þri. 21.7.2009
Þunglyndi er helvíti.
Þunglyndi er grafalvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit, allir geta orðið þunglyndir... ungir sem aldnir... konur og karlar... óháð stétt og stöðu. Á Íslandi þjást u.þ.b. 15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Þótt þunglyndi sé svo algengt...gerir fólk sér oft litla grein fyrir eðli sjúkdómsins og þar gætir oft misskilnings. Þunglyndi er ekki merki um dugleysi, ekki fremur en sykursýki eða of hár blóðþrýstingur.
Fólk getur veikist af þunglyndi mitt í dagsins önn. Stundum er erfitt að greina það frá venjulegri óánægju, viðbrögðum við missi og sorg, eða erfiðleikum í einkalífi. Fyrstu viðbrögð og um leið umtalsefni við lækni eru oft um líkamleg einkenni, eins og langvarandi þreytu eða slen, eða óljósa og breytilega verki. Með ítarlegum spurningum fæst þó yfirleitt alltaf örugg greining á sjúkdómnum.
Greiningin er afar mikilvæg því að flestir þunglyndissjúklingar geta fengið áhrifaríka meðferð... Að mínu mati eru það þó aðeins þeir sem veikjast af þunglyndi á fullorðinsárum og þá af völdum missi og sorg, eða erfiðleikum í einkalífinu.
þeir sem veikjast af þessum sjúkdómi snemma ævinnar, eiga því miður ekki svo auðveldlega þann möguleika á varanlegum bata...en auðvitað getur þunglyndið brotist fram á fullorðinsárum...og verið jafn erfitt og nánast ólæknandi...eins og hjá þeim sem veikjast snemma æfinnar. Þunglyndi er oft á tíðum genatískur sjúkdómur...og þess vegna nánast algerlega ólæknandi.
Reyndar tel ég að þeir einir sem veikjast af þessum sjúkdómi vegna missi og sorgar, eða erfiðleika í einkalífinu í æsku eða á fullorðinsárum geti náð fullum bata
Þunglyndi hefur margvísleg einkenni, sem öll hafa í för með sér að draga úr lífsgleði og framtaki... breyttu geðslagi... hægja á hugsunum og atferli...Allt þetta dregur úr þreki einstaklings til að sinna daglegum skyldum... rækta fjölskyldu og vini...þunglyndissjúklingar draga sig gjarnan inn í sína eigin skel...og forðast mannleg samskipti...hverju nafni sem þau nefnast.
Ef þunglyndið greinist ekki leiðir það til óþarfra þjáninga og viðvarandi röskunar á starfsgetu og lífsánægju. Þegar þunglyndi leggst sem þyngst á þann sem hefur þennan sjúkdóm...getur þunglyndið stefnt lífi sjúklings í hættu...jafnvel sjálfsvígshættu. sem því miður er alltof algengt.
Mikilvægt: Þunglyndi er engin "ímyndun"... heldur algengur og oft á tíðum lífshættulegur sjúkdómur sem oftast er læknanlegur og alltaf er hægt að ráða einhverja bót á...t.d. með lyfjagjöf og eða hópmeðferð...s.s. HAM sem er skammstöfun á orðunum Huglæg atferlis meðferð.
Eigir þú ættingja eða vini sem sýna þau merki sem hér ofar greinir...vertu þá á varðbergi og stígðu fram fyrir skjöldu og talaðu við þann sem sýnir þessi einkenni og fáðu hann/hana til að leita læknis.
Þunglyndi er helvíti af öllu helvíti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 20.7.2009
Hér er eitthvað bogið við þessa frétt !
1) Ökuhraði verður samræmdur í 90 km á klukkustund. Það er í góðu lagi...enda aka Íslendingar svona almennt ekki undir þeim hraða á stofnbrautum hvort eð er.
