Færsluflokkur: Bloggar

Jákvæð frétt

Mynd 506602

Bandaríski tölvurisinn Microsoft hefur keypt íslensku hugbúnaðarlausnina LS Retail AX.

Þetta kalla maður jákvæða frétt mitt í öllum darraðardansinum hér á klakanum og geisar nú um stundir.

Jákvætt fyrir þetta fyrirtæki LS Retail ehf sem gert var að sjálfstæðri einingu út frá Landsteinum-Streng.

Jákvætt fyrir þjóðarbúið...það er ef allir fjármunirnir skila sér hingað til lands...Trúi að svo verði/hafi verið gert þar sem Microsoft hefur þegar borgað fyrir þennan hugbúnað.

Semsagt jákvætt dæmi í þessari blessaðri kreppu.


mbl.is „Svimandi háar fjárhæðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kyrkislanga í klósettinu

Mynd 510523

Eftir þriggja mánaða eltingarleit hefur loksins tekist að handsama þriggja metra langa kyrkislöngu sem lifað hefur í klóaklögnum í íbúðarhúsi einu Manchester í Bretlandi.

Skyldi fólk hafa notað klósettin sín mikið í þessa 3 mánuði eða farið eitthvað annað Tounge

Nýverið tókst hugrökkum íbúa hússins loks að lokka slönguna ofan í fatakörfu. 

Nú er spurning, sat hann á klósettinu þegar slangan birtist, eða var hann stöðugt á vakt Cool

Eitt gott hefur þó komið út úr þessu ferðalagi slöngunnar, hún hefur rutt lagnirnar örugglega mjög vel, þannig að ekki ætti að stíflast þarna á næstunni Smile


mbl.is Klósettslanga loks handsömuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tittirnir teknir,en hvað um hina ?

Úr Héraðsdómi Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi og 15,2 milljóna króna sekt fyrir stórfelld skattalagabrot.

Vissulega á þessi maður að hljóta sekt, en hann hefði líka átt að fá óskylorðsbundið fangelsi í 2 ár í það minnsta.

En hvað með stórlaxana, útrásarvíkingana sem og bankaræningjana svokölluðu ? (fyrir sín innherjasvik, undanskot fjármuna, sýndarviðskipti, skattalagabrot ofl. ofl. ofl.)

Ekkert virðist bóla á því að þessir kappar þurfi að standa skil á sýnum verknuðum, þótt svo að flestir séu sammála um sekt þeirra.

Þeir ganga lausir enn og lifa sýnu lúxuslífi áfram. Er ekki einn bankamaður að byggja sér lúxus villu þar sem t.d. einn sturtuhaus er sagður kosta 700.000 kr.

Hverskonar rugl virðist enn vera í gangi hér ? ef marka má þessa frétt um þennan bankamann myndi ég flokka þetta undir veruleikafirringu.

Kæmi mér ekki á óvart ef þessir Warhol sinnar slettu nú ekki smá málningu á hús hans, svona eins og Warhol var vanur að sletta á ljósmyndir og selja fyrir tugi milljóna.

Hef sagt það áður og segi það enn. Ísland er bananalýðveldi. 


mbl.is 15,2 milljóna sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar virðast ekki lifa við kreppu.

 

Iceland Express auglýsti um helgina tilboð til Kaupmannahafnar, London, Berlínar og Varsjár á tilboði frá 8900 krónum aðra leið með sköttum. 

Það virðist eftir þessari frétt að dæma að ekki séu allir Íslendingar illa haldnir af kreppunni og hafi því þörf á að spara.

Verðið sem er 8.900 kr. aðra leið með sköttum segir ekki allt. Farmiðinn til baka kostar vanalega meira.

Þá á eftir að nefna hótelkostnað og uppihald, ferðir til og frá flugvelli hér á Íslandi sem og á áfangastað og eyðslueyrir sem að sjálfsögðu fylgir með í þessu öllu saman.

Þannig að þetta verð er villandi sé litið til þess sem ég skrifa hér að ofan.

En þeir Íslendingar sem grípa svona tilboð gera sér þó vonandi grein fyrir því að hlutirnir eru ekki svona einfaldir....eða hvað ?

Í það minnsta var ásóknin í þessar ferðir svo mikil að netþjónn Iceland Express hrundi, svo mikil var ásóknin.

Niðurstaðan er því sú að ekki eru allir svo blankir í kreppunni að þeir geti ekki skroppið til útlanda þegar svona tilboð bjóðast, sem kosta þó mun meira þegar upp er staðið.

Það eru víst bara hinir atvinnulausu, ellilífeyrisþegar og öryrkjar sem ekki geta nýtt sér slík kostaboð sem Iceland Express býður uppá.

Það er Ísland í hnotskurn, að þeir sem minnst meiga sín í þessu þjóðfélagi, gefast ekki tækifæri á að setja inn smá lit í líf sitt, vegna smánarlegra bóta sem þeim er skammtað.

Og var 10 % skerðingin á þessu ári ekki til að bæta lífskjör lífeyrisþega. 

bon voyage.


mbl.is Netþjónn Iceland Express hrundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyndnar myndir.

skilti 11

Hér væri kannski ástæða til að ráða nýjan kokk Wink

skilti 13

Ekki beint öruggur þessi smokkur með heftinu í Tounge

skilti 7

Eins gott að halda hita á sæðisfrumunum þar til hægt er að losa Whistling

Þá hef ég kanski not fyrir þig

Ætli hann verði ekki búinn að gleyma því til hvers á að nota hann, þegar sá tími kemur að hann finnur LILLA LoL


Ísland er bananalýðveldi.

Hvað skyldu margir hér á landi vera sekir um slíkt ? (innherjaviðskipti)reyndar hafa verið nefnd dæmi um slíkt, s.b. Sparisjóð Hafarfjarðar.  

Fleiri dæmi má nefna um fólk í Landsbankanum, Glitni og Kaupþingi.

En ekki veit ég betur en það fólk sé frjálst ferða sinna. Sem segir okkur hvað ? Er þetta dæmið um Jón og séra Jón.

Eða eru þetta eintómir aular sem rannsaka þessi mál hér á landi ? Ekki má gleyma því að Ísland er mikið vina og kunningja samfélag, og það virðist greinilega ráða ansi miklu um ransóknir í þessum málum.

Þeir í Nígeríu eru meira að segja sneggri en við að rannsaka, handsama og dæma fólk til fangelsisvistar, og er þá mikið sagt, þar sem spilling er svo gríðarleg í því landi.

En þessir aular sem hér rannsaka bankasvik, virðast ekkert liggja á að komast að hinu sanna í málum er varða bankasvik hér á landi.(innherjaviðskipti t.d.) Hvað þá önnur svikamál sem tröllriðið hafa fjölmiðlum hér á landi.

Nei góðir hálsar, hér á landi verða engir dæmdir né fangelsaðir fyrir slíkt. Það munu allir sleppa við fangelsi. Í mesta lagi fá einhverjir einhverjar sektir og einhverja skilorðsbundna dóma, en það verður allt og sumt.

Aftur á móti munu þeir sem voga sér að stela vínarbrauðum sem og öðru smálegu fá að taka út sína refsingu af fullum þunga.

Niðurstaðan er því sú, að við búum í svo rotnu samfélagi hér á landi að því er ekki viðbjargandi. Og Ísland á ekki að teljast siðmentað land meðal siðmenntaðra landa að þessu leiti.

ÍSLAND ER BANANALÝÐVELDI OG EKKERT ANNAÐ.

FORÐUM OKKUR HÉÐAN SEM ALLRA FYRST, MEÐAN TÍMI GEFST TIL.


mbl.is Sjö ár fyrir innherjaviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oktoberfest.

510309A

Oktoberfest er sextán daga hátíðin haldin ár hvert í München, Þýskalandi, 13 daga í september (og inn í byrjun október. 3 daga) Oktoberfest er einn af frægustu viðburðum í Þýskalandi og heimsins stærsta hátíð, og sumir hinna sex milljóna manna sækja hátíðina árlega, og er ánægjulegur viðburður sem og mikilvægur hluti af menningu Bæjaralands.

Aðrar borgir víða um heim halda einnig Oktoberfest hátíðahöld, í líkingu við Munchen hátíðina.

Munchen Oktoberfest, hefur í gegnum árin, farið fram á sextán dögum allt til og með Fyrsta sunnudag í október. Árið 1994 var áætlun breytt til að bregðast við Sameiningu Þýskalands þannig að ef fyrsti sunnudagur í október fellur á 1 eða 2, þá heldur hátíðinni áfram þar til 3 Október. (Þjóðhátíðardegi Þýskalands). Þannig að hátíðin er 17 dagar þegar 1. Sunnudagur er 2 október, og 18 daga þegar hún er 1. október.

 180px Munich Bavaria

Hátíðin er haldin á svæði sem heitir Theresienwiese (svæðinu, eða enginu, Therese), oft kölluð d 'Wiesn til styttingar.

Gestir borða einnig mikið magn af matvælum fyrir utan allt ölið sem drukkið er, mest af því hefðbundin matur eins og Hendl (kjúklingur), Schweinsbraten (steikt svínakjöt), Haxn (purra á svínakjöti), Steckerlfisch (grillaður fiskur á að teini), Würstel (sósa) einnig brez'n (kringlur), Knödeln (kartöflu eða soðbrauð), Käsespätzle (osta núðlur), Reiberdatschi (kartöflu (pönnukökur), Sauerkraut eða Blaukraut (rauðkál) og með því svo Bavarian hnossgæti eins og Obatzda (fitu, krydd, osta-smjör blöndu) og Weisswurst (hvítar pylsur).

Fjandinn sjálfur, maður varð bara svangur við að skrifa þetta Tounge

 

 

 

 

 


mbl.is Búist við sex milljónum gesta á bjórhátíð í München
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkaleiðtogi fallinn.

Þótt ég sé Íslamstrúar...harma hvorki ég né aðrir almennir múslímar lát þessa hryðjuverkaleiðtoga Noordin Mohammed Top.

Hann hefur lengi verið á lista eftirsóttra hryðjuverkamanna hjá FBI sem og hjá öðrum, s.b. hans eigin landi Indónesíu.

Þó mun maður koma í manns stað eins og sagt er. Svo mun einnig verða með hann Top.

Vona bara að sem flestir af þessum leiðtogum náist svo einhver friður komist á hjá hinum venjulega múslíma sem og öðrum borgurum hvar sem þeir kunna að búa í nálægð við slíka menn eða ekki.

 Þannig að ég endurtek, farið hefur fé betra. 

toptop2

Noordin Mohammad Top

 

Aliases:Noordin Muh Top, Noordin Mat Top, Noordin Din Moch Top

DESCRIPTION 

 

Date of Birth Used:August 11, 1968Hair:Unknown
Place of Birth:Johor, MalaysiaEyes:Unknown
Height:UnknownSex:Male
Weight:UnknownComplexion:Unknown
Remarks:Top is reported to be an explosives expert. Additionally, he may wear glasses and have facial hair.

DETAILS Noordin Mohammad Top is reportedly an officer, recruiter, bombmaker, and trainer for the Jemaah Islamiah (JI) group that was involved in the bombings of a Bali nightclub, a Jakarta hotel, and the Australian Embassy in Indonesia between 2002 and 2004.

SHOULD BE CONSIDERED ARMED AND DANGEROUS  IF YOU HAVE ANY INFORMATION CONCERNING THIS PERSON, PLEASE CONTACT YOUR LOCAL FBI OFFICEOR THE NEAREST AMERICAN EMBASSY OR CONSULATE.

 


Smá plús í kreppunni.

Mynd 493368

Icelandair hefur í þessum mánuði dregið til baka uppsagnir alls 24 flugmanna félagsins vegna aukinna verkefna í vetur. Jafnframt munu níu flugstjórar, sem stóð til að flyttust í sæti flugmanns halda stöðum sínum. 

Þetta eru nú ánægjulegar fréttir í kreppunni að hætt skuli vera við uppsagnir 24 flugmanna sem og stöðulækkun 9 flugstjóra hjá Icelandair.

Nóg er víst af atvinnulausu fólki hér á landi nú um stundir svo að flugmennirnir bættust ekki við í hóp atvinnulausra.

Þannig að þetta er smá plús fyrir þjóðfélagið og skapar tekjur fyrir þjóðarbúið, þar sem mikill meirihluti farþega Icelandair eru útlendingar sem bæði koma hingað og versla sem og ferðast milli heimsálfa með Icelandair.

Þannig að ekkert er annað en gott um þetta að segja, og er vonandi bara ein birtingarmynd af því sem koma skal fyrir land og þjóð.

Það er að segja, að hér fari nú hlutirnir allir að breytast til hins betra og fari bara á braut uppávið hér eftir.


mbl.is Draga 24 uppsagnir til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill að Scholes haldi áfram.

Paul Scholes.

 Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vill að Paul Scholes fresti því að leggja skóna á hilluna.

Alveg er ég sammála Ferguson í því að halda Paul Scholes áfram um eitt ár, svo mikilvægur hefur hann verið liðinu gegnum árin.

Hann hefur sýnt það í þeim leikjum sem af er í deildinni sem og í  Meistaradeildinni þar sem hann skoraði sigurmarkið á móti Besiktas.

Einnig stóð hann sig vel á undirbúningstímabilinu og æfingaleikjum þannig að hann er alls ekki búinn sem knattspyrnumaður.

Sama má segja um Ryan Giggs sem er á sama aldri og Scholes, að hann er einnig mjög mikilvægur fyrir liðið og vonandi heldur hann líka áfram í eitt ár í viðbót.


mbl.is Ferguson biðlar til Scholes að halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband