Færsluflokkur: Bloggar

Sonur minn er að koma heim :)

Mikið er gott að vita til þess að sonur min er að koma heim frá Palestínu Smile, þar sem hann hefur verið síðastliðna 3já mánuði sem sjálboðaliði, og kennt ensku í háskólanum í Nablus, sem og hjálpað bændum við að taka inn olífu uppskeru þeirra. Það verður mikið gaman að hitta hann aftur eftir þessa veru hans þarna úti. Það segja þeir sem verið hafa þarna úti, að þeir hafi komið mikið breyttir heim. Það er upplifun þeirra eftir að hafa verið þarna, að lífssýn þeirra hafi breyst til muna, og að það sem áður var tekið sem sjálfsagðan hlut hefur breyst í að ekkert er svo sjálfsagt né sjálfgefið í þessu lífi.

Heimskar rjúpnaskyttur týnast.

Hvernig væri nú að skylda þessar rjúpnaskyttur til að hafa leiðsögutæki í handraðanum þegar þeim er úthlutað veiðileyfi, og að þeir sýni fram á eign á  slíkum tækjum til að fá veiðileifi. Svo ekki þurfi á hverju ári að kalla út björgunarsveitir til að leita að þessum heimskingjum sem vaða upp um fjöll og firnindi og hafa ekki hugmynd um hvert þeir eru að fara. Þessar leitir að þeim kosta mikinn pening. og fynst mér að það ætti að sekta þá sem fara af stað án fullnægjandi búnaðar.
mbl.is Leitað að rjúpnaskyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er vinnusukk í gangi á Íslandi?"

Nú er svo komið að fyrirtæki eru farin að skera niður vinnutíma fólks, um svo og svo mörg prósent, nú eða hreinlega segja fólki upp. Ég þekki til hjá ýmsum fyrirtækjum í gegnum ættingja sem lent hafa í þessum niðurskurði. Og í því sambandi hefur það vakið furðu mína að þeir sem lægst eru settir innan fyrirtækis, og hafa lægstu launin lenda verst út úr þessu öllu saman. Það eru þeir sem verða fyrir skerðingu allt að 50% eða látnir bara taka pokann sinn, meðan þeir sem mun hærri laun hafa, taka á sig einungis 10% lækkun launa/starfshlutfall. Eins og vélstýran orðar það hún Anna K K. " Er vinnusukk í gangi á Íslandi?" Það er og hefur verið landlægur andskoti hjá þeim sem vinna á skrifstofu og/eða bera einhversskonar titil í sinni vinnu, að álíta sem svo að þeir lægstlaunuðu sé heppilegur hópur til að fórna þegar illa árar, þrátt fyrir að það sé sá hópur sem vinnur vöruna til þess að koma henni út " framleiðslufyrirtæki " svo fyrirtækin geti nú sent út reikninga og fengið greitt fyrir sína vöru. Þætti gaman að sjá skrifstofu og titla liðið fara í þau störf, yeah right. Langar að taka eitt dæmi um fyrirtæki sem ekki gerir þessa hluti, að lækka starfshlutföll um 50% hjá sumum en aðeins 10% hjá yfirmönnum og þeim hæstlaunuðu. "svo er mér sagt í.þ.m." En það er MS. Þar er 10% lækkun á línuna nema hjá þeim sem lægstu launin hafa, þeir missa ekkert. Þetta er dæmi um vel rekið fyrirtæki. Og eins og einn verslunareigandi sagði. Ef fyrirtæki eru vel rekin, þá þarf ekki að nota þá aðferð sem mörg fyrirtæki nota og ég hef nefnt hér að ofan. Lykilorðið er "hagræðing" á kostnað allra en ekki bara sumra.


Eru vasar Jóns Ásgeirs botnlausir ?

Alveg er það ótrúlegt hvað þessi maður hefur mikið milli handana í þessari kreppu sem nú ríkir, og það þrátt fyrir að hafa misst svo mikið að eigin sögn Crying. Og hverskonar plott stundar þessi maður með því að kaupa af sjálfum sér hlut úr fyrirtæki sem hann var og er stór eigandi að Woundering. Ég hef því miður ekkert viðskiptavit að ráði, og er þessi gjörningur því ofar mínum skilningi W00t. Sem og flestra annarra að ég tel.
Og nú er fjölmiðlafrelsið farið norður og niður, eða halda menn að umræðan um þátt Jóns Ásgeirs í útrásinni verði sanngjörn á Stöð 2 ? Ekki láta það hvarfla að ykkur að svo verði Sick.







mbl.is Félag Jóns Ásgeirs keypti fjölmiðla 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá sýnishorn fyrir Israels vini.

 Ísraelar að sparka í múslímska konu og toga í

Hvað kallast þeir sem reyna að hrauna yfir aðra á blogginu ? Jú Chicken shit.

Get aldrei skilið þegar fólk fer inn á blogg annarra til þess eins að reyna að hrauna yfir þann sem er að blogga, eingöngu vegna þess að skoðanir þess sem bloggar eru ekki í takti við hans skoðanir. Á Mbl.blog.is er einn sem þykist hafa leyfi til þess, hann heitir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur, burtrekinn þjóðminjavörður sem aldrei á afturkvæmt í starf þar. Það ætti að segja eitthvað um manninn ekki satt. Tilefni þessa skrifa minna er árás Vilhjálms á bloggara sem kallar sig sjalfbodaaron.blog.is Ungur maður sem er sjálboðaliði í Palestínu og hefur upplifað margt aem ekki ratar í fréttir hér á Íslandi né annarsstaðar. Morgunblaðið hefur meira segja ekki séð ástæðu til að birta skrif hans á síðum sínum. Afhverju, spyr sá sem ekki veit. Kanski svo Íslendingar fái nú ekki rétta mynd af þeim hryllingi sem fer þar fram af hálfu Ísraelshers né Landnemum sem eru svo herskáir að jafnvel her Ísraela eru hræddir við þá. Skora á ykkur ad lesa blogg Arons, sem ætti að vera nokkuð fróðleg fyrir ykkur í bloggheimum, þótt Vilhjálmur hafi þótt ástæða til að reina hrauna yfir skrif Arons, og uppskorið mótmæli af hálfu þeirra sem lesa bloggið. Og ekki hefur hann séð ástæðu til að svara þeim andsvörum, enda held ég að hann gæti það ekki. Fyrirsögnin á þessu bloggi er nú alt sem segja þarf um þann mann.

Hrottalegt ofbeldi gagnvart börnum sínum

,Innlent | 24 stundir | 19.9.2008 | 07:29

Grunur um hrottalegt líkamlegt ofbeldi,

Það vill svo til að mér er kunnugt um hver þessi maður er sem talað er um í þessari frétt. Ég taldi reyndar að börnin hefðu verið tekin af honum fyrir mörgum mánuðum síðan, og að foreldrar hans hefðu fengið forræðið. Sem varð reyndar um síðir. Hann var giftur þeirri konu sem nefnd er í fréttinni í mörg ár, en það gekk því miður ekki vegna ofbeldis eiginmannsins gagnvart eiginkonunni. Sem reyndi þó alltaf að fela ofbeldið, þó að sægist á henni. Hún er þó ekki saklaus í þessu máli. Eftir skilnaðinn, var konan með börnin en því miður féll hún í gryfju alkahóls og fíknar. Þegar það hafði gengið um tíma fékk faðirinn fullan umráðarétt yfir börnunum, og hélt fólk að nú væru málin komin í góðan farveg, en því miður var svo ekki. Því hann var og er haldin geðrænum kvillum sem engin hafði gert sér grein fyrir, fyrr en of seint. Mér er kunnugt að honum var vikið úr starfi því sem hann hafði gegnt um nokkurra ára skeið, en þó ekki fyrr en honum hafði verið gefið tækifæri til að leita sér lækninga, sem virðist ekki hafa gengið upp. Þetta er maður sem alltaf kom vel fyrir í fjölskylduboðum sem og annarsstaðar, svo vel gat hann falið kvilla sinn fyrir öðrum. En sem betur fer komst upp um hann og ofbeldi hans gagnvart börnum sínum, sem því miður munu bera þess merki um þetta ofbeldi um langan tíma, ef ekki alla æfi. Því ofbeldið byrjaði ekki eftir að hann fékk forræðið, heldur þegar hann var enn giftur móður barnanna, sem því miður virðist ekki verða fær um að annast börnin sín um ókomin tíma. Þetta mál er ein sorg frá upphafi til enda. Ég vona svo sannarlega að börnin nái jafnvægi í höndum afa síns og ömmu. Og að foreldrar þeirra komist aldrei nálægt þeim.

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið yfirheyrður af lögreglu vegna gruns um hrottalegt ofbeldi gagnvart þremur börnum sínum, tveimur stúlkum og dreng sem eru á aldrinum átta til fjórtán ára. Börnin bjuggu hjá föður sínum.

Málið kom inn á borð rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins frá barnaverndarnefnd í sveitarfélaginu þar sem brotin komust upp. Líkt og í fréttum Stöðvar 2, þar sem fyrst var greint frá málinu á miðvikudagskvöld, verður bæjarfélagið þar sem maðurinn hefur búið með börnum sínum ekki gefið upp vegna hugsanlegra afleiðinga þess fyrir fórnarlömb ofbeldisins, að öðru leyti en að það er á höfuðborgarsvæðinu.

Börnin búa nú hjá ömmu sinni og afa. Móðir þeirra hefur ekki búið á heimilinu um nokkurt skeið en hún hefur átt við vímuefnavanda að stríða og því hafa börnin búið hjá föður sínum einum.

Samkvæmt heimildum 24 stunda er málið litið alvarlegum augum. Áverkar eftir eggvopn voru á einu barnanna en talið er að hnífum hafi verið kastað í það. Þá er einnig uppi grunur um langvarandi hrottalegt líkamlegt ofbeldi. Engar vísbendingar hafa komið fram um að börnin hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu föður síns. Því hefur Barnahús ekki haft afskipti af málinu en einungis kynferðislegt ofbeldi kemur inn á borð þess.

Rannsókn á málinu er stutt á veg komin og verst lögregla frekari frétta af því. Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa beitt börn sín ofbeldi er ekki í haldi í lögreglu þar sem vísbendingar barnaverndarnefndar um hrottalegt ofbeldi gagnvart börnunum hafa ekki verið rannsakaðar að fullu.


Sterar í skotfimi !

N-Kóreumaður sviptur silfurverðlaunum sínum í skotfimi vegna steranotkunar Shocking . Ja hérna, mér finnst það ekkert skrítið að hann skuli nota stera til að  öðlast góða vöðva og styrk Woundering .  því samkvæmt frétt blaðamanns moggans þá var riffillinn 10 metra langur GetLost  LoL . Ég myndi nú ekki meika það að halda á slíkum grip Blush . Hvað um þig lesandi Errm
mbl.is N-Kóreumaður sviptur silfurverðlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammt stórra högga á milli.

Ég var nú búinn að blogga um þessa eltingarleiki lögreglunar hér um daginn, þar sem ég velti fram þeirri hugmynd um að lögreglan fengi sér svokallað gadda teppi sem lögð eru yfir götur til að stöðva ökuníðinga. Því ég tel það hættu minna fyrir alla aðila heldur en að aka á ökutæki til að stöðva þá á ofsahraða. Slíkar aðfarir auka hættuna á stórslysum jafnvel dauða ökumanns þess bíls sem ekið er á til að stöðva hann. Því skora ég lögreggluna á að fá sér slík gadda teppi, og það ekki seinna en strax.
mbl.is Skammt stórra högga á milli hjá sérsveitarmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirför og Hasar jibbý.

Eftirför og hasar, nú komust óreindir lögreglumenn í feitt. Maður á ofsahraða eftir suðurlandsvegi og þeir á eftir, þar til þeir gátu ekið utan í bílinn og velt honum ! Var það ætlunin ? var pælt í því að ökumaðurinn hefði getað stórslasast eða látið lífið ? Auðvitað þarf að stöðva svona ökumenn, en þarf að gera það á þennan hátt ? Held ekki. Annað hvernig var ökulag/hraði þessa manns áður en lögreglan varð var við hann og setti sírenurnar á ? 

"Um tíuleytið  í gærkvöldi var tilkynnt um aðfinnsluvert aksturslag á Toyota Landcrusier jeppa á Suðurlandsvegi. Er lögreglan gaf bifreiðinni stöðvunarmerki við Rauðavatn sinnti ökumaður því engu og jók hraðan, ók suður Breiðholtsbraut, fram úr bílum öfugu megin og inn í Árbæinn. Þar var ekið á ofsahraða eða allt að 100 km / klst þar sem hámarkshraði er 30km klst  ökumenn og gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa að forða sér frá." 

Sagt er í fréttinni að lögreglan hafi sett upp lokanir og hindranir eins og það kallast en ekki útlistað nánar. Ég velti því fyrir mér að fyrst þeir höfðu tíma til þess í þessu tilfelli sem og mörgum öðrum svipuðum, að afhverju í drottins nafni eru þeir ekki búnir að fá sér það tæki sem að ég held að lögreglan víðast hvar í nágrannalöndum okkar hefur fengið sér og notar með mjög góðum árangri, en það er svokallað GADDA/NAGLA TEPPI sem lagt er yfir vegi til að stoppa ökuníðinga af. Því þegar ekið er yfir þessi teppi þá springur á öllum hjólbörðum og eftirleikurinn yfirleitt auðveldur eftir það að ná þrjótnum. Hvernig væri að Lögreglan færi nú að fá sér slíkt teppi ! áður en þeir drepa einhvern í heimskulegum eltingarleik, því það mun koma að því einhvern daginn.


mbl.is Líkamsárásir og eftirför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband