Roselyne Bachelot-Narquin, heilbrigðisráðherra Frakklands.
Heilbrigðisráðherra Frakklands hefur boðað yfirmenn franska símafyrirtækisins Telecom á sinn fund eftir helgi vegna þess að 23 starfsmenn fyrirtækisins hafa framið sjálfsmorð á síðustu átján mánuðum.
Trúnaðarmenn tengja þá við árangurstengdar kröfur stjórnenda. Þeir segja aftur á móti að hjá fyrirtækinu séu um eitthundrað þúsund starfsmenn og sjálfsmorðstíðnin sé ekki meiri en gengur og gerist í þjóðfélaginu. Heilbrigðisráðherrann tekur ekki undir það sjónarmið. visir.is
Yfirmenn hjá fyrirtækinu segja ekkert óeðlilegt að svo margir innan sama fyrirtækis fremji sjálfsmorð...
Eitthvað finnst mér þetta nú undarleg yfirlýsing hjá þessum blessuðu mönnum...
þó svo að 100 þúsund manns vinni hjá fyrirtækinu þá er greinilega eitthvað að þarna...þetta er jú aðeins 1 fyrirtæki.
Þannig að orð trúnaðarmanna innan fyrirtækisins um að árangurstengdar kröfur stjórnenda sé ástæðan...ætti að gefa einhverjar vísbendingar um tilurð þessara sjálfsmorða.
Þó svo að í einhverju tilvika geti að sjálfsögðu verið aðrar ástæður að baki sjálfsmorðs einstaklings innan þessa fyrirtækis.
Athugasemdir
Í Japan er það algengt að fólk fremji sjálfsmorð frekar en að þurfa að þola niðrulægingu.
Hannes, 13.9.2009 kl. 13:41
Já Japanir eru alveg sér á báti hvað sjálfsmorð varðar sem og þær ástæður sem liggja þar að baki...samanber þær sem þú nefnir Hannes.
brahim, 13.9.2009 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.