Misnotaði dóttur sína í 30 ár.

 Maður sá sem að sögn nauðgað dóttur sinni nánast daglega í 30 ár, er sagður hafa í reynd haldið henni fanginni í húsi fjölskyldunnar 100 km frá Melbourne og er faðir þeirra fjögurra barna sem hún ól. Hann hefur verið ákærður af lögreglu Victorian.

Í tilfelli eins hryllilegu og áratuga misnotkun Josef Fritzl á dóttur sinni í Austurríki, hafa  talsmenn barnaverndar yfirvalda kallað eftir fullri rannsókn og sakað stjórnvöld fyrir að rannsaka ekki þetta mál þrátt fyrir að hafa verið vöruð við fyrir 30 árum.

Aðilar sem standa nærri málinu segja að mál þetta gæti verið "jafn slæmt og...mál Josef Fritzl, sérstaklega vegna þeirri staðreynda að hún átti svo mörg börn með föður sínum."

Nágrannar fjölskyldunnar sögðust hafa haft grunsemdir um misnotkunina í um 4 ár, en ekki farið til yfirvalda vegna þess að þeir vildu ekki valda vandræðum.

Móðir fórnarlambsins segist ekki hafa verið kunnugt um misnotkunina, þrátt fyrir að deila húsi með dóttur sinni, eiginmanni og barnabörnum til ársins 2005. Hún segir mann sinn hafa verið orðljótan drykkjumann, þau hafi búið í stóru húsi og því hafi hún ekkert vitað um þessar nauðganir.

Það er talið að maðurinn hafi hótað dóttur sinni með ofbeldi gagnvart móður hennar og systkinum meðan hann nauðgað henni í húsum þeim sem hann á í Melbourne og Victoria. Nauðganirnar eru sagðar hafa hafist þegar fórnarlambið var á aldrinum u.þ.b. 11 ára 1970 og haldið áfram til 2007.

Lögregla hefur vitað um ásakanirnar um misnotkunina frá árinu 2005 þegar konan gaf sig fram, en ekkert getað gert þar sem konan hafi verið ósamstarfsfús við lögregluna vegna þess að hún var hrædd við föður sinn.

Þrátt fyrir að eitt barnið, stúlku, væri að deyja úr ýmsum sjúkdómum sem voru að hrjá hana sem og að hin þrjú börnin hafi átt við meiri háttar heilsuvandamál að etja, hafði engin faglegur heilsuráðgjafi greint frá áhyggjum sínum til lögreglu eða annarra yfirvalda vegna barnanna og konunnar sem nú er á fimmtugs aldri.

Faðirinn var ákærður í febrúar s.l. eftir að dóttirin gaf sig fram í annað sinn. Konan og eftirlifandi börn búa nú í öruggu húsi og eru undir eftirliti yfirvalda sem annast þau.

Heimildir segja að faðirinn hafi fyrst verið kærður til starfsmanna barnaverndar yfirvalda fyrir meira en 30 árum, en ekkert hafi verið aðhafst í málinu þá.

Faðirinn, sem er á sjötugs aldri bíður nú ákæru fyrir rétti í Victorian í nóvember n.k. þar sem hann mun svara til saka fyrir 13 brot, þar á meðal nauðgun, ósæmilega hegðun og samræði við barn.

Heimild: Herald Sun.


mbl.is Níddist á dóttur sinni í 30 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband