Of seint í rassinn gripið

Hvað varðar að kyrrsetja eignir skattsvikara...

þeir eru búnir fyrir löngu að koma eignum sínum yfir á önnur nöfn...

enda tæpt ár síðan hrunið varð...þetta vita allir, nú sem og fyrir mörgum mánuðum síðan...nema þá kannski Jóhanna og ríkisstjórn hennar...

það eru engar eignir til að hirða af þessum Útrásarvíkingum sem og öðrum Bankaræningjum...búið að koma öllu undan nú þegar.

Þannig að það er hreint út sagt hjákátlegt að hlusta á Jóhönnu segja í þessu viðtali að tími sé kominn að gera eitthvað í þessum málum...

eins og það sé eitthvað nýtt að þessi mál séu búin vera í fjölmiðlum...

Bíði bara hún sem og aðrir í ríkisstjórninni þegar kemur í ljós...

AÐ ALLT OF SEINT VAR Í RASSINN GRIPIÐ HVAÐ ÞETTA VARÐAR.


mbl.is Skatturinn fær að kyrrsetja eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála þér, fullseint í rassinn gripið. Verðum þó að vona að hægt verði að "follow the money" og beita riftunarákvæðum í málamyndagerningum s.s. eins og þeim að "selja" fasteignir og skip til maka eða eignarhaldsfélaga.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.8.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: brahim

Já við skulum vona að hægt verði að beita þessum riftunarákvæðum í málamyndagerningum sem þú nefnir...því það liggur alveg kristaltært fyrir að mínu mati...að með gjörningum þessa fólks...var eingöngu verið að koma eignum og fé undan, þeim sjálfum til hagsbóta...ætli hugsun þeirra hafi ekki verið eitthvað á þessa leið..."Get over it Icelanders" "we have"

brahim, 7.8.2009 kl. 15:37

3 identicon

Var hún spurð af hverju þetta var ekki gert í nóv 2008.  Hún var í þeirri stjórn var það ekki.

itg (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 15:50

4 Smámynd: brahim

Þú kannast kanski við frasann að hafa Gullfiska minni...

Ætli það eigi ekki við Jóhönnu greyið...ef marka má viðtalið við hana.

brahim, 7.8.2009 kl. 16:01

5 Smámynd: brahim

Alltaf hægt að vera neikvæður ?

Var Jóhanna ekki spurð að þessu í Nóvember ?...en lætur nú eins og hún sé að frétta þetta fyrst núna...Hlustaðu á viðtalið.

Það er bara gott mál ef hægt er að rifta þessum málamyndagjörningum öllum

En þar til að það gerist...myndi ég ekki byggja upp of mikklar væntingar hvað það varðar ef ég væri í þínum sporum.

Ísland er of mikið vina og frændsemis samfélag og of mikil krosstengsl milli geranda og þeirra sem taka eiga á málunum.

Þannig að "don´t hold your breath"

brahim, 7.8.2009 kl. 16:40

6 identicon

það þarf að afnema ákvæðið um riftun tvö ár aftur í tímann,annars geta þessir "ógæfumenn" bara þæft málin með lögfræðingunum sem hjálpuðu þeim við að ræna þjóðina um svona eigum við að segja TVÖ ÁR

zappa (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 17:24

7 Smámynd: brahim

Það kæmi svo sem ekki á óvart að svokallaðir stjörnulögmenn væru fengnir til þess að þæfa málin út í hið óendanlega...

þannig að á endanum yrðu málanum einfaldlega sópað undir teppið...

Þannig að...jú afnema ákvæðið...þá væri möguleiki að gera eitthvað...

Hef þó litla trú á því...fyrr en ég sé það á borði.

brahim, 7.8.2009 kl. 17:53

8 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Enda stóð aldrei annað til en að bíða með rannsókn á þessu þannig að auðvisarnir kæmu eignum sínum undan. Og svo verður bara beðið hæfilega lengi með að afhenda þeim bankana aftur. Þjóð með gullfiskaminni verður nefnilega ekki nema nokkur misseri að gleyma því sem gerðist - og mun spurja "hvaða bankahrun" þegar Sigurður Einarsson og félagar verða búnir að eignast Kaupþing aftur og Björgólfarnir Landsbankann. Enda er náttúrulega engum betur treystandi til að koma bönkunum á hausinn aftur.....

Ómar Bjarki Smárason, 7.8.2009 kl. 22:27

9 Smámynd: brahim

Ómar: ég vona svo sannarlega að væntanlegir framtíðarkaupendur af bönkunum verði skoðaðir mun rækilegar en gert var þegar þeir voru seldir fyrrui eigendum, sem komu þeim á hausinn á svo skömmum tíma sem varð.

Vona bara að menn hafi vitkast eitthvað við þessi áföll...og endurtaki ekki sömu vitleysuna aftur.

brahim, 7.8.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband