Smá plús í kreppunni.

Mynd 493368

Icelandair hefur í þessum mánuði dregið til baka uppsagnir alls 24 flugmanna félagsins vegna aukinna verkefna í vetur. Jafnframt munu níu flugstjórar, sem stóð til að flyttust í sæti flugmanns halda stöðum sínum. 

Þetta eru nú ánægjulegar fréttir í kreppunni að hætt skuli vera við uppsagnir 24 flugmanna sem og stöðulækkun 9 flugstjóra hjá Icelandair.

Nóg er víst af atvinnulausu fólki hér á landi nú um stundir svo að flugmennirnir bættust ekki við í hóp atvinnulausra.

Þannig að þetta er smá plús fyrir þjóðfélagið og skapar tekjur fyrir þjóðarbúið, þar sem mikill meirihluti farþega Icelandair eru útlendingar sem bæði koma hingað og versla sem og ferðast milli heimsálfa með Icelandair.

Þannig að ekkert er annað en gott um þetta að segja, og er vonandi bara ein birtingarmynd af því sem koma skal fyrir land og þjóð.

Það er að segja, að hér fari nú hlutirnir allir að breytast til hins betra og fari bara á braut uppávið hér eftir.


mbl.is Draga 24 uppsagnir til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband