Einelti.

Kristjn Einarsson jpg 280x800 q95

Hótaði Bjarna. Í símtalinu sagðist Kristján ætla að reka Bjarna úr sinni aðalvinnu hjá MS Selfossi.

„Guðni Ágústsson slökkviliðsstjóri í Þorlákshöfn fékk símtal þann 16. júní s.l. frá Kristjáni Einarssyni slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu (BÁ) þar sem eftirfarandi kom meðal annars fram: Kristján byrjaði á að spyrja hvort Guðni ætlaði virkilega að ráða Bjarna Ingimarsson, fráfarandi varðstjóra hjá BÁ, til starfa hjá slökkviliði Þorlákshafnar, hann væri bæði óferjandi og óalandi og gerði allt vitlaust hvar sem hann kæmi. Eini tilgangur Bjarna með því að hefja störf í Þorlákshöfn væri til að geta verið áfram í stjórn landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna til að hrella sig.

Hvernig er það eiginlega með fólk sem á að heita að vera orðið fullorðið...vex það ekki upp úr því að leggja aðra í einelti eða hvað ?

Maður hefur svo sem fyrr heyrt dæmi um fullorðið fólk sem er lagt í einelti, s.b. dæmið sem kom upp á Veðurstofu Íslands á síðasta ári.

En fjandinn hafi það...þroskast svona fólk ekki ?

Þekki það frá minni eigin reynslu hvernig er að vera lagður í einelti...en það var þegar ég var barn og unglingur.

Svo ég veit fullvel hvernig slíkt fer í fólk...og get sagt ykkur að það getur tekið nokkur ár jafnvel áratugi að jafna sig á slíku.

Og sumir jafna sig aldrei eftir einelti...En það fer að sjálfsögðu eftir því í hvaða formi það einelti er/var sem og hvað það stendur/stóð lengi yfir.

En það get ég sagt ykkur af minni eigin reynslu...að það er hreint helvíti að lenda í slíku.

DV fréttina alla getið þið lesið hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er allt hið asnalegasta mál, er ekki nógu vel inn í því til að geta tjáð mig. Fullorðið fólk er ekki hótina betra en börnin, hvaðan heldurðu annars að börnin hafi ósómann.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: brahim

Það er nú það Ásdís...oft er það fólk sem sjálft hefur lent í einelti sem síðar gerir það sama við aðra seinna á lífsleiðinni.

brahim, 12.9.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband