fim. 6.8.2009
Fékk símhringingu frá Ameríska Sendiráðinu
Núna fyrir nokkrum mínútum vegna kvörtunar minnar sem ég nefndi í færslunni hér á undan...
Það kom á daginn að kona nokkur sem vinnur í sendiráðinu hafði látið útbúa Nafnspjöld með númerinu 562 (sem eru 1stu 3 stafirnir í númeri sendiráðsins) síðan lét hún setja 4ra stafa innanhúss númer sitt þar á eftir ...
þannig að útkoman varð símanúmer mitt .
Svona fyrir þá sem þurfa að hringja í fyrirtæki/stofnanir sem hafa innanhúss númer...
þá er það vaninn að hringja fyrst í viðkomandi fyrirtæki/stofnun og slá síðan inn viðkomandi innanhúss númer ef sá valkostur er fyrir hendi...annars biðja um það númer.
Því miður áttaði þessi kona sig ekki á því að hafa innanhúss síma nr. í sviga og nefnt sem slíkt
Beðist var velvirðingar á þessu ónæði sem ég varð fyrir og vonaði viðkomandi að þetta færi að minka.
Minka já...EN EKKI FYRR EN ÖLLUM NAFNSPJÖLDUNUM HEFUR VERIÐ EITT...svo mikið er víst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.