauðgun, ósæmilega hegðun og samræði við barn.
Heimild: Herald Sun.
Níddist á dóttur sinni í 30 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 16.9.2009
Barnshafandi dópsmyglari
Bloggar | Breytt 17.9.2009 kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)