mið. 9.9.2009
Þvílíkur hroki í einum manni.
Það verður ekki tekið af Didier Drogba, leikmanni Chelsea, að hann hefur gríðarlegt sjálfstraust. Drogba segir að hann sé óeigingjarnasti framherjinn í boltanum í dag og það sjáist best á því hversu góðri varnarvinnu hann skilar.
Það er gott að hafa gott sjálfsálit...en hvað D Drogba varðar þá er þetta hroki og ekkert annað.
Hafið þið einhvertímann sé annan frábæran framherja sinna jafn góðu varnarhlutverki og mig?, er haft eftir honum í enskum fjölmiðlum í dag.
Ef einhver á skilið að vera talinn óeigingjarnasti leikmaður Ensku deildarinnar sem og að berjast um allan völl...vörn...miðju og sókn, þá er það Wayne Rooney í Manchester United.
Ég fórna mér oft fyrir liðið og horfi ekki á tölfræðina yfir hversu mörg mörk ég skora. Við (Chelsea) erum fullir sjálfstrausts og afslappaðir. Carlo Ancelotti nýtur líka mikillar virðingar og hann er einn af hópnum. Þess vegna held ég að andinn í liðinu sé góður, segir kokahraustur Drogba.
Nei Drogba...þessa nafnbót sem þú gefur sjálfum þér, verður aldrei þín.
Hún tilheyrir Wayne Rooney...og er á engan hallað hvað það varðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 9.9.2009
Skyrið slær í gegn i Norge.
Það var þó aldrei að ekki væri hægt að koma þessari fínu og mjög svo góðu vöru ofaní Norsarana...virðist ætla að slá öll met þar ef marka má gd.no í NOREGI.
En mikið vildi ég sjá jafn smekklegar umbúðir hér á landi eins og notaðar eru í Noregi.
Skyr slær í gegn í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mið. 9.9.2009
Fokdýrar felgur.
Ef bara felgurnar undir bílinn kostuðu 1200 þ kr. Hvað kostaði bíllinn þá ?
Ekki setja menn svo dýrar felgur undir einhverja venjulega fjölskyldubíla... hvaða flottræfilsháttur er þetta á árinu 2009.
Auðvitað eiga menn ekkert með að gera að vera að stela frá náunganum... en að hafa slíkar felgur undir bílum sínum, bíður aðeins misvitrum einstaklingum upp á að vilja eignast þær.
Ragnar, árið 2007 er liðið og nú er komið árið 2009 þar sem svona útlitsmont með bíla er liðið.
Learn from this.
Fokdýru felgurnar komnar í leitirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mið. 9.9.2009
Dýrir voru "bensíndroparnir"
Maður sem handtekinn var fyrir ölvunarakstur, telur að þar sem hann hafi þurft að sjúga upp bensín úr vél, hafi það haft áhrif á áfengismæli lögreglunar og því skulu hann ekki sviptur ökuréttindum
Að sjálfsögðu samþykktu hvorki Héraðsdómur Reykjavíkur eða Hæstiréttur þær skýringar mannsins, sem grunaður var um ölvun við akstur, að bensíndrykkja mannsins hefði ruglað áfengismælinguna
Maður þarf ekki að annað en lesa orð lögreglunar um að áfengislykt hefði borist frá manninum til að vita að maðurinn sagði ósatt.
Bensín lyktar svo svakalega og hreinlega drepur niður aðrar lyktir, að það bara gat ekki verið satt sem maðurinn hélt fram.
Hann þarf því að greiða rúmlega 125 þúsund krónur í málskostnað fyrir héraðsdómi og tæplega 94 þúsund krónur fyrir Hæstrétti.
En það mátti reyna
Bensíndrykkjan ekki afsökun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 8.9.2009
Fjárkúgunarfnykur af þessu máli.
Ég hef ekki nokkra trú að þessir menn verði teknir af lífi hvað þá að þeir þurfi að sitja í fangelsi í langan tíma.
Þetta mál lyktar af fjárkúgun og engu öðru...þeim vantar peninga þarna í Kongó og þessir tveir norðmenn voru hentugir til að nota í því skyni að ná sér í peninga sem þeir þurfa ekki að borga, enda er Kongó ekki lánað fé í dag.
Hér má lesa um þetta mál í VG í Noregi og ég sé ekki betur en menn þar hafi fengið á tilfinninguna að um fjárkúgun sé að ræða...þótt ekki sé tekið þannig til orða að sjálfsögðu.
Norðmenn dæmdir til dauða í Kongó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
mán. 7.9.2009
Ráðherrafrú lifir á kerfinu !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)