Ómerkilegt og siðlaust

Heldur finnst mér þetta ómerkileg...siðlaus og örugglega ólögleg aðför Fortis-banka að frysta peningaeign Íslands vegna skulda föllnu íslensku bankanna.

Þetta er enn eitt dæmið um hversu ómaklega er sótt að Íslandi á þessum síðust og verstu tímum landsins... Við erum beitt mjög vægðarlausum ruddaskap og það versta er að við eigum fáa ef nokkra raunverulega vini á alþjóðavettvangi.

 Greinilegt er að það á að pynta og lúberja á Íslendingum eins og mögulegt er til að við sættum okkur við eitthvað sem engin þjóð í alþjóðlegu samstarfi myndi sætta sig við.

Það sést best á því að við eigum að taka á okkur miklar byrðar gegn loforði um að komast inn í aðildarviðræður við Evrópusambandið.

 Verst af öllu er að of margir stjórnmálamenn hér á Íslandi eru tilbúnir að semja um og setja Ísland í vonlausa stöðu til að eygja von á að geta gengið nokkur skref lengra í átt að gömlum draumi pólitíkusa, sem hefur í raun verið mjög fjarlægur lengi.

 Engan þarf að undra né efast um...að Samfylkingin gengur þar fremstur flokka.

Aðför við Ísland af hálfu Fortis-banka er lýsandi um hvernig staða Íslands er. Þar er eflaust mörgum um að kenna, en í því er mikil ábyrgð fólgin í að taka eina þjóð fyrir vegna afglapa nokkurra.

ÚTRÁSARVÍKINGA OG MISVITURRA BANKAMANNA SEM OG ÓHÆFRA STJÓRNMÁLAMANNA.

HINN ÍSLENSKI ALMENNINGUR ER SAKLAUS AF ÞESSARI FOKKING ÓREIÐU:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, við erum saklaus en allt mun þetta samt bitna á okkur og það illa er ég hrædd um.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: brahim

Já það er öruggt mál að okkur...hinum almenna borgara mun þurfa að blæða fyrir þetta helvítis fokking fokk...svo notað sé frægt slagorð.

brahim, 27.7.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband