Færsluflokkur: Bloggar
fös. 14.8.2009
Fáið ykkur almennilega skó
Þið erki bjálfar sem eruð að snúa ykkur um ökklana við að ganga á fjöll...
Þetta er orðið einum of oft sem það þarf að aðstoða fólk sem er búið að togna/snúa á sér ökklann...
og afhverju er það ? jú...þetta fólk hefur ekki vit á því að hafa réttan skóbúnað.
![]() |
Konu komið til bjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fim. 13.8.2009
Lokaorð í stólræðu dagsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 13.8.2009
Í djúpum skít
Þetta kallar maður að sitja í djúpum skít...eða þannig.
Fílsungi var notaður sem vinnuafl við vegavinnu í Rayong-héraðinu í Taílandi en fíllinn kom litlu í verk. Hleri yfir klóaksholu sem fíllinn stóð á gaf sig nefnilega með þeim afleiðingum að fíllinn féll ofan í holuna með rassinn fyrst.
Það tók björgunarfólk þrjá tíma að koma fílnum úr þessari óþægilegu stöðu en það gerði það með því að gera holuna stærri og toga síðan fílinn upp. Sem betur fer slasaðist fíllinn ekki neitt en óvíst er hvort hann verður notaður sem starfskraftur aftur í nánustu framtíð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 12.8.2009
Fimmtán sagt upp og jeppi keyptur
Sigsteinn Páll Grétarsson, framkvæmdarstjóri Marels, ekur um á nýlegum Land Cruiser 200 jeppa sem er í eigu fyrirtækisins. Bíllinn var keyptur í endaðan júní en 15 starfsmönnum var sagt upp í febrúar til að mæta minnkandi eftirspurn og breyttum aðstæðum.
Það var og...þeim sem sagt vantaði aura fyrir nýjum bíl undir afturenda stjórans...Og þá var valin að sjálfsögðu auðveldasta leiðin til þess... með því að taka lífsviðurværið frá 15 starfsmönnum svo hægt væri að gera vel við Bossinn. "HRÓS FYRIR MAREL".
Tap fyrirtækisins nam 1,2 milljarði á síðasta ári...Sagði þá Sigsteinn Páll í samtali við mbl.is: Þetta er fyrst og fremst varúðarráðstöfun til þess að mæta minnkandi eftirspurn og breyttum aðstæðum. Það vakti því undrun starfsmanna Marels þegar Sigsteinn mætti á glæsijeppanum í vinnuna í endaðan júní.
Dæmi um verð á svona bíl.
5 dyra | 4.5 V8 D-4D 6 þr. sjálfskipting | Land Cruiser 200, navi | 17.750.000,00 |
5 dyra | 4.7 V8 VVT-i 5 þr. sjálfskipting | Land Cruiser 200, navi | 17.750.000,00 |
5 dyra | 4.7 V8 VVT-i 5 þr. sjálfskipting | Land Cruiser 200, navi, sóllúga | 17.990.000,00 |
5 dyra | 4.5 V8 D-4D 6 þr. sjálfskipting | Land Cruiser 200, navi, sóllúga | 17.990.000,00 |
Skal engan undra þótt starfsmenn Marels hafi orðið undrandi á að sjá Bossinn á nýjum milljóna kr Land Cruiser jeppa þrátt fyrir mikið tap og breyttar aðstæður eins og nefnt var sem ástæða uppsagnar þessara 15 starfsmanna.
Ætli aðstæður hafi ekki breyst skyndilega til hins betra í stuttan tíma... svona rétt á meðan fjárfest var í milljóna kr Land Cruiser jeppanum... og allt síða farið í sama horf aftur...þ.e.a.s. minnkandi eftirspurn og breyttar aðstæður. Örugglega heppileg tilviljun ?
Orðið "drullusokksháttur" kemur upp í hugann þegar svona frétt er lesinn...en það er líklega bara ég sem hugsa svona hmmm.
Meiri bjáninn ég...auðvitað er svona "siðleysi" mjög ásættanlegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mið. 12.8.2009
Héldu manni föngnum í íbúð
Viking Sissy Drink.
Það er víðar hægt að finna ofbeldi af þessu taginu heldur en í henni Reykjavík...Sjálfir Norðurlands víkingarnir eru farnir að apa þennan ósóma eftir okkur...svei mér þá.
Þeir sem ástunda svona óhæfu að ráðast nokkrir saman á einn...eru nú í mínum huga bara það sem ég vil kalla "sissy boy´s"...eins og sagt er á enskri tungu. "Aumingjar" á áskæra ylhýra máli okkar.
Hver sem aðdragandinn var að þessu máli veit ég ekki, enda skiptir það engu máli...gerendurnir eru jafnmiklir sissýar fyrir það.
![]() |
Héldu manni föngnum í íbúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 11.8.2009
Danskur útrásarvíkingur
"Mikið vill meira segir einhverstaðar"
Og hefur það sannast á Dananum Søren Hansen að græðgin á sér engin takmörk þegar peningar eru annarsvegar...
Danski atvinnukylfingurinn Søren Hansen hefur verið ákærður í Danmörku fyrir stórfelld skattsvik en hann er grunaður um að hafa komið fjármunum undan í erlendum skattaskjólum. Hansen er í 47. sæti á heimslista kylfinga.
Minnir á aðra Útrásarvíkinga sem við þekkjum hér frá okkar Ísalandi...
Það skyldi þó aldrei vera að Danir og Íslendingar væru skyldir
![]() |
Danskur kylfingur ákærður fyrir skattsvik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
þri. 11.8.2009
Svikna velferðarbrúin...
Greinin er hér í færslunni á undan. Fyrirgefið, en varð bara að vísa á hana aftur...þörf grein Vigdísar Hauksdóttur Lögfræðings...fyrir þá sem láta sér annt um Eldri borgara og Öryrkja...eða þekkja þá sem eru það.
