fim. 6.8.2009
Er hætta á faraldri á Íslandi ?
Svínaflensa staðfest hjá 63 einstaklingum
Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni hefur staðfestum tilfellum nýrrar inflúensu A(H1N1) fjölgað um níu á síðustu tveimur sólarhringum. Staðfest er að 63 einstaklingar á Íslandi eru nú með svínaflensuna svonefndu. Ekki er vitað um nein alvarleg veikindi af völdum nýju inflúensunnar hér á landi.
Ef við gefum okkur meðaltalið 4 á dag þá eiga tilfellum eftir að fjölga í 444 til áramóta +
þessa 63 sem þegar hafa greinst með H1N1 flensuna...það gera þá samtals 507 einstaklingar.
Ef svo margir smitast...má ætla samkvæmt tölfræðinni að 1 eða fleiri muni deyja úr H1N1 hér á landi í kjölfarið...
Og því miður virðist þessi flensa leggjast harðast á aldursbilið 5 -27 ára...hina nýju kynslóð.
Vona bara að aukningin á smiti verði ekki meiri en talið er upp hér að ofan....
en það er með faraldra eins og margt annað að það virðist sækja í sig veðrið eftir því sem lengri tíma tekur að hemja slík smit...og gjarnan stökkbreytast í eitthvað verra.
Vonum bara að örugg lyf finnist við þessarri H1N1 flensu áður en hún umbreytist til hins verra.
Svínaflensa staðfest hjá 63 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi flensa ásamt gjaldþroti íslands og jarðskjálftum undanfarið, þetta er hefnd Gudda segja þeir á Omega.... eina leiðin til að redda þessu er að dýrka gudda... sem og að styðja umboðsmenn hans með fjárframlögum.
Þannig var það nú vinur minn.
DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 14:20
Held að þetta hafi ekkert með Guð (Gudda) að gera. Hallast fremur að þeirri kenningu að einhverjar tilraunir hafi verið gerðar og H1N1 hafi sloppið þaðan.
brahim, 6.8.2009 kl. 14:33
Myndi aldrei láta sprauta mig með einhverju áhættu bóluefni. Líkaminn sér um að lækna flensur sjálfur, sé maður sæmilega hraustur.
Dísa (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 15:52
Þetta er bara árleg flensa sem kemur og fer rétt eins og allar hinar. Einhverjir virðast hafa hag af því að skapa og ala á ótta hjá fólki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.8.2009 kl. 15:55
Sammála þér Dísa...hef aldrei látið sprauta einhverju bóluefni í mig...
læt ónæmiskerfið um þetta...það hefur hingað til verið í ágætu lagi.
brahim, 6.8.2009 kl. 16:04
Jah Axel...það skyldi þó aldrei vera að sú væri raunin...er efins þó.
brahim, 6.8.2009 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.