sun. 6.9.2009
Hinn óforskammaði Benjamin Netanyahu.
Hvað sjáið þið gott fólk þegar þið líti á myndina hér að neðan...
Hugsið aðeins út í það...Síðan í seinni heimstyrjöld hafa Gyðingar vælt yfir því hvað allir voru vondir við þá...ættu ekkert land til að búa í...væru hraktir allstaðar í burtu...sífellt hamrandi á Holocaust til að fá samúð heimsins.
Hvað eru þeir sjálfir að gera núna og hafa verið að gera allar götur síðan 1967...skoðið myndina og þá sjáið þið það sjálf með eigin augum.
Þeir eru að gera nákvæmlega sama hlutinn og þeir sökuðu aðra um að vera gera sér...og það þvert gegn Alþjóðalögum nota bene.
Alþjóðalög eiga greinilega ekki við um þá...ja nema þegar það hentar þeim sjálfum. Og að alþjóðasamfélagið skuli ætíð þegja þunnu hljóði er með ólíkindum...
Er þó ekki hissa þó að Bretar og Frakkar skuli gera það. Það voru jú þeir sem opnuðu þessar dyr fyrir Gyðinga að taka sér það landrými sem þeim hentaði í það og það sinnið.
Sameiniðuþjóðirnar gerðu samkomulag um skiptingu landsins árið 1947 eins og sést á myndinni...en þrátt fyrir það héldu Gyðingum engin bönd, og Sameiniðuþjóðirnar hafa alla tíð haldið höndum í skauti sér og látið þá halda sínu striki þrátt fyrir samkomulagið.
Og svo er fólk hissa og reitt út í stríðin og átökin sem hafa verið milli Ísraels og Palestínu...og alveg sérstaklega reitt út í Palestínumenn fyrir að halda ekki bara kjafti og sætta sig við yfirgang Ísraela vegna landtöku þeirra út og suður í landinu...henda fólki út úr húsum sínum og út á götu til þess að láta Gyðinga fá húsin. Já Palestínumenn eiga bara að gera sér hlutina að góðu en ekki að berjast fyrir sínum rétti.
Gyðingar eru hin Guðs útvalda þjóð að eigin mati og því er þetta réttlætanlegt. Er þetta sá kærleikur sem þeir lesa úr trúarbók sinni og kemur það fram í þeirra bók að Guð hafi verið landa og fasteignasali ? Ja það mætti halda það eftir því sem maður sér og fréttir um aðfarir þeirra.
Um hálf milljón gyðinga býr í rúmlega 100 landnemabyggðum, sem hafa verið reistar frá því Ísraelar hertóku Vesturbakkann og Austur-Jerúsalem árið 1967. Skv. alþjóðalögum er um ólöglegar byggðir að ræða. Ísraelar halda hins vegar öðru fram. Nú auðvitað eru þeir ekki sammála...það var jú landa og Fasteignasalinn Guð sem seldi þeim þetta land.
Landnemabyggðir stækkaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
sun. 6.9.2009
Hinn eini sanni mótmælandi er fallinn frá.
Helgi Hóseasson látinn.
Helgi Hóseasson lést á elliheimilinu Grund í morgun 6/9´2009, 89 ára að aldri. Helgi sem nefndur hefur verið mótmælandi Íslands fæddist í Höskuldsstaðaseli í Breiðdal þann 21. nóvember 1919.
Helgi fannst hann beittur óréttlæti af hálfu Kirkjunnar sem og dómstóla...vegna þess að kirkjan og dómstólar vildu ekki rifta skírnarsáttmála hans. Kirkjan og samfélagið vildu ekki viðurkenna að hann væri ekki lengur bundinn loforðum gefnum við skírn og fermingu. Helgi fékk aldrei kröfum sínum framgengt þrátt fyrir að hafa staðið að þessum mótmælum sínum allt frá árinu 1962. Þrautseigja hans var stórmerkileg.
Má geta þess, að hér á landi er fullt af fólki, Íslendingum sem öðrum...sem eru hvorki skírð né fermd...Heldur eru þau nefnd eins og kallað er...Gefið nafn án skírnar og þar af leiðandi ekki fermd heldur...Og þurfa því ekki að gangast undir sáttmála né loforð Kirkjunnar. Svo ég get vel skilið Helga og mótmæli hans fyrir að fá að vera ekki í þeim hópi.
Helgi átti það til að nota önnur meðul en skilti sín við mótmælin...s.s. skyr eins og frægt er o.fl.
Man eftir Helga við mótmæli sín alveg síðan ég var smá strákur...við Austurvöll, Lækjartorgi og fleiri stöðum eins og hlemmtorgi þar sem hann mætti árum saman...
Á mínum unglingsárum þótti mér Helgi "skrítin" eins og sagt er...en alls ekki í illri meiningu...maður flissaði yfir því að sjá þennan mann með hin skrítilega orðuð skilti sín sem maður botnaði ekkert í hvað þýddu.
En sá skilningur kom þó seinna meir...þegar maður fór að pæla meira í þessum orðum sem hann notaði á skiltin sín.
Það er sjónarsviptir af mönnum eins Helga.
Blessuð sé minning þessa manns. Far hann í friði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 5.9.2009
Listmálarinn Hitler.
Það hefði betur farið svo að Adolf Hitler hefði komist inn í listaakademíuna í Vín eða þýskalandi í stað þess að snúa sér að pólitík og verða það sem hann varð síðar meir...
Einræðisherra Þýskalands og algert nutcase eins og sagt er og sem flestir vita sem komnir eru til vits og ára...nema kannski þeir sem búa í svokölluðum vanþróunarríkjum.
Ég er engin listmálari eða þykist vita mikið um málverkalist...en mér þykja þessar myndir hér að neðan nokkuð góðar sem og aðrar sem ég hef séð eftir hann.
Tel hann hafa haft nokkuð glöggt auga fyrir smáatriðum ef marka má þær myndir sem ég hef séð...en það er að sjálfsögðu bara mitt álit.
Myndir Hitlers fóru á 42 þúsund evrur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.9.2009 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
lau. 5.9.2009
Hverskonar rugl er þetta.
Sænskur karlmaður ætlar að nota brjósta pumpu í tilraunaskyni í 3 mánuði til að reina að framleiða brjóstamjólk...Til hvers og hvað ætlar hann að sanna með því ?
Sigbritt Werner, prófessor við Karolinska Institut í Stokkhólmi, er þess fullviss að Bengtsson muni ekki takast að framleiða meira en nokkra mjólkurdropa eftir þriggja mánaða tilraunameðferð.
Svo ég endurtaki mig...Hver er tilgangurinn með þessu ef Sigbritt fer með rétt mál (sem ég efa ekki) að maðurinn muni aðeins framleiða nokkra dropa.
Kannski hann geti notað það í kaffið hjá sér (í1 bolla af kaffi kannski) Eða ætlar hann að halda þessu áfram þar til hann eignast annað barn í þeirri von um að geta gefið því brjóstamjólk
Þetta er meira endemis ruglið hjá blessuðum manninum...og ekki gleyma þeim sem aðstoða hann við þessa tilraun.
Sænskur karlmaður vill gefa brjóst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
lau. 5.9.2009
Frábær söngkona uppgötvuð allt of seint.
Hin magnaða Susan Boyle var uppgötvuð allt of seint sem frábær söngkona...Maður sér það sérstaklega þegar hlustað er á lagið Cry me a river frá árinu 1994 og kom út á cd opinberlega það ár.
Hef sett hér in 4 myndbönd sem spannar allt frá árinu 1984 í lífi Susan sem söngkonu. Tel að hún hafi ekki fittað inn hjá söngskríbentum sem virðast halda að útlit sem og sönghæfileikar þurfi að fara saman svo úr verði frábær og fræg söngkona.
Mikill misskilningur þar á ferð eins og hefur sýnt sig með Susan Boyle...hún á söluhæstu plötuna á Amazon vefnum, en þó er platan ekki komin út. Hlakka mikið til að heyra þá plötu þegar hún kemur á markað.
Spái því að platan hennar verði Jólagjöfin í ár, og ekki bara hér á landi.
Susan Boyle syngur á bar 1984 þar sem hún var gestkomandi.
Susan Boyle's 1995 á einhverskonar sýningu "My Kind of People" Í lokin fær hún koss frá Michael Barrymore sem er sviðsnafn hans. Breskur grínari og uppistandari. (Michael Ciaran Parker (fæddur 4 Maí 1952) Susan hafði greinilega gleymt þessum eina kossi...því hún hefur sagt í viðtölum að hún hafi aldrei verið kysst.
Lagið Cry me a river sem kom út á góðgerðardiski árið 1994
Susan Boyle á úrslitakvöldinu í Britains Got Talent 2009. Frábær frammistaða hjá henni sem og frábærir dómar.
Susan Boyle slær í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fös. 4.9.2009
Who's to tell. (Ljóð)
Bloggar | Breytt 6.9.2009 kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)