Bloggar | Breytt 12.8.2009 kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 11.8.2009
Svikin velferðarbrú.
Svikin velferðarbrú.
Hin svokallaða velferðarstjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur hefur nú tekið ákvörðun um að skerða grunnlífeyri eldri borgara og öryrkja sem hingað til hefur verið ósnertanlegur.
Velferðarbrú Samfylkingarinnar sem auglýst og boðuð var fyrir kosningar var aldrei á dagskrá.
Ekki voru liðnir margir dagar frá kosningum þegar títtnefnd Jóhanna réðst af öllu afli á grunnstólpa velferðarkerfisins í stað þess að byggja á þeim framtíð og öruggt skjól fyrir eldri borgara og öryrkja.
Velferðarbrú Samfylkingarinnar sem auglýst og boðuð var fyrir kosningar verður aldrei byggð. Í auglýsingum um brúna mátti hins vegar sjá viðsjárverða gjá, hún virðist vera öllu raunverulegri í dag en blessuð brúin. Við skulum kíkja á hvað heilagri Jóhönnu hefur tekist að afreka á þeim stutta tíma sem liðinn er frá 15. apríl
Lagasetningu þurfti til og með lögum nr. 70/2009 náði Jóhanna ásamt ríkisstjórnarflokkunum að leiða eftirfarandi í landslög:
Frítekjumark vegna atvinnutekna var áður 1.315.200 á ári en er nú 480.000 eða 40.000 á mánuði.
Frítekjumark vegna atvinnutekna öryrkja var áður 1.315.200 á ári en er nú 300.000 eða 25.000 á mánuði.
Lífeyrissjóðsgreiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum reiknast nú til frádráttar á grunnlífeyri.
Frítekjumark á skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði er einungis 10.000 á mánuði.
Embættisverk nýrrar Jóhönnu fá þennan dóm á vef Öryrkjabandalagsins; Öryrkjabandalag Íslands mótmælir þeim kjaraskerðingum sem koma fram í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, þar sem lagðar eru auknar álögur á öryrkja í formi lágtekjuskatts. Og langt seilist Jóhanna í þetta sinnið því fram kemur í ályktun aðalstjórnar ÖBÍ 1. júlí að:
Horfið er mörg ár aftur í tímann hvað varðar réttindi lífeyrisþega. Einnig eru innleiddar nýjar skerðingar með því að láta lífeyrissjóðstekjur skerða bæði grunnlífeyri og aldurstengda uppbót.
Þegar rýnt er í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 70/2009 kemur ýmislegt áhugavert í ljós.
Einstök er sú röksemd sem fylgir ákvörðun þeirri að lækka frítekjumark ellilífeyrisþega um 835.200 kr. vegna atvinnutekna.
Þar segir orðrétt: Er það gert vegna þess mikla atvinnuleysis sem þjóðin stendur frammi fyrir en gríðarlegur fjöldi atvinnufærra manna og kvenna þarf að lifa af atvinnuleysisbótum einum saman.
Gott og vel, eldri borgarar eiga samkvæmt þessu ekki að taka atvinnu frá vinnubærum einstaklingum á vinnumarkaði, sem þó var samkomulag um fyrir nokkrum misserum.
Hví sýnir Jóhanna nú ekki sjálf gott fordæmi og yfirgefur vinnumarkaðinn?
Er hér um einstakan árangur" að ræða og ég fullyrði að nú hafi verið slegið nýtt met í árásum á þá sem minnst mega sín.
Höfundur er Vigdís hauksdóttir. Lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Vona að hún virði það mér til betri vegar að birta grein hennar hér á bloggi mínu, þar sem ég er einn af þeim sem hún talar um. Þ.e.a.s. Öryrki. Myndina setti ég með og er því á mína ábyrgð en ekki Vigdísar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 9.8.2009
Skeleton in the closet
Það má með sanni segja að Danir hafi verið með beinagrind í skápnum hjá sér...þegar maður hefur lesið þessa grein kæmi manni ekki á óvart ef fleiri beinagrindur af þessari gerðinni kæmu fram í dagsljósið frá frændum okkar Dönum...
Þvílík og önnur eins svívirða...það er eins og að lesa um tilraunastarfsemi frá tímum Nasista...einn bloggari líkti þessu við Breiðuvíkur málið...en ég tel þessi mál í fáu lík...Grænlensku börnin komust aldrei heim til sín aftur. Það gerðu Breiðuvíkur börnin þó.
http://www.youtube.com/watch?v=C3v0tuVpXQc
![]() |
Grænlensk börn sem tilraunadýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 8.8.2009
Lára "jarðskjáfta" sjáandi enn á ferð
Er Geirfinnur og Madeleine á lífi ?
Í morgunþætti Simma og Jóa nú í morgunn áttu þeir félagar samtal við Láru jarðskjálfta "sjáanda" og í því samtali ýjar Lára að því að Geirfinnur sé á lífi á erlendri grundu ?
"Svo nú verða bara yfirvöld að láta tölvugera mynd af Geirfinni eins og hann gæti litið út í dag...og láta birta í erlendum blöðum í von um að hann þekkist og finnist"
Bara smá pæling.
Í sama viðtali kom fram að Lára hafi haft samband við yfirvöld erlendis varðandi Madeleine sem hvarf fyrir rúmum tveimur árum í sumarferð fjölskyldunnar í Portúgal...Lára segist hafa gefið þeim upplýsingar um landslag sem hún sá fyrir sér og gæti sagt til um hvar hún mætti finnast...væntanlega fara þeir þá að hefja nýja leit. Hver veit ?
Bara smá pæling.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)