fim. 23.7.2009
Spáir stórskjálfta 27. júlí
Í ítarlegu viðtali lýsir Lára því meðal annars hvernig hún sá fyrir Suðurlandsskjálftann í fyrra. Hafði hún hringt á Veðurstofuna 10 dögum áður og látið vita. Fimmtán mínútum áður en sá skjálfti reið yfir rak hún eiginmann sinn og lettneskan vinnumann niður úr byggingu sem þeir unnu að. Lára sá sömuleiðis fyrir Suðurlandsskjálftann árið 2000. Í viðtali við Morgunblaðið um burstabæi og kirkjur sagði hún að það sama ár myndi skjálfti ríða yfir. Einum og hálfum mánuði síðar reið skjálftinn stóri yfir.
Nú spáir Lára því að næsti skjálfti ríði yfir mánudaginn 27. júlí, nánar tiltekið klukkan 23:15. Mér hefur verið sýnt að það komi stór skjálfti þarna (á Krýsuvíkursvæðinu), ég stend á þessu svæði og upp í hugann kemur dagsetningin 27. júlí. Einnig finn ég fyrir tímasetningunni 23:15 en þori þó ekki að staðhæfa að það verði rétt. Ég hef ekki fengið sterk skilaboð um tímann en finnst þessi síðasta klukkustund fyrir miðnætti eitthvað sérstök. Ég stend í Krýsuvík og á vinstri hönd sé ég Strandakirkju og hægri hönd Grindavíkursvæðið. Þessi tala hverfur ekki frá mér, segir Lára. Þennan dag mun eitthvað magnað gerast, ég bara veit það. Ég hef tilfinningu fyrir stórum skjálfta og mér finnst að hann verði þarna.
Vikan bar frásögn Láru undir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing. Hann segir enn spennu í jörðinni sem ekki hafi læðst úr læðingi í síðustu skjálftum. Hins vegar sé ekkert sem bendir til þess að stór skjálfti sé yfirvofandi á þessu belti. Stór skjálfti þarf alls ekki að koma á Suðurlandi næstu áratugina. Þegar hann hugsanlega kæmi er líklegast að hann yrði frekar austarlega á skjálftabelti Suðurlands, nær Heklu, segir Ragnar sem telur sömuleiðis enga hættu á eldgosi, enda ekki gosið á þessu svæði síðan á 14. öld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 23.7.2009
Rottur nöguðu tær af ungabarni
Hvar var parið þegar þetta skeði ? Barnið hefur væntanlega ekki þagað þunnu hljóði meðan þetta gerðist!...nú eða þá nágrannarnir...hvar voru þeir...hljóðin frá barninu hafa varla farið framhjá neinum ? En er þetta bara ekki tíbísk..."ég heyri ekki...sé ekki...veit ekki...hegðun bandaríkjamanna" ?
Lögreglan handtók móður stúlkunnar, sem er undir 18 ára aldri, og kærasta hennar sem er 18 ára gamall. Fólkið bjó í litlu hjólhýsahverfi nálægt Piketon en móðirin og kærasti hennar hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald næstu tvær vikurnar, eða þar til mál þeirra verður tekið fyrir hjá dómstólum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 23.7.2009
Minn maður Ferguson
Já hann hefur enga þörf á að sanka að sér rándýrum leikmönnum eins og Man City hefur verið að gera og munu skila litlu á komandi tímabili.
Owen hefur sínt það í æfingarleikjum Man United undanfarið að hann virðist ætla falla vel in í hópinn...mun betri byrjun hjá honum en tveim síðust liðum sem hann var hjá...vonandi að hann sleppi við meiðsli sem mest.
Ferguson keypti...Michael Owen, Antonio Valencia, Gabriel Obertan og Mame Biram Diouf í sinn hóp...og telur ekki þörf á fleiri leikmannakaupum fyrirkomandi tímabil þrátt fyrir að hafa 60 milljónir punda milli handanna til þess.
Já Ferguson veit hvað hann er að gera...enda sýnt það síðustu ár svo um munar...Hverjir verða meistarar á næsta tímabili ?...þið megið giska 3svar.
Man.Utd getur eytt 60 milljón pundum í leikmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mið. 22.7.2009
Hér er hin sanni Jón Valur Jensson
Set hér inn comment frá Erni nokkrum...held að margir geti verið sammála honum.
Örn - 10/07/09 21:04 #
Matti, þú ert búinn að gera mér þetta aftur. Ég les það sem þú skrifar og fer oftast inn á hlekkina sem þú ert með. Það er ekki hægt að lesa íslenskar vefsíður án þess að rekast á Jón Val Jensson. Það tekur flest venjulegt fólk, trúað eða ekki, tvær sekúndur að fatta að maðurinn er, eins og Carl Hiassen orðaði það: "Sjúklingurinn var oft í beinu radíósambandi við Venus". Og finnst ómaklegt af þér að vera að sýna viðkvæmum sálum eins og mér svona myndbönd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
mið. 22.7.2009
Áfengi tekið af tengiflugs farþegum
Danska dagblaðið Politiken greinir frá því á vefsíðu sinni að þeir sem kaupi áfengi á flugvöllum erlendis komist ekkert endilega með það til síns heima. Bent er á að áfengið, sem er t.d. keypt á flugvelli í Bandaríkjunum eða Kanada, er tekið af ferðamönnum sem millilenda á Íslandi og eiga þaðan tengiflug til Kaupmannahafnar.
Hei kommon...það er ekki eins og fólk sé að flytja þetta áfengi hinga til lands til þess að drekka það hér...þetta fólk stoppar kanski í 1 - 2 tíma áður en það sest upp í aðra vél...og fer þar að leiðandi ekki út úr flugstöðinni...Þessar reglur eru rugl...ætli ríkið lími ÁTVR miða sína á flöskurna til þess að selja síðan í vínbúðunum til að fá smá aukatekjur
Blaðamaður Politiken hafði samband við Icelandair í kjölfarið til að leita skýringa. Talskona flugfélagsins benti á að þetta væru reglur sem íslensk stjórnvöld hefðu samþykkt og hefði því ekkert með flugfélagið að gera.
Blaðamaðurinn spurði hvort það væri ekki hægt að skýra frá þessu t.d. á vef flugfélagsins. Talskonan segir að það hafi verið gert, en það megi eflaust hnykkja aftur á þessu.
Varðandi þessi orð Talskonu Icelandair...þá kíkti ég á vefsíðu flugfélagsins sem er hægt að lesa á nokkrum tungumálum...skemst er frá því að segja...að engar slíkar viðvaranir til fólks er að finna á þeim síðum...það er ekki nóg að auglýsa slíkt á einhverra mánaða eða ára fresti...Heldur ætti það að vera þar alltaf...Icelandair mætti kanski setja á síðu sína Hnapp sem t.d væri kallaður Info(rmation) for passanger eða eitthvað álíka þar sem þessar reglur sem og aðrar reglur og upplýsingar sem farþegar kunna að þurfa vita um séu tiltækar.
Skora hér með Icelandair sem og Icelandic Express að gera slíkt...það væri til mikilla hagsbóta fyrir farþega að geta klikkað á slíkan hnapp og séð allar upplýsingar um reglur sem og annað sem þeim kann að vera nauðsynlegt að vita varðandi væntanleg flug sitt.
Og nú byrjar keppnin hvort flugfélagið verður fyrst að setja inn slíkan hnapp á vefsíðu sína...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 21.7.2009
Jyllands-Posten gerir grín að ESB umsókn Íslendinga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)