Enn ein rjúpnaskyttan í rugli !

Ég var búin að blogga um þessar blessaðar rjúpnaskyttur fyrir nokkru, og enn er sama sagan að endurtaka sig. Ef þessir menn vilja vera að klöngrast um fjöll og firnindi án þess þó að hafa í raun nokkra hugmynd um hvert þeir eru að fara eða hvar þeir eru eru staðsettir á hinum og þessum tíma, þá held ég að það sé löngu tímabært að þeir sem fái veiðileyfi til skotveiða að þeir sýni fram á að þeir hafi og eigi GPS staðsetningartæki. Að öðrum kosti eiga þessir menn ekki að fá veiðileyfi. Rekstur björgunarsveita er nógu dýr og erfitt oft að fá fjármagn til rekstursins, svo þeir séu nú ekki sífellt að leita að algerum veiðimansaulum. Semsagt að þeir sem fá veiðileyfi, verða að sýna fram á eign á GPS tæki. Og þeir sem ekki hafa það meðferðis til veiða eiga skylirðislaust að greiða kostnaðinn við leitina að þeim. Fyrr læra þessir menn ekki.
mbl.is Leit að rjúpnaskyttu á Vestfjörðum í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ástæðulaust að halda að aðeins rjúpnaskyttur komi sér í vandræði. Hvað með alla aðra sem týnast og þarf að leita af? Hvað með húseigendur sem ekki ganga frá húsum sínum fyrir óveður. Hvað með verktaka sem skilja eftir fullt af drasli sem fýkur um allt þegar eitthvað hreyfir vind?

Nei góði, þú ert með engin rök fyrir því að skylda veiðimenn til eins eða neins. Hinsvegar er hægt að hvetja menn endalaust til að fara rétt búnir til veiða og ætti hver veiðimaður að sjá sóma sinn í því að vera rétt búinn.

Veit ekki betur en að björgunsveitir séu vel búnar og styrktar einmitt af veiðimönnum til að hægt að sé að leita ef þeir villast. Loks hef ég ekki enn hitt þann björgunarsveitarmann sem ekki hefur gaman af að fá að nota vélsleða, fjórhjól og jeppa til að leita að mönnum, ef allt endar vel.

Geimur (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 15:05

2 identicon

Mæli með að allir sem fara upp um fjöll og fyrrnindi fái sér göngu gps. Miða við að slík ágætis tæki kosti frá 17 þús., t.d. í Elko, þá er það engin afsökun að hafa ekki eitt eintak með sér, enda kostar leit margfalt þá upphæð.

Linda (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: brahim

þá held ég að það sé löngu tímabært að þeir sem fái veiðileyfi til skotveiða að þeir sýni fram á að þeir hafi og eigi GPS.

Þó ég hafi nefnt rjúpnaskyttu. Þar sem jú leitað var að slíkum veiðimanni. Þá skaltu lesa hér að ofan hvað ég sagði. 

Finnst björgunarsveitamönnum gaman að nota þessi tæki til að leita að fólki ? Fólki sem þeir gætu þess vegna fundið látið. Er ekki í lagi með þig Geimur. Hvernig dettur þér í hug að þeim finnist gaman að fara til leitar að fólki. Mér þætti gaman að heyra björgunarsveitarmann seigja að honum finnist gaman að fara til leitar að fólki sem hann gæti gengið fram á látið. Mikið gaman og gleði fólgin í slíku. Að fara einn til veiða t.d. er ákvörðun sem þú tekur sjálfur, og án almennilegs búnaðar til fararinnar ertu að bjóða hættunni heim sjálfviljugur.  Þannig að ekki líkja þessu við náttúruna sem við ráðum ekkert við né stjórnum. Og veðurfréttir eru nú einu sinni nokkuð sem ekki er hægt að treysta 100%. Breytingar á veðri getur gerst svo ört.

brahim, 17.11.2008 kl. 16:06

4 identicon

Nei nú ertu alveg að missa þig vinur.

Það vill svo til að ég þekki ágætlega til hjá björgunarsveitarmönum og veit vel að þeir væru ekki í þessu ef þeir hefðu ekki gaman af þessu. Í þessu tilfeli var maðurinn meira að segja í talstöðvasambandi. Það sem þú flaskar svo illilega á er að leggja til að einhver skylda sé lögð á rjúpnaveiðimenn, umfram annað útivistarfólk. Það er engan veginn hægt að skylda þá til að kaupa GPS frekar en að skylda húseigendur að ganga frá lausu dóti þegar útlit er fyrir óveður.

Ástæðan fyrir því að ég legg hér orð í belg er einfaldlega sú að af skrifum þínum þykist ég greina vanþekkingu á málinu og öfgarnar í samræmi við það. Sem betur fer er langt síðan að rjúpnaskytta varð síðast úti í óveðri. Hvað varðar slys og önnur tilfeli sem hafa orðið veiðimönum til tjóns er varla hægt að koma í veg fyrir þau með því að gera GPS að skyldu.  Hver á svo að fylgjast með því að GPS tækið sé í lagi, að batteríin séu í lagi, að tækið verði ekki fyrir höggi á göngu o.sv.frv. Nei, boð og bön eiga ekki við hér, heldur á að brýna fyrir fólki að hugsa skynsamlega og ennfremur að minna fólk á þörfina á því að láta vita af ferðum sínum og hvert það ætlar að halda, komi til þess að þeir skili sér ekki á réttum tíma.

Geimur (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:55

5 identicon

Jæja..... það er einstaklega barnalegt að gala og gagnrýna þegar viðkomandi veit ekki einu sinni staðreyndir.....!!  Þessi rjúpnaskytta vissi hvar hann var staddur..... þegar það skall á mikið dimmviðri og mikil rigning.  Þessi rjúpnaskytta var ágætlegabúin.... annars hefði hún ekki komist heil til byggða......!!  Þessi rjúpnaskytta gekk sjálf að bílum leitarmanna..... hún þurfti einfaldlega aðstoð ljósa til að komast niður..... þessi rjúpnaskytta gat nokkurveginn sagt hvar hún væri.... og þrengdi þannig leitarsvæðið þannig að það var kannski 1-2 kílómetrar á lengdina og stytti þannig  tímann verulega sem annars hefði farið í laaaanga leit!!  Þessi rjúpnaskytta er þrælvön, búin að fara á fjöll í tugi ára....... og lendir þá einu sinni í hrikalegu dimmviðri og svona menn eins og þú sem þekkja ekki til stökkva upp á nef sér af æsingi.... ég ætla rétt að vona að það komi ekkert fyrir þig einn daginn þannig að þú þurfir aðstoð björgunarsveita eða t.d. lögreglu!!  Ég veit að björgunarsveitarfólk er þannig þenkjandi að það vill helst aldrei þurfa að nota þau tæki sem til eru..... best væri nota þau bara til æfinga.... og þurfa aldrei að fara í útkall...... en það er virkilega gaman að koma heim í hús eftir aðgerð þar sem allt gengur vel þó best sé auðvitað að enginn týnist nokkurntíma eða að enginn keyri nokkruntíma útaf.... en þá eru björgunarsveitirna alltaf tilbúnar og telja ekki eftir sér líkamlega né fjárhagslega að fara út í þau verkefni sem þar!! 

Björgunarsveitarmaður!! (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 08:39

6 identicon

Bara ein spurning til þín BRAHIM...... veistu fyrir víst að viðkomandi hafi ekki verið með GPS á sér.... gæti það hafa bilað....!!?? 

Allir sem fara á fjöll reyna að miða sinn útbúnað þannig að hann sé sem léttastur þannig að maður er ekki með auka talstöð með sér eða auka GPS.  Þannig að ef þú ert að gagnrýna þá skaltu reyna að gera það þannig að það sé af viti, plastklætt kort og áttaviti er frekar það sem ætti að kenna mönnum á!!  GPS er gott svo langt sem það nær... þ.e. ef það bilar þá ertu alveg jafnnær.... þannig að sambland af þekkingu á svæðinu, kort og áttaviti og GPS er auðvitað besta blandan!!

Vona að þú eigir góðan dag Brahim..... og að þú stökkvir ekki svona upp á nef þér vegna mála sem þú þekkir ekkert til í framtíðinni!!

Til rjúpnaskyttunnar..... gott hjá þér að hringja strax eftir hjálp og auðvelda þannig sjálfum þér og leitarmönnum verkið!!  Hvet aðra til að vera svona skynsamir að leita strax eftir hjálp og bíða ekki eftir að allt sé komið í ennmeiri hnút!!

Björgunarsveitarmaður!! (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 08:52

7 identicon

Það geta allir villst á fjöllum, jafnvel þrautreyndir björgunarsveitarmenn.

Þessi maður sem týndist fyrir vestan var virkur í björgunarsveit í mörg ár og hefur skotið rjúpu í áratugi.

Það var rok og rigning fyrir vestan á  sunnudaginn og skyggni lélegt. Bættu myrkri ofaná og þú ert kominn með kjöraðstæður til að villast.

Þessi maður ætti frekar að fá hrós en last, hann gerði hárrétt þegar hann áttaði sig á því að hann væri villtur, hringdi eftir hjálp og var svo í stöðugu sambandi við leitarmenn eftir það.

Heimur (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 00:07

8 Smámynd: brahim

 Mikið anskoti eruð þið viðkvæmir greyin, mætti halda að þið væruð frekar veiðimenn en í björgunarsveit, því ég tel að annars hefðuð þið kommenterað á hitt líka sem ég skrifaði um í sambandi við Björgunarsveitirnar.

1) Ég veit hver þessi maður er. 2) Hann var bara með Uhf talstöð ( gott svo langt sem það nær) ekki kort né áttavita heldur, hvað þá heldur GPS tæki. 3) Hann var illa útbúin, hefði annars ekki verið kaldur og hrakinn (en með meðvitund eins og sagt var) það eitt segir meira en þarf að segja um hvernig hann var búinn. 4) Vanur björgunarsveitarmaður eins og þið nefnið hann hefði snúið við um leið og hann sá að fór að rökkva, eða er ykkur kennt að ana út í óvissuna, vitandi að rökkva tekur og búnaðurinn ekki í topp standi ? 5) maður sem veit var hann er staddur þarf ekki á hjálp að halda (nema hann sé slasaður) né hringja og segjast vera villtur, ef hann er það ekki.

Reynið síðan að skrá ykkur inn svo hægt sé að vita hverjir þið eruð.

brahim, 19.11.2008 kl. 01:26

9 identicon

Brahim

Varst þú staddur/stödd á þessu svæði þennan umrædda dag?

Það var fínt veður um það leiti sem maðurinn fór á stað og um miðjan dag gerði helli rigningu og ég heæd að það sé alveg sama hversu vel maður er klæddur að hann verður alltaf kaldur og hrakin í svona veðir eins og var komið.

Og ef þú veist/þekkir viðkomandi veeistu vel að hann er ekki einhver bjáni sem anar útí vitleysu og óvissu, þetta er maður sem að er búinn að fara á fjöll og rjúpu í tugi ára.

Hættu svo þessu helv... bulli.

Ein að vestan (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 09:17

10 identicon

:) Nú skaustu sjálfan þig í fótinn.  Ef þú þekktir þessa rjúpnaskyttu eitthvað þá myndir þú ekki tala svona.  Fréttaflutningur er ekki alltaf 100% eins og með að taka fram að hann hafi verið með meðvitund.... maðurinn var auðvitað með fulla meðvitund enda búin að koma sér sjálfur til leitarmanna, nær hefði verið að segja að hann hafi fundist heill á húfi en þrekaður og ef þú hefðir lesið það sem ég skrifaði.... þá var það á þessa leið "það skall á dimmviðri" eitthvað sem við íslendingar þekkjum vel og gerist á augnabliki!!  Þessi rjúpnaskytta gerði það eina rétta í þeim aðstæðum sem hún var í og hvet ég aðra til að gera slíkt hið sama og draga það aldrei að láta vita af sér í tíma ef eitthvað bjátar á.  Við björgunarsveitarfólk förum af heilum hug út í þau verkefni sem fyrir okkur eru lögð!!

Og til að taka af allan vafa þá er ég ekki að verja það hvernig rjúpnaskyttan var búin eða ekki búin, heldur finnst mér ekki rétt að básúna um svona hluti þegar viðkomandi gerði það eina rétta í stöðunni.... hringdi fljótt og kom þannig í veg fyrir mun stærri leit!! og til að taka af öll tvímæli, þá er leit að rjúpnaskyttum mjög lítill hluti af útköllum björgunarsveita.  En ég segi enn og aftur, ef þú ert í vandræðum hringdu fyrr en seinna í 112 og Brahim þú ættir að hugsa þína ábyrgð, menn eins og þú verða til þess að þeir sem eru í vandræðum fara að huga til þess að hugsanlega fái þeir nánast skítkast og leiðindi ef þeir hringja í 112 og biðja um aðstoð og draga það að leita eftir aðstoðinni fram í ... ja rauðan dauðann!!  Við berum nefnilega öll ábyrgð í þessu samfélagi!!´

Nú er mál að linni, rjúpnaskyttan gerði það eina rétta í þeirri stöðu sem hún var í og ég hvet aðra til að gera það sama og hugsa ekki til þeirra besservissera sem þykjast vita allt og kunna allt og eru fljótir til að gagnrýna allt og alla.  Þó að ég skrifi ekki undir mínu eiginnafni þá þýðir það ekki neitt sérstakt og er algjörlega óviðkomandi umræðunni sem slíkri.

Sem sagt hringið í 112 ef þið erum í minnsta vafa og látið fagfólk um að skipuleggja framhaldið og hafið ekki áhyggjur af því sem fólk af götunni segir!!  Farið frekar vel í gengum hvað hefði mátt gera til að koma í veg fyrir þær aðstæður sem mynduðust með þessu sama fagfólki.... þ.e. björgunarsveitarfólkinu!!

Við Brahim segi ég aftur, hugsa þú þína ábyrgð og þína framsetningu og hvort þú hefðir getað sett þínar hugsanir fram á betri hátt!!

Björgunarsveitarmaður!! (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 09:36

11 identicon

Brahim, af hverju heimtar þú að aðrir skrifi undir nafni þegar þú gerir það ekki sjálfur? Vill einnig kommenta á þessi skrif þín og tel þau bæði merki um heimsku og fáfræði. Þú hefur greinilega aldrei farið á fjöll sjálfur og hefur því lítið tilkall til þess að setja fram athugasemdir um það sem þú hefur ekki reynslu í. Ég vona að þú sjáir sóma þinn í því í framtíðinni að tjá þig um það sem þú hefur vit á og sleppa því að tjá þig um það sem þú veist ekkert um. Sérstaklega vil ég benda þér á að þegar þú gerir athugasemdir við fréttir sem segja ekki alla sólarsöguna ætti þú að sleppa því að persónugera skoðun þín og fara að kalla fólk sem þú veist ekkert hverjir eru "veiðimannaaula". Nenni annars ekki að tjá mig meira um þessi heimsku skrif hjá þér Bahrim, þau dæma sig sjálf.  

? (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 10:11

12 Smámynd: brahim

Ég heiti Ibrahim og gælunafnið er brahim, svo ekki gera mér það upp að ég komi ekki fram undir nafni. Ég bjó á Patreksfirði og þekki því þar ágætlega til. Vann hjá Jóni í Odda og hjá bænum á þeim tíma. Giftur konu frá Patreksfirði einnig. Var t.d. mjög hætt komin á Kleifaheiði og fjallveginum þar upp, þegar skall á vonsku veður með dimmu og snjóéljum. Þeir sem þekkja veginn upp kleifaheiðina vita hve varasamur sá vegur getur verið í slíku veðri sem ég lenti í. Enda er hann er mjög þröngur. En nota bene, ég vissi hvar ég var og hafði vit á að snúa við, og komst sjálfur til byggða. Sama get ég sagt um dalinn og heiðina milli patró og Tálknafjarðar, þar lenti ég í svipuðum aðstæðum, en hafði vit á að snúa við og komast klakklaust til baka. Afhverju ? jú ég hafði réttan útbúnað. Reyndar ekki kort, en áttavita. Hafði farið á námskeið hjá Skátum til að læra að nota hann. Þú talar um heimsku og fáfræði ! Hvað er það annað en heimska og fáfræði hjá þér að halda því fram að ég hafi ekki farið á fjöll ? Hef gert það í áratugi einn og með öðrum. Þú ert einfaldlega með sleggjudóma um mig sem þú þekkir ekkert til. Þannig að þín skrif dæma sig sjálf sem og sjálfan þig.

brahim, 19.11.2008 kl. 18:29

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjjj strákar er verið að þrasa......Þið hafið nú allir eitthvað til ykkar máls og samanlagt og sorterað væri þið allir hinu fínustu fjallamenn.

Solla Guðjóns, 21.11.2008 kl. 18:54

14 Smámynd: Meistari

Og þó menn hafi þetta undratæki þá hafa menn jú farð viltir vega!

Meistari, 25.11.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband