lau. 19.9.2009
Vill að Scholes haldi áfram.
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vill að Paul Scholes fresti því að leggja skóna á hilluna.
Alveg er ég sammála Ferguson í því að halda Paul Scholes áfram um eitt ár, svo mikilvægur hefur hann verið liðinu gegnum árin.
Hann hefur sýnt það í þeim leikjum sem af er í deildinni sem og í Meistaradeildinni þar sem hann skoraði sigurmarkið á móti Besiktas.
Einnig stóð hann sig vel á undirbúningstímabilinu og æfingaleikjum þannig að hann er alls ekki búinn sem knattspyrnumaður.
Sama má segja um Ryan Giggs sem er á sama aldri og Scholes, að hann er einnig mjög mikilvægur fyrir liðið og vonandi heldur hann líka áfram í eitt ár í viðbót.
Ferguson biðlar til Scholes að halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.