2) bílprófsaldur verður hækkaður í 18 ár í áföngum til ársins 2014 ! Hér er eitthvað bogið við þetta. Hvernig í ósköpunum á að fara að þessu ? 17 ára - 17 og 3ja mánaða - 17 ára og 4ra mánaða o.s.f.v.....Þetta er einum of undarleg aðferðafræði fyrir minn smekk...Myndi frekar halda að þarna ætti að standa 20 ár í áföngum...þá væri þetta skiljanlegra...og mætti alveg miða bílprófsaldurinn við þann aldur.
Enda sína sína tölur tryggingafélaga sem annarra sem hafa gert úttekt á þessum málum...að mesta slysatíðnin er hjá ungum ökumönnum á aldrinum 17 ára til 20 ára...þó algengast sé það á aldursbilinu 17 ára til 18 ára aldurs.
Annars er ég sammála þessari tillögu almennt og styð að henni verði komið í framkvæmd.
Bílprófsaldur hækkaður í 18 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
sun. 19.7.2009
Hver er ábyrgur ?
Já það er spurning sem sumir myndu gjarnan vilja fá svar við.
Að mínu mati er það eigandi bílsins sem stolið var...því hún skilur lyklana eftir í svissi bílsins...og bíður þar með uppá það að bílnum sé stolið.
Hefði eigandinn haft rænu á að taka lyklana með sér inn á bensínstöðina...þá hefði þessi atburður aldrei orðið að veruleika...né að maðurinn sjálfur slasast...eins og raun varð á...og bíllinn væri í heilu lagi en ekki ónýtur... og engum gangandi eða akandi vegfarendum hefði stafað hætta af.
Sjálfsagt má það vera að fólk hugsi sem svo að bílum sé ekki stolið af bensínstöðva svæðum...en sú varð raunin núna...og ekki í fyrsta sinn...né verður það í síðasta sinn...á meðan fólk heldur áfram að skilja lyklana eftir í bílunum sínum.
Hvort að bíllinn verði bættur af tryggingafélaginu efast ég um...þó svo að bíllinn kunni að hafa verið með kaskótryggingu.
Því eins og fyrr sagði þá var það ábyrgðarleysi eiganda bílsins sem varð til þess að þessi atburðarás fór af stað.
Það kæmi á óvart ef það fyndist ekki klásúla um slíkt í samningum tryggingafélaga um bifreiðatryggingar.
Takið því ávalt lyklana með ykkur...þegar þið yfirgefið bílinn...þó svo að þið ætlið bara að skreppa inn í búð/bensínstöð í eina mínútu eða svo... þannig orða margir það sem verða fyrir því að bíl þeirra sé stolið.
Það þarf ekki einu sinni 1 mínútu til að stela bíl sem hefur lyklana í svissinum.
Fluttur á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
sun. 19.7.2009
Tökum upp Dollar og.....
Göngum í NAFTA...nokkuð sem við hefðum átt að gera fyrir löngu síðan.
Hefðum betur gert það þegar núllin tvö voru skorin aftan af blessuðum gjaldmiðli okkar... Árið 1981 átti sér stað myntbreyting, þar sem að tekin voru tvö núll af verði krónunnar - 100 gamlar krónur urðu að 1 nýrri krónu.
Það voru reyndar uppi umræður þá... um að taka upp Dollar í stað þess að breyta krónunni og sækja um inn í NAFTA (The North American Free Trade Agreement) . Hefðum betur gert það þá.Aðilar að NAFTA í dag eru Bandaríkin... Mexíkó og Kanada.
En alltaf skulu vera menn og konur á Alþingi Íslending sem þykjast vita allt betur en sauðsvartur almúginn...það er til orð yfir þessa hugsun vitringanna...sem er FORRÆÐISHYGGJA.
Hættum öllu tali um Evruna og tökum upp Dollar $$$$$
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 17.7.2009
Anal eða ekki anal
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 15.7.2009
Verðið að hlusta á þetta frábæra lag sem og texta